Beið Ármannshlaupið ósigur? Nei, búið að leiðrétta. Takk.

Sögnin að sigra er mjög ofnotuð í fréttum af íþróttum og að ástæðulausu, því að íslenskan á fleiri orð sem nota má. Segja má líka að menn vinni, beri sigurorð af eða hafi betur en keppinautarnir. 

Verra er að sögnin að sigra er notuð rangt, og málnotkunin ekki aðeins röng heldur órökrétt í ofanálag. 

Tökum einfalt dæmi.  

A keppir við B. Ef A sigrar B, bíður B ósigur fyrir A.  

Ef sagt er að Arnar og Andrea hafi sigrað Ármannshlaupið hefur Ármannshlaupið beðið ósigur fyrir Andreu og Ármanni.

En það er rökleysa. Þau unnu sigur í Ármannshlaupinu en sigruð ekki hlaupið heldur aðra keppendur. 

Ármannshlaupið beið ekki ósigur fyrir Arnari og Andreu.

 

P. S.  Rúmum stundarfjórðungi eftir að ofangreind athugasemd birtist breyttu blaðamenn mbl.is fyrirsögninni í "Arnar og Andrea unnu Ármannshlaupið. Snaggaralega gert og takk fyrir það.

Enn betra hefði þó verið að segja: Arnar og Andrea sigruðu í Ármannshlaupinu. Ég læt pistilinn standa vegna þess að það er alltaf verið að rugla á þennan hátt og það hefur gengið svo langt að einn söngvari hafi sigrað Eurovision, sem þýðir það að Eurovision eins og hún lagði sig beið ósigur fyrir einum manni.     


mbl.is Arnar og Andrea unnu Ármannshlaupið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband