Algeng hegðun í umferðinni.

"Frekjukallahegðunin" sem svo er nefnd en fer þó ekki alveg eftir kynjum, er áberandi í íslenskri umferð. 

Dæmi um það eru til dæmis þau vandkvæði sem eru á því að skipta um akrein eða að deila umferðinni jafnt þar sem tvær akreinar renna saman í eina. 

Það virðist vera almenn hugsun að sá bílstjórinn, sem aki mun hraðar, eigi forgang ef annar bílstjóri gerist svo djarfur að vilja koma yfir á akreinina, sem "frekjukallinn" hefur eignað sér. 

Þessi bílstjórar leggjast á flautuna ef einhver ætlar sér að komast inn í autt bil fyrir framan þá á hringtorgum, gatnamótum eða akreinum. 

Þeir telja sig eiga forgang þar sem tvær akreinar renna saman í eina, ef þeir eru á beinu akreininni, þótt hvítu örvarnar, sem eru á aðreininni séu alþjóðlegt merki um það að umferðin eigi að renna ljúflega saman í fyrirbæri, sem er kallað "rennilás" eða "tannhjól" og er sjálfsagt mál í öðrum löndum en ógn við "frekjukallana" hér. 

Eitt einkenni þeirra er það að þeir telja sig eiga heimtingu á að "gefa séns" þegar þeim dettur það í hug, þótt það kosti oft verulega truflun á umferðarflæðinu, því að þessir ökumenn geta látið sér detta þetta í hug hvar sem er.

Einn þeirra, bílstjóri á flutningabíl, hægði á sér og stöðvaði bílinn uppi við umferðareyju á Álfheimum hjá Glæsibæ, tvöfaldri umferðargötu með alls fjórum akreinum.

Næsti bílstjóri fyrir aftan hélt að bilun hefði orðið í flutningabílnum og færði sig því um set og ók fram með flutningabílnum, sem skyggði á svæðið, sem var vinstra megin fyrir framan hann. .

Þá kom í ljós að flutningabílstjórinn var að gefa konu með barnavagn og gangandi barn "séns", sem ætlaði að stytta sér leið yfir fjórfalda götu með umferðareyju, en var þó aðeins um 50 metra frá gangbraut, sem lá yfir götuna. Engin leið var fyrir næstu bílstjóra fyrir aftan flutningabílinn að sjá þessa fjölskyldu þarna á ferð á umferðareyjunni. 

Eftir þetta atvik hringdi flutningabílstjórinn nokkru síðar í ökumann bílsins, sem ók fram með honum, og hótaði honum öllu illu fyrir að hafa næstum því valdið slysi!

Hafði flutningabílstjórinn greinilega tekið niður númer hins bílsins og fundið símanúmer ökumannsins!   


mbl.is „Frekjukallahegðun“ á Snorrabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var greinilega fulltrúi góða fólksins sem hringdi.  Í fullum rétti að sjálfsögðu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.6.2015 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband