Gleðin víða í dag.

Á ferðalagi í dag um Reykjavík og Suðurland mátt sjá gleðina skína víða í morgun.

Í Vesturbænum aðstoðaði ég litskrúðugar ungar konur við að "gæsa" eina þeirra við mikinn fögnuð. 

Litskrúðugt og ljósklætt fólk mátti sjá á öllum götum í þessari Vesturbæjarferð minni og þegar "Menningarveisla Sólheima" hófst eftir hádegið fyrir austan, skein einskær gleði af hverju andliti enda logn og heiðríkja í kvosinni, þar sem Sóheimar eru.Sólheimar, kór.

Menningarveislan í tilefni af 85 ára afmæli Sólheima og 30 ára afmæli Íslandsgöngu Reynis Péturs Ingvarssonar býður upp á ýmsar mjög áhugaverðar sýningar á þessum einstæða stað, þar sem mannúð, mildi og jafnrétti eru í hávegum höfð og hin umhverfisvænu mannvirki og starfsemi öll vekja athygli víða um lönd. 

Hljómleikar í kirkjunni voru einkar gefandi og ánægjulegir.

Þar flutti um 20 manna hljómeyki heilmikla tónlistardagskrá með kórsöng, tvísöng og einsöng vistmannakórs við undirleik fyrsta flokks hljóðfæraleikara.

Afar áheyrilegur hljóðfæraleikur og eistök sönggleði söngfólksins heillaði áheyrendur. Sólheimar. Áhorfendur.

 

Við heimkomu eftir svona gefandi sumardag er heldur betur búið að safna orku á sálargeymana.    


mbl.is „Þetta er sönn gleði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband