Það sem fer upp hlýtur að koma aftur niður?

Það sem af er þessari öld hafa margir litið Kína öfundarauga vegna hins gríðarlega hagvaxtar, sem hefur verið margfalt meiri að magni til en þekkst hefur. 

Í Bandaríkjunum var lengi sagt, að það sem væri gott fyrir General Motors væri gott fyrir Bandaríkin. 2008 voru verksmiðjurnar í raun gjaldþrota en voru of stórar til þess að ráðlegt þætti að láta þær fara í gjaldþrot.

Já, stærðin skipti máli, og það sannaðist víðar, meðal annars hér á landi þar sem stærstu bílaumboðin þóttu of stór til þess að það væri hættandi á að láta þau fara í gjaldþrot. 

Fyrir aldarfjórðungi hefði sá maður varla verið talinn með öllum mjalla sem spáði því að Kína yrði stærsta bílaframleiðsluland heims innan 20 ára, en þannig fór það nú samt. 

Hvergi var eftirsóknin eftir hinum takmarkalausa hagvexti meira en í þessu fjölmennasta ríki heims og útþensla áhrifa Kínverja á flestum sviðum hefur verið mikil. 

"Það sem fer upp hlýtur að koma aftur niður" hefur stundum verið sagt, og heyrst hafa aðvörunarraddir varðandi hinn veldishlaðna hagvöxt Kína þess efnis, að ef eða þegar bólan springur gerist það með miklum afleiðingum um allan heim. 

Í heimi takmarkaðra auðlinda hlýtur það að gerast fyrr eða síðar á þessari öld, jafnvel fyrr en menn órar fyrir. 

 


mbl.is Samdráttur í fyrsta sinn í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta er allt að koma, gengið hér í Shanghai hækkaði um tæð 6% í dag.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.7.2015 kl. 12:17

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En þarf ekki meira en 20% í viðbót til að komast í fyrri hæð?

Ómar Ragnarsson, 9.7.2015 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband