Hinir ósnertanlegu úr tengslum við veruleikann.

Launahækkanir og háar arðgreiðslu til hæst launuðu stjórnarmanna og eigenda stórfyrirtækja eru eins og blaut tuska framan í launþega og almenning.

Fólk spyr: Hvernig geta þessi menn verið svona firrtir, að sjá ekki hvaða tjóni þetta geti valdið á viðkvæmasta tíma í vinnudeilum.

Svarið er einfalt: Þessir menn þurfa ekki að taka afleiðingunum, sem fremferði þeirra getur valdið fyrirtækjunum. Þeir vita að þeir bæði ákveða að sitja áfram og á hvaða kjörum þeir gera það og þeim virðist alveg sama um hag fyrirtækjanna þegar kemur að völdum, hagsmunum og gróðafíkn þeirra sjálfra.

Þeim virðist alveg skítsama um það þótt fyrirtæki þeirra og atvinnugreinin, sem hún er hluti af, geti skaðast á framferði þeirra, vegna þess að þeir eru "hinir ósnertnanlegu," "the untuchables."   


mbl.is „Lýsir bæði taktleysi og siðleysi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru ekkert meira úr tengslum við veruleikann en formenn stjórnarflokkanna, Sigmundur Davíð og Bjarni Ben.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.4.2015 kl. 20:03

2 identicon

Rausnarlegastir eru þó verkalýðsrekendurnir við sína sérvini.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/04/16/stjorn_v_s_fekk_75_prosent_haekkun/

ls (IP-tala skráð) 16.4.2015 kl. 20:06

3 identicon

Hluthafar ákveða laun stjórnarmanna og hverjir sitja í stjórn en ekki stjórnarmenn sjálfir. Stjórnarmenn eru ekki endilega hluthafar. Lífeyrissjóðir eru oft stórir hluthafar og krafa þeirra eru háar arðgreiðslur þó þeir nái því ekki að komast með tærnar þar sem ríkið hefur hælana.

Launahækkanir og háar arðgreiðslu til hæst launuðu stjórnarmanna og eigenda stórfyrirtækja eru eins og blaut tuska framan í launþega og almenning. Allir vilja hluta af kökunni þegar vel gengur. En minna fer fyrir óskum um þátttöku í rekstrarafkomu þegar illa gengur. Og ætíð er miðað við best reknu fyrirtækin og verst launaða fólkið. Allir eiga fá eins og þeir séu á lágmarkslaunum og fyrirtækin öll með tug milljarða í hagnað. Stjórnarmenn eru gagnslaust ofborgað skraut og afætur ef vel gengur en sökin er öll þeirra ef illa fer að ganga og tap verður á rekstri.

Gaman væri að sjá hver hækkun launa verkafólks hefur verið frá síðustu hækkunum til stjórna hinna ýmsu fyrirtækja. Og hvað arðgreiðslur séu há ávöxtun á eign hluthafanna samanborið við hæstu bankavexti.

Vagn (IP-tala skráð) 16.4.2015 kl. 20:50

4 identicon

það hlítur að hafa verið erfit að þurfa neita sér um ein lágmarkslaun lígt og mér skilst að ranveitg hafi gert senilega þarf hún að fara til rauðakrossins á morgun. ef hún meinti þettað átti hún að seigja sig úr stjórn. hún hefði betur slept þessu því nú er það fréttaefni.það er greinilegt að menn vilja ekki frið á vinnumarkaði. verður varla góð niðurstaða úr þessu   

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.4.2015 kl. 21:25

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gæti best trúað að Ómar Ragnarsson verði gráhærður út af þessu öllu saman.

Þorsteinn Briem, 16.4.2015 kl. 22:45

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 16.4.2015 kl. 23:29

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta reddast!"

Þorsteinn Briem, 16.4.2015 kl. 23:34

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 16.4.2015 kl. 23:35

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er náttúrulega kjánalegt að ætla að gera lífeyrissjóði að sökudólgi varðandi hluthafa og arð.

Lífeyrssjóðir sem slíkir geta alveg haft galla og á þá má deila án ef fyrir margt, - en það voru ekki þeir sem fundu upp hlutafélög og arð.  Lífeyrissjóðir eru bara einn partur sem er að sila inní ákveðnu kerfi.  Og það voru ekki líffeyrissjóðir sem skópu það kerfi.

Eg veit ekki hvaða kennslu fólk þarf sem heldur að lífeyrissjóðir hafi fundið upp kapítalismann og ný-frjálshyggjuna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.4.2015 kl. 23:50

10 identicon

Hvergi hef ég séð nokkurn mann halda því fram að lífeyrissjóðir hafi fundið eitt eða annað upp.  Hins vegar eiga þeir stóra og jafnvel stærstu hlutina (oft meirihluta samtals) í þeim fyrirtækjum sem hafa hæstu stjórnarlaunin og hækkað þau mest undanfarið.  Það eru hluthafar sem ákveða laun stjórnarmanna og engir aðrir.

Lífeyrissjóðirnir hafa því spilað stórt hlutverk í að hækka stjórnarlaun ýmissa fyrirtækja undanfarið.

Svo fara menn algerlega af hjörunum þegar fyrirtækið sem er með ein lægstu stjórnarlaunin (sérstaklega þegar miðað er við stærð) hækkar stjórnarlaunin í aðeins minna miklu minna en hjá hinum.

Þetta kallast á Íslensku hræsni!

Hins vegar má alveg segja að þetta leikrit hafi verið fyrirsjáanlegt og því hefði verið klókara að sleppa þessu núna.

ls (IP-tala skráð) 17.4.2015 kl. 09:33

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hárrétt, Is, þetta með klókindin, sem voru víðsfjarri af því að mennirnir lifðu í firringu frá því sem er að gerast. 

Ómar Ragnarsson, 17.4.2015 kl. 10:06

12 identicon

Ólafur Ragnar og Kim Jong-un saman í Rússlandi

Íslendingar sagðir hafa þegið boð frá Rússum um að taka þátt í hátíðarhöldum 9. maí – Rússar minnast „föðurlandsstríðsins“ mikla – Leiðtogar annarra Norðurlanda afþökkuðu boðið

Sig. Breik (IP-tala skráð) 17.4.2015 kl. 11:11

13 identicon

Magnús“ bjó við andlegt ofbeldi af hálfu eiginkonu sinnar í fimm ár. Hann segist hafa gert sér grein fyrir því smám saman að hann væri staddur í ofbeldissambandi. „Í raun kom þetta alveg aftan að mér. Ég bjóst aldrei við því að ég myndi lenda í einhverju svona.“ Þau kynntust seint á ævinni og gengu í hjónaband þegar Magnús var fimmtugur. Hjónabandinu lauk tíu árum síðar.

„Við unnum bæði sem verkstjórar þegar við kynntumst. Það segir kannski eitthvað um persónuleika okkar. Ég lærði samt fljótt að bæla niður alla ákveðni eða stjórnsemi sem ég kann að hafa haft í upphafi ...

Sig. Breik (IP-tala skráð) 17.4.2015 kl. 11:12

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta heitir að afvegaleið umræðuna og framsóknarmenn og sjallar eru mikið í.

Ok. hver er boðskaðurinn?  Jú, engir lífeyrissjóðir - og þá er bara allt í gúddý.

Það breytir auðvitað engu hvort lífeyrissjóður er hluthafi þarna eða einhver framsóknarsjóður.

Hitt er svo allt önnur umræða hvernig fyrirkomulag á lífeyri á að vera.  Kannski er bara best að hafa gegnumstreymissjóð.  Að þetta yrði bara greitt með skattinum og ríkið hefði umsjón.  Það má vel vera.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.4.2015 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband