Lægra hér á mann en hjá 200 sinnum sinnum fjölmennari þjóð.

Bretar, 200 sinnum stærri þjóð en við Íslendingar, borga hærra útvarpsgjald á hvern mann en Íslendingar. Þó ætti hagkvæmni stærðar þjóðarinnar að nýtast Bretum, því að margt af kostnaði við útvarps- og sjónvarpsstöð er hinn sami eða svipaður hjá BBC og RUV, þrátt fyrir þennan gríðarlega stærðarmun.

BBC þarf til dæmis ekki 200 fréttastofur eða 200 gervihnattadiska. BBC þarf ekki að taka þátt í 200 Eurovisionkeppnum. Bretar leika ekki 200 sinnum fleiri landsleiki en Ísland eða taka þátt í 200 sinnum fleiri stórmótum. Útsendingartíminn hjá BBC er ekki 200 sinnum lengri en hjá RUV.  

Ríkisútvarpið hefur undanfarin misseri farið í gegnum rosalegar aðhalds- og samdráttaraðgerðir með stórfelldum uppsögnum starfsfólks og slíkum breytingum innanstokks til að þrengja rekstursumhverfið eins og unnt er til að mæta kröfunum um samdrátt, að Útvarpshúsið er víða eins og í hers höndum eftir loftárás.

Ég hygg að varla séu til dæmi um hliðstæðu.

Menntamálaráðherra hefur kannski fengið að ganga um húsið nýlega til að kynna sér afleiðingar samdráttarins og séð, að fyrir löngu var meira en nóg komið úr því að hann kveður loksins upp úr með það að hætta við frekari lækkun útvarpsgjaldsins.   


mbl.is Hættir við lækkun útvarpsgjalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband