"Virkjana-uglan" býður jöfn skipti: 55 megavött á móti 265 !

Einhvern tíma í æsku las ég dæmisöguna um það þegar tvö dýr rifust um ostbita, og ugla sagðist í sáttaskyni ætla að skipta ostbitanum á sanngjarnan hátt á milli þeirra. 

Uglan byrjaði á að skipta þannig að bitinn skiptist í misstóra parta, og var það dýr, sem átti að fá minnni partinn, óánægt með það, svo að uglan skipti að nýju með því að skera utan af stærri partinum og stinga afgangingum upp í sig.

Þá færðist óánægjan yfir á hitt dýrið, því að nú var partur þess orðinn rýrari en hins og bitinn einnig í heild orðinn smærri.

Uglan skar því utan af þeim bita og stakk afganginu upp í sig, en þá urðu hlutföllin ójöfn á hinn veginn.

Þannig hélt þetta áfram sitt á hvað þangað til aðeins var eftir lítill hluti af upprunalega bitanum.

Dýrin sem deildu um stóra upphaflega ostbitannn vildu þá þessar leifar til sín, en þá kvaðst uglan eiga eftir að skammta sér verkalaun og át þennan litla bita, svo að ekkert var eftir.

Ég gat þess fyrr í vetur hér á blogginu að hugsanlega væri hin mikla útþensla á kröfum Jóns Gunnarssonar og kó um fimm nýjar virkjanir og fjölgun í virkjanaflokki kænskubragð sem gerði kleyft síðar meir að sýna "örlæti og sanngirni og göfuglyndi" með því að bjóða málamiðlun um þau 320 megavött sem væru í pottinm stóra, sem fimm nýjar virkjanir væru í.Skrokkalda. Hágöngur.

Nú hefur komið í ljós að þessi spá var á rökum reist, því að nú býður Jón það fram sem "sátt" að sleppa Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun en fá hinar þrjár til virkjunar.

Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun myndu gefa 20 plús 35 megavött eða samtals 55 megavött.

En hinar virkjanirnar þrjár myndu gefa samtals 265 megavött. 265 á móti 55. 

Hvílík "málamiðlun"! 

Málið snýst hins vegar fyrst og fremst um það að taka ekki fram fyrir hendurnar á verkefnisstjórn rammaáætlunar og eyðileggja þannig það verklag. 

Skiptingarhugsun uglunnar hefur lifað góðu lífi alla tíð. Nú er búið að virkja um 30 stórar virkjanir á Íslandi, en talað um það sem málamiðlun að skipta restinni. 

Ef um einhverja málamiðlun ætti að vera ræða ætti núna að gefa náttúruverndarfólki kost á að velja sér 30 virkjanahugmyndir til verndunar. Þá myndu leikar standa 30-30 og hægt að setjast niður og skoða möguleika til skiptingar á því sem þá væri eftir. 

En að sjálfsögðu mun hin íslenska virkjanaugla ekki taka neitt slíkt í mál. 

 

 


mbl.is „Kalla þetta minnihlutaofbeldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2015:

"Raforkuframleiðsla hér á landi hefur nærri tvöfaldast á mann undanfarinn áratug.


Norðmenn eru ekki nema rúmir hálfdrættingar í raforkuframleiðslu á mann."

"Orkustofnun hefur tekið saman heildarraforkuframleiðsluna í fyrra og nam hún 18.120 gígavattstundum."

"Raforkuframleiðsla á hvern íbúa nam tæpum 56 megavattstundum í fyrra.

Árið 2004 nam hún tæpum 30 megavattstundum og aukningin nemur 90 prósentum.

Magnús Júlíusson verkfræðingur á Orkustofnun segir að Norðmenn komi næstir á eftir okkur en þeir hafi um 30 megavattsstundir á íbúa.

Stöðug aukning hefur verið síðustu áratugi. Mesta stökkið varð þegar Kárahnjúkavirkjun var tekin í gagnið í nóvemberlok 2007.

Heimilin nota aðeins fimm af hundraði rafmagnsins en stóriðjan 80 af hundraði."

Þorsteinn Briem, 5.6.2015 kl. 20:16

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.3.2014:

"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á  víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.

Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.

Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka
, meðal allra aldurshópa og um allt land."

Þorsteinn Briem, 5.6.2015 kl. 20:17

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Leggja á raflínur í jörð í stað heljarinnar raflínumastra úti um allar koppagrundir, sem spilla hér góðu útsýni til allra átta og er að sjálfsögðu mikils virði fyrir okkur Íslendinga almennt og ferðaþjónustuna, þann atvinnuveg sem skapar hér mestu útflutningsverðmætin.

Þorsteinn Briem, 5.6.2015 kl. 20:18

7 Smámynd: Már Elíson

me_by_the_harbour_in_chania_crete.jpg Það vantar upplýsingar um raflínur í jörð í Finnlandi, Steini. Þú kemur ekki nógu upplýstur af hælinu.

Már Elíson, 5.6.2015 kl. 21:34

8 identicon

Nýjar virkjanir eru ekki VANDAMÁLIÐ

heldur hvering við ætlum að nýta þessa AUÐLIND

mér væri sama um GULLFOSS

ef það bjargaði einu ÍSLENDINGI

frá GLÖTUN

Grímur (IP-tala skráð) 5.6.2015 kl. 22:00

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er þetta stóra "ef", "ef það bjargaði einum Íslendingi frá glötun."

Er það ekki svolítið langsótt von, að virkjun Gullfoss bjargaði mannslífi?

Hún hefði raunar kostað eitt mannslíf í upphafi, líf Sigríðar í Brattholti.  

Ómar Ragnarsson, 6.6.2015 kl. 08:32

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og Kárahnjúkavirkjun kostaði að minnsta kosti eitt mannslíf vegna virkjanaframkvæmdanna. 

Ómar Ragnarsson, 6.6.2015 kl. 08:34

11 Smámynd: Sigurður Antonsson

Skemmtilega við pistla Ómars eru spurningarnar sem hann veltir upp. Er vænlegra að sleppa Skrokköldu og Hagavatnsvirkjun, en virkja í neðrihluta Þjórsá? Er hálendið ósnortin auðlind og láglendið meira og minna spilt af athafnasemi mannsins? Er ekki ábyrðarhluti að virkja ekki neitt? Held að þetta snúist ekki um brellur heldur hvar við röskum minnst.

"Viðskiptamenn bíða í röðum eftir að kaupa orku." Ekki er það röksemd fyrir að virkja. Verðið og magnið yfir lengra tímabil skiptir máli þegar skapa á ný störf. 

Er auðveldara að skapa nýjum kynslóðum verkefni í ferðamannaþjónustu eða með sölu raforku? Eru aðkeyptir hlutir til framleiðslu meiri í ferðamennsku eða virkjunum? Hvaða verð fáum við fyrir afurðirnar? Verður miðhálendið dýrmætara eftir því sem við mengum meira. Spurningar eru margar sem fyrr.

Sigurður Antonsson, 7.6.2015 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband