Lyfjasérfræðingana á verðlaunapalla! ?

Fyrir mörgum árum sló ég því fram í gríni að stækka ætti verðlaunapalla á íþróttamótum til þess að með hverjum íþróttamannai, sem stigi upp á þá, fengi að vera lyfjasérfræðingur hvers og eins. 

Myndu þá allt að sex manns geta staðið á pöllunum við hverja afhendingu. 

Lyfjanotkun í íþrottum virðist geta verið svo margþætt og víðtæk að erfitt sé að sjá við henni, enda þöggunin eðlilega mikil. 

Frá fyrstu árum lyfjanotkunar hér á landi má sjá sláandi dæmi um alls endis óeðlilegar framfarir sums af helsta íþróttafólki okkar þá. 

Þar sem bein efnisleg sönnunargögn skortir hefur þetta legið í láginni í umræðunni hingað til, enda gildir um það meginregla réttarfars að sakborningar skoðast saklausir nema sekt þeirra sé sönnuð. 

En vandamálið og efinn hafa ekki fjarlægst með því nema að litlu leyti. 

 


mbl.is Stórfellt svindl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil

með spekingslegum svip og taka í nefið.

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,

því það er nefnilega vitlaust gefið.

 - Steinn Steinarr

Guðmundur Ásgeirsson, 2.8.2015 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband