Ætti að vera skylduatriði hjá öllum.

Eitt fallhlifarstökk á ævinni ætti að vera skylduatriði í lífi hvers manns, einkum á táningsárunum. 

Stökkið ætti að vera í tengslum við þann hluta lífsleikni, sem felst í því að gera sér grein fyrir því hvenær og hve mikil áhætta er tekin í öllu sem við gerum.

Með því að fara í gegnum viðurkenndar tölur varðandi "útreiknaða áhættu" eða "calculated risk" kemur í ljós, að það að fara í eitt fallhlífarstökk er eitt það hættuminnsta sem hægt er að taka sér fyrir hendur, þótt það líti glæfralega út. 

Það er til dæmis margfalt hættulegra og afdrifaríkara að byrja að reykja eða neyta fíkniefna þegar tölurnar eru skoðaðar. 

Þegar það fer saman að læra mikilvægan lærdóm, yfirvinna mikinn en í raun ástæðulítinn ótta og eignast einstaklega eftirminnilega minningu er ekki hægt annað en að mæla með fallhlífarstökki, þótt ekki sé nema einu sinni á ævinni. 

Ekki síst þegar það er borið saman við ýmsa aðra óþarfa og lúmska áhættu, sem maður tekur í kæruleysi og skilur lítið sem ekkert eftir. 


mbl.is Varafallhlífin opnaðist sem betur fer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef farið.

Einmitt einu sinni, í fallhlífarstökk.

Rosalegasta rússíbandaferð sem ég hef farið í.

Mæli með.

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 13.4.2015 kl. 06:14

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sæki um undanþágu.Er lofthræddur. 

Jósef Smári Ásmundsson, 13.4.2015 kl. 07:09

3 identicon

Nú þegar sykurbangsarnir eru farnir að setja alkóhólistum mörk þá væri ekki úr vegi að fá tölur á það hver margir deyja úr offitu og tengdum kvillum.  Einn gúmmíbangsi getur litið sakleysislega út en þar með er ekki öll sagan sögð.

http://doktor.is/grein/afleidingar-offitu

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.4.2015 kl. 10:55

4 identicon

Ég prófaði svif-fallhlíf í fyrra. Var dreginn í loftið.
Þetta er rosalega gaman, og bæði "flugtak" og lending einföld og mjúk.
Ómar, - þú getur væntanlega prófað þetta héðan í sumar;) Væri ekkert mál með hnén þín, því þetta er ekkert högg þegar maður lendir.

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.4.2015 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband