Hvað, ef DV hefði ekki lekið?

Af umræðum um þrengingu gjaldeyrishafta á þingi í kvöld mátti ráða, að það hefði verið "lekafrétt" í DV á föstudagsmorgun, sem hefði valdið því að brugðist var með hraði við því að "lekinn" gæti tæknilega valdið eins konar hamfaraflóði fjár í gegnum "göt" á gjaldeyrishöftunum með því að halda sunnudagskvöldfund með einskonar örvæntingarhraði til þess að loka fyrir mögulegar undankomuleiðir í gegnum höftin.

Sú spurning vaknar hins vegar hvað hefði gerst, ef lekinn hefði ekki birst í DV.

Hefðu menn þá vaknað upp við vondan draum á morgun við það að gjaldeyririnn flæddi í gegnum hripleka gjaldeyrishaftastífluna?

Bjargaði DV málinu með því að láta ríkisstjórnina missa stjórn á atburðarásinni, eins og einn þingmaður orðaði það í kvöld?

Eða var það ótrúlegasta á seyði: DV fréttin látin leka út til þess að hægt væri að nota hana sem beitu til þess að fá þingmenn á fyrsta sunnudagsfund í sögu Alþingis? 

Já, hvað ef DV hefði ekki lekið málinu?: 

 

Hefði allt farganið farið í hnút

með fári í gjaldeyrissjóði  

og gjaldeyrislekinn lekið út

í leka-hamfaraflóði? 


mbl.is Frumvarpið samþykkt á 47 mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Oft á þingi orðaskak,
ekkert pínu ponsið,
á föstudegi Framsókn lak,
en fyllt var nú í sponsið.

Þorsteinn Briem, 8.6.2015 kl. 01:08

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Og hverjir eiga aftur DV??? Alveg rétt, Framsóknarmenn!

Erlingur Alfreð Jónsson, 8.6.2015 kl. 07:29

3 identicon

Nú er mér spurn: Var Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra búinn að láta ættinggja sína og vini vita hvað væri framundan? Eða ver Forætisráðherrann búinn að láta vini sína vita?   Er möguleiki fyrir Seðlabanka Íslands að kanna hvort eitthvað óeðlilegt hafi gerst í síðustu viku hjá hópi fjárfesta? Myndi fjármálaráðherra sleppa því að segja föður sínum frá???

thin (IP-tala skráð) 8.6.2015 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband