Yfirburðir fjármagns og aðstöðu = Yfirburðir valds.

Peningar eru undirstöðuafl valdsins í nútíma þjóðfélögum, því að peningar búa til aðstöðu í stjórnkerfinu og þjóðfélaginu og saman gefa yfirburðir peninga og aðstöðu yfirburði í völdum. 

Viðskiptalíf og stjórnmál eru eitruð blanda og auðræðið í heiminum er sterkara en lýðræði og alræði til samans.

Sem dæmi á Íslandi má nefna yfirburði valds, fjármagns og aðstöðu fyrirtækja og stofnana gagnvart náttúruverndar- og umhverfisverndarsamtökum.

Ein borhola á jarðvarmasvæði kostar til dæmis að jafnaði um 500 milljónir króna eða tíu sinnum meira en sem nemur árlegri veltu náttúruverndarsamtaka.

Fyrirtækin og stofnanirnar, sem reka hernaðinn gegn landinu eins og Nóbelskáldið kallaði þetta fyrirbæri, velta tugum og jafnvel hundruðum milljarða króna á ári. 

Þau ráða líka umræðunni að miklu leyti og orðanotkuninni. 

Venjulegt fólk í náttúruverndarbaráttunni er kallað "atvinnumótmælendur sem geri ekkert annað" en forstjórar fyrirtækjanna og stofnananna sem standa að landsspjöllunum eru aldrei kallaðir "atvinnumeðmælendur" þótt þeir taki milljóna launa mánaðarlaun hver fyrir að halda uppi þrýstingi á æ meiri spjöll.  

Dómstólar hér á landi túlka Árósasáttmálann, sem hefur að höfuðinntaki að almannasamtök geti átt lögaðild að framkvæmdum, sem valda miklum umhverfisspjöllum, þannig að þau hafi enga lögaðild á sama tíma sem einstaklingar geta í formi eignar á landi átt lögaðild. 

Eitruð er blanda viðskiptalífs og stjórnmála, sem virkar og hefur áhrif á allt stjórnkerfið. 

Vissulega eru til undantekningar og mörg dæmi um að auðmenn reyni að nota fjármagnið til góðra verka.

En því miður er stjórnmálalífið gegnsýrt af peningalegum hagsmunum sem bjaga það og sýkir.

Nýjasta myndbirting valdsins er áframhaldandi sókn gegn þeim fjölmiðlum, sem ekki lúta stjórn handlangara valdsins.  Þessi sókn muldi undir sig DV og nú aðra fjölmiðla, sem eru keyptir upp með tilboðum, sem ekki er hægt að hafna. 

Blaðamönnum, sem þykja ekki makka að öllu leyti rétt, er skipulega ýtt í burtu með því að láta þá finna fyrir valdinu. 


mbl.is Fótspor ehf. hættir útgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru gífurlegar fjárhæðir í spilinu hjá þeim sem vilja tengja Ísland við raforkukerfi ESB með lagningu sæstrengs

Grímur (IP-tala skráð) 26.7.2015 kl. 01:16

2 identicon

Ég veit ekki hvaða andstæður þú ert að reyna að búa til hérna Ómar.  Vinstri menn hófu olíuleit og heimiluðu stóriðju á Bakka.  Til að lappa upp á ímyndina fóru þeir í einkennilega rasískt stríð við lúpínuna og gerðu afmælisdaginn þinn hátíðlegan.  Hún Sandra Bland var sko ekki að gráta gömlu miðlana.  Hún vissi að þetta var allt sama tóbakið.

https://www.youtube.com/watch?v=iwXGXVO6wNE

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.7.2015 kl. 10:07

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef aldrei dregið dul á það að vinstri menn voru samferða hægri mönnum í að gera skyldi Íslendinga að olíuþjóð. Og ég hef greint skilmerkilega frá því að vinstri menn stóðu með hægri mönnum að því að veita ívilnanir á Bakka. 

Ómar Ragnarsson, 26.7.2015 kl. 12:31

4 identicon

Og við sitjum uppi með "blaðamenn" sem hundelta fólk með hótunum um "fréttaflutning".  Þetta eru nú ekki merkilegir pappírar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.7.2015 kl. 14:02

5 identicon

Fyrirtækin og stofnanirnar, sem reka hernaðinn gegn landinu eins og Nóbelskáldið kallaði þetta fyrirbæri, velta tugum og jafnvel hundruðum milljarða króna á ári. Meðan samtök og einstaklingar sem reka hernað gegn atvinnustarfsemi, gjaldeyrisöflun og búsetu í landinu búa við rýran kost og grenja á styrki frá skattgreiðendum.

Dómstólar hér á landi túlka Árósasáttmálann, sem hefur að höfuðinntaki að almannasamtök geti átt lögaðild að framkvæmdum, sem valda miklum umhverfisspjöllum, þannig að saumaklúbbur í Breiðholti með áhuga á krosssaumi og baráttu gegn jarðvarma hafi enga lögaðild til að stöðva boranir í Grímsey á sama tíma sem einstaklingar geta í formi eignar á landi átt lögaðild.

Hábeinn (IP-tala skráð) 26.7.2015 kl. 17:28

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Maður spyr sig hvernig hægrimenn mundu láta ef svonefndir vinstrimenn ættu alla fjölmiðla.

Nú eiga hægrimenn nánast alla fjölmiðlana nema RUV.  Og RUV er undir næstum daglegum árásum úr þeirra ranni.

Þessir hægrimenn á Íslandi eru algjörlega að spila rassinn úr buxunum.  Þetta á eftir að enda illa hjá þeim.  Ofstæki þeirra er gríðarlegt.

Er nefnilega málið sko, og sagan sýnir það, að þegar svona ofstæki og útþennsla fer á skríð, - þá er ekki alltaf auðvelt að stoppa það.  Vindur uppá sig og getur endað með ósköpum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.7.2015 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband