Viðskiptaráð: Óánægjan með lægstu launin misskilningur!

Þegar banka- og græðgisbólan blés sem mest út 2007 ályktaði Viðskiptaráð að Ísland væri svo langt á undan öllum öðrum þjóðum í efnahags- og fjármálasnilli að til Norðurlandanna þyrftum við ekkert að sækja. 

Nú fullyrðir ráðið að kjör hinna lægst launuðu og barnafólks hafi batnað svo mikið síðustu ár að þeir sem berjist fyrir bættum kjörum þeirra "ali á óvild í sem mestum mæli."!

Samkvæmt þessu er allt tal um þðrf á að sækja fram til bættra kjara fyrir láglaunafólk og barnafólk byggð á rangfærslum og misskilningi! 


mbl.is Saka Samfylkinguna um rangfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar "fullyrðir ráðið að kjör hinna lægst launuðu og barnafólks hafi batnað svo mikið síðustu ár að þeir sem berjist fyrir bættum kjörum þeirra "ali á óvild í sem mestum mæli."!"?

Ráðið er einfaldlega að benda á, að Samfylkingin sé að ljúga um bilið í tekjumun.

Verðumn við ekki að slá saman í námskeið í lesskilningi fyrir þig, félagi Ómar?
Eða tengist lesskilningur nafninu Ómar?

Hilmar (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 19:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn telur það væntanlega hægrisinnað að hækka matarskattinn.

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 20:30

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 20:32

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Steini Briem, 3.1.2015

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 20:33

9 identicon

menn eru fljótir að gleima

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 22:09

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lestu það sem haft er eftir ráðinu, Hilmar. Þar er fullyrt að þeir lægst launuðu hafi dregið á hina hærri undanfarin ár og einnig að annað séu "rangfærslur" og að þeir sem haldið þeim fram "ali í á óánægju." 

Ómar Ragnarsson, 23.4.2015 kl. 03:54

11 identicon

Ómar, hvernig er þetta blessaða viðsktaráð skipað  ?

Þetta eru samtök atvinnulífsins !

Það er auðvitað ekkert að marka þessi orð þeirra !

Það sem er skelfilegast er að megnið af perónum viðskiptaráðs eru þar ekki fyrir sig, heldur er þar fólk sem gegnir störfum í fyrirtækjum sem síðan eru í eigu okkar í gegnum lífeyrissjóði !

Hvaðan fékk þetta fólk þennan hugsanagang ?

Jón (IP-tala skráð) 23.4.2015 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband