0,02 % af tekjunum af ferðaþjónustunni.

Gistináttaskatturinn hefur skilað 0,02% af tekjunum af ferðaþjónustunni. Þessi örtala er lýsandi dæmi um þá þjóðarskömm sem er falin í vanrækslunni við helstu náttúruverðmæti Íslands sem hefur viðgengist hér í áratugi.

Gistináttagjaldið mun aldrei geta skilað nema broti af þeirri upphæð sem þarf til að verja náttúruperlur Íslands, enda er það að miklu leyti ranglátt, því að stór hluti þess er tekinn af fólki, sem er á leið frá landsbyggðinni til Reykjavíkur og er því hreinn landsbyggðarskattur sem er tekinn af alls óskyldum hlut.Náttúrupassi BNA

Náttúrupassinn, er í landi frelsisins Bandaríkjunum innheimtur af öllum sem koma í bandaríska þjóðgarða, sem eru allir í eigu hins opinbera.

Passinn ber áletrunina "proud partner", enda allir stoltir af því að leggja sinn skerf til varðveislu náttúruverðmætanna þar í landi og vel um verðmætin séð með því að þar sem á skortir að tekjurnar af passanum dugi, bætir ríkið því við sem til þarf.

En hér stefnir í að náttúrupassinn komist ekki í gegn á Alþingi og óvíst er um svonefnt plan B hjá ferðamálaráðherra muni komast í gegn og leysa málið.

Ástand þessara mála er þegar orðin hneisa fyrir okkur og til stórrar skammar.  


mbl.is 679,9 milljónir í gistináttaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Amerískur arkitekt sagði eitt sinn við mig að hann færi á netið til að leita að góðum lausnum. Hann ætlaði ekki að finna upp hjólið. Hann gat teiknað kirkjubyggingar í rómverskum stíl. Líka opinberar og flóknar byggingar sem fengu lof fyrir stíl og notagildi.

Þjóðgarðar Ameríku voru ekki sjálfsprottnir. Þeir urðu til í núverandi mynd eftir miklar umræður og ágreining. Fyrir fámenna þjóð er engin goðgá að taka það besta sem vel er gert frá Bandaríkjunum. Ameríkumenn hika ekki við að kaupa það besta af sprotamönnum hér og heimfæra á alþjóðlegan markað.

Hið góða við Þjóðgarða Ameríku er að maður fyllist lotningu og hrifningu strax við innganginn. Þjónustulund við gestina er einstök og náttúran fær þá virðingu sem hún á skilið.

Sigurður Antonsson, 13.4.2015 kl. 21:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt hjá þér, Sigurður. Strax við innganginn fær maður í hendur góða upplýsingabæklinga og sér mannvirki og þjónustu sem sýnir í hvað peningurinn fer. 

Hér á landi halda sumir hins vegar að hægt sé að rukka ferðafólk inn út á eitthvað, sem enginn sér, enda muni jafnvel taka einhver ár að framkvæma það sem peningarnir fara í. 

Ómar Ragnarsson, 13.4.2015 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband