FRÁBÆR X-FACTOR ÚRSLIT

Þessi fallegi helgidagur endar vel með X-factor úrslitum sem fóru vel fram úr þeim vonum sem ég hafði bundið við þessa keppni. þetta er að vísu bloggað áður en endanleg úrslit eru kunn en ég er ekki í vafa um að bæði Hara og Jógvan eru komin til að vera hver sem úrslitin verða.

Ég hafði lengi efasemdir um að þessi þáttur yrði að því sem hann er orðinn en úrslitaþátturinn í kvöld feykti þeim efasemdum í burtu. Þátturinn hefur farið síbatnandi með vaxandi áhorfi. Bæði X-factor og söngvakeppni Sjónvarpsins eru lyftistengur fyrir íslenskt tónlistarlíf og sjónvarpsstöðvunum til sóma.

Og nú, klukkustund síðar, liggur fyrir að Jógvan hefur tekið þetta með trompi og það hefur ekki verið meiri færeysk söngvarastemning á Íslandi síðan Íslendingar féllu fyrir laginu Rasmus árið 1958.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VONA SVO SANNARLEGA að Færeyingar séu komnir til að vera. Hins vegar skrifaði ég eitt sinn í Moggann fyrirsögnina "Landslagið er komið til að vera" og hafði það eftir einhverjum tónlistarspekingi um þessa Landslagskeppni. En Landslagið bar fljótlega beinin, varð aldrei barn í brók, og nú er þjóðin orðin eignalaus í þokkabót, að sögn Sigurðar Líndal, prófessors emeritus. Já, nú er hún Snorrabúð stekkur og best að fara varlega þegar lög af öllu tagi eru annars vegar.

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 22:10

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Jóggvan vann, gott hjá honum.  Færeyingar koma sterkir inn.

Vilborg Traustadóttir, 6.4.2007 kl. 23:50

3 identicon

Jógvan hann dræjar hjörinn,
heitur leikurinn kæri sunginn,
og nú dojari dökkvari fjörinn,
hann dregur augað í punginn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 01:12

4 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Frændur vorir og grannar,Færeyingar, láta ekki að sér hæða. Þeir eru engum líkir.

Frábært  hjá Jógvan Hansen. Hann mun láta meira  til sín heyra.

PS - Ekki hefði okkar gamla yfirmanni,Ómar, þótt  gott  að taka  svo til orða að eitthvað "sé komið  til að vera." Það er hálfgerð aulaþýðing úr ensku. Sbr  gamla  dægurlagstextann: "Our Love is here to Stay". Mér finnst þetta alltaf málleysa, - og er líklega ekki einn um það.

Eiður Svanberg Guðnason, 7.4.2007 kl. 10:09

5 Smámynd: Eysteinn Ingólfsson

Jógvan í Evrovision á næsta ári, engin spurning og jafnvel Hara líka. Söngflokkurinn FarIcy í anda Icy hópsins og farice sæstrengsins.

Eysteinn Ingólfsson, 7.4.2007 kl. 10:56

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góð hugmynd Eysteinn... eða Jógvan og Guðbjörg, áhugaverður dúett

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2007 kl. 20:55

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tek undir ádrepuna um orðalagið "kominn til að vera" og biðst innilega afsökunar. Við Eiður vitum að enginn einn maður hefur haft meiri áhrif á málnotkun okkar en Emil Björnsson. Ég hef aldrei þekkt mann sem hafði jafn óbrigðula málkennd og fullkomið vald á íslenskri tungu og hann.

Ómar Ragnarsson, 8.4.2007 kl. 01:24

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Já ómar það er ekki að spyrja að því þegar frændur okkar eru annarsvegar, enda mjög gott fólk í alla staði. sammála öllum hjér að ofan.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.4.2007 kl. 23:13

9 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Já ómar það er ekki að spyrja að því þegar frændur okkar eru annarsvegar, enda mjög gott fólk í alla staði. sammála öllum hér að ofan.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.4.2007 kl. 23:13

10 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Já ómar það er ekki að spyrja að því þegar frændur okkar eru annarsvegar, enda mjög gott fólk í alla staði. sammála öllum hér að ofan.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.4.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband