Löng leið frá því að "snjóhengjan" þótti flott.

Árið 2007 er orðið að eins konar einkennismerki fyrir það ástand bláeygrar trúar á óendanlega mikla möguleika okkar Íslendinga til auðsöfnunar, sem réði ríkjum hér í aðdraganda Hrunsins. 

Það þótti mikið og jákvætt hraustleikamerki "íslenska efnahagsundursins" að fjársterkir útlendingar vildu leggja mikið fjármagn inn í íslenskt efnahagslíf. 

Háir vextir og undrahátt gengi krónunnar voru talin hornsteinar hraðvaxandi velmegunar sem byggðist á traustri efnahagsstjórn.

Raddir um hætturnar vegna vaxandi innistæðna útlendinga, sem hefðu eiginleika snjóhengju, voru taldar úrtölur byggðar á bölsýni.

Í hönd fór hrun efnahagslífins þar sem Neyðarlögin 2008 frystu snjóhengjuna án þessa að fjarlægja hana. Vonir um að gjaldeyrishöftum mætti aflétta eins og með því að smella fingri reyndust óraunhæfar og framundan var löng leið baráttu við að hreinsa til í rústum Hrunsins og reisa efnahagslífið við.

Það var og er skiljanlegt, svo hrikalega stór sem vandinn hefur verið, að þetta viðfangsefni í hlutfalli við stærð hagkerfis landsins er einsdæmi. 

Ljóst var að drjúgur tími yrði að líða þar til kröfuhöfum yrði ljóst, að þeir gætu ekki vonast til að fá allt sitt til baka og yrðu á endanum að slá af þeim.

2012 tókst með lagasetningu að halda í horfinu en ennþá var seinfær leið framundan.

Nú hefur eftir margra ára vinnu tekist að marka þriðja áfangann og hann ekki lítinn á leiðinni til þess að komast út úr þessum mikla vanda án þess að misstíga sig og er það fagnaðarefni. 

Neyðarfundur Alþingis í gærkvöldi sýnir hve vandasöm þessi barátta er og að brýn nauðsyn er að vanda til verka án óðagots og gera engin mistök.      


mbl.is 1.200 milljarða króna vandi leystur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."

Þorsteinn Briem, 8.6.2015 kl. 22:35

5 identicon

Jamm, stjórn Framsóknar og Sjálfstæðis stigu í dag stór og mikilvæg skref fyrir Ísland. Maður sér og heyrir að stjórnarandstæðingum þykja þau ber súr, að viðurkenna það.

Víst verða næstu mánuðir og ár erfiðir fyrir úrtölufólkið, aðallega Samfylkinga, sem telja Ísland ónýtt, krónuna ónýta og ekkert að gera nema að munstra okkur sem evruþræla. Þetta fólk mun ekki þagna, hefur ekki vit á því. Það kemur til með að rifja upp allt vont sem það kennir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki um.

En einu heldur það áfram að gleyma, að Samfylkingin var 50% af hrunstjórninni, og sá um bankamálin.

Hilmar (IP-tala skráð) 8.6.2015 kl. 23:38

6 identicon

Hik lögfræðingsins sem situr í sæti fjármálaráðherra og undanbrögð þegar hann var spurður um lögmæti aðgerðanna og fögnuður kröfuhafa fær mann til að halda að kröfuhafar noti tækifærið til að koma sínum fjármunum úr landi og sæki svo það sem ríkisstjórnin tók til dómstóla.

Hábeinn (IP-tala skráð) 8.6.2015 kl. 23:41

7 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hókus pókus. Skattleggjum helvítin sem komu til að bjarga bönkunum. Það tók aðeins 47 mínútur á Alþingi að girða fyrir undankomuleiðir. Eftir marga vikna málþóf urðu allir sammála. Íslenska efnahagsundrið verður ekki til við afnám hafta eða með tilkomu nýrra skatta.

Þekki aðeins eitt íslenskt undur. Heilsuspilið: háan lífsaldur þjóðarinnar. Hitaveitan er að lengja aldur þjóðarinnar, hreinleikinn og hollur íslenskur matur. Sundlaugar og útivera. Skokkarar (fyrrum smalar og fjármenn ) og íþróttaiðkendur. Fjallaferðir og lífsnautnamenn út um allar koppagrundir.

Menn sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Fyrst verðum við að koma auga á lífsgæðin til að getað sýnt öðrum.

Vissulega varð til íslenskt efnahagsundur í heila öld, allt fram að Hruni. Frá torfkofum í velmegun. Upphituð steinhús og hár lífsaldur segir sína sögu.  

Sigurður Antonsson, 8.6.2015 kl. 23:50

8 identicon

Myndaniðurstaða fyrir muppet show characters

Guð blessi Steina Briem

Sig. Breik (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 14:53

9 identicon

Myndaniðurstaða fyrir dogs

Sig. Breik (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 14:56

10 identicon

Myndaniðurstaða fyrir dogs

Brosir hundur breitt til þín,

gríðalega tenntur,

þetta er þó ekki Steini Briem,

sem bíður hérna spenntur

Sig. Breik (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband