Hinir litlu troðast stundum undir.

Nú liggur fyrir að Íslendingar kunni að þurfa að taka á sig miklu meiri fórnir vegna refsiaðgerða gegn Rússum en nokkur önnur þjóð. 

Ekki var við öðru að búast, því að þegar stórþjóðir og þjóðahópar sammælast um ýmsar aðgerðir eru hagsmunir hinna smæstu oft bornir fyrir borð. 

Þegar fyrri Icesave-samningurinn var á döfinni var ætlast til þess að hver íslenskur skattgreiðandi skyldi borga 25 sinnum meira en hver skattgreiðandi í Bretlandi og Hollandi.

Sem betur fór vann tíminn með okkur þá í því máli og þetta óréttlæti stóðst ekki.  

Þegar Bretar ætluðu að knésetja okkur 1952 með miklu verri aðgerðum en Rússar nú, komu Rússar okkur til hjálpar með því að kaupa fiskinn af okkur. 

Nú er spurningin hvort bandamenn okkar vestrænir muni koma okkur til aðstoðar á svipaðan hátt og Rússar forðum. 

Eða hvort við troðumst undir í þessu máli eins og þeir litlu gera oft þegar hamagangur er í gangi.  


mbl.is Bann Rússa þungt högg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Verst er að við erum viljandi að láta troða okkur undir.

Eða réttara sagt: alþingi er að láta troða okkur undir, vegna pólitískra hagsmuna sem eru þeirra en ekki almennings.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.8.2015 kl. 19:14

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott blogg, Ómar Ragnarsson.

Kveðja kristjan9

Kristján P. Gudmundsson, 13.8.2015 kl. 20:18

3 identicon

Ómar Ragnarsson sem fleiri virðast hafa gleymt því að Icesave var þjófnaður Landabankans á sparifé útlendinga, allt með stuðningi og velvild kjörinna fulltrúa innbyggja. Orðið "responsibility" er til á íslensku. Er það ekki? 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 20:18

4 identicon

Hjartanlega sammála

Hugsum sjálfstætt

Verum þjóð

Tökum ábyrgð á eigin ákvörðunum

Grímur (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 20:42

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Seinni heimsstyrjöldinni lifðu Íslendingar fyrst á breska hernum en þvínæst á þeim bandaríska fram á þessa öld.

Þáverandi utanríkisráðherra
, nú á jötu sægreifanna og kominn út í móa, grátbað bandaríska herinn um að vera hér áfram en allt kom fyrir ekki og sá undir iljarnar á hernum þegar hann fór héðan út um allar heimsins koppagrundir sumarið 2006 til að verja mann og annan.

Þá var hins vegar svo mikið "góðæri" í landinu að ráða varð tugi Pólverja, búsetta í Reykjavík, og greiða þeim 700 þúsund krónur á mánuði fyrir að pakka niður búslóðum bandaríska hersins á Miðnesheiði eins fljótt og auðið væri.

Lítils voru þá virði mörg og fögur íslensk tár sem féllu í Hvíta húsinu.

Þorsteinn Briem, 13.8.2015 kl. 21:11

6 Smámynd: Þorsteinn Briem


George W. Bush
og Davíð Oddsson í
Hvíta húsinu
í júlí 2004. Davíð var utanríkisráðherra frá 15.
september 2004 þar til Halldór Ásgrímsson
skipaði hann seðlabankastjóra ári síðar.

Þorsteinn Briem, 13.8.2015 kl. 21:12

7 Smámynd: Sigurður Antonsson

Íslendingar hafa miklu meiri hagsmuni af að styðja við lýðræðisumbætur í nágranaríkjum Rússlands en að auka sölu fiskafurða tímabundið. Gjaldeyristekjur Rússa hafa snar minnkað og það eitt hefur dregið úr innflutningi. Rússar voru bestu vinir Íslendinga meðan eiræðisöflin réðu. Eftir að Ísland tók að styðja Eystrasaltslöndin í sjálfstæðisbaráttunni breyttust viðhorfin. 

Sigurður Antonsson, 13.8.2015 kl. 21:13

9 identicon

Burtséð frá því að Davíð Oddsson var aldrei knæpufær (mellufær) í ensku þrátt fyrir að hafa verið í máladeild.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 21:20

10 identicon

Hvað með gasviðskpti evrópuþjóða við rússland Þjóðverjar hafa altaf haft þörf fyrir GAS,Til margvíslegra nota  .Þjóðverjar kaupa enn gas af Rússum

LSD (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 21:45

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er ekki alveg að skilja þessi gas-rök sem sjá má færð upp víða.

Það er ekkert ESB sem ákveður hvað Rússland gerir.  Rússland virðist hafa ákveðið að bojkotta fisk frá Íslandi en ætlar ekki að banna kjötinnflutning.

ESB ræður því ekkert.    

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.8.2015 kl. 22:08

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

50% of the government revenue of Russia comes from oil and gas.

68% of the total export revenues of Russia in 2013 came from oil and natural gas sales.

33% of these were crude oil exports, mostly to Europe.

Þorsteinn Briem, 13.8.2015 kl. 22:56

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The Ukraine crisis has no doubt fuelled this drop, as both the EU and Russia sought to reduce dependency on each other.

Gas is the main economic link between the two blocs, with the EU importing 27% of its gas needs from Russia, according to Eurogas, a trade group.

And the Ukraine crisis has only raised EU caution over reliability of Russia as a supplier.

At the same time, Moscow has turned towards new potential clients such as China for its gas sales."

Þorsteinn Briem, 13.8.2015 kl. 22:58

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég margbloggaði um á tíma Icesave málsins um ábyrgð okkar Íslendinga á því máli og hef engu gleymt um það. Menn ljómuðu hér heima yfir því að "peningarnir kæmu samstundis heim" úr útibúm Lb erlendis.

Ég hef líka bloggað um það að 40% af byggingarkostnaði Hörpunnar kom frá erlendum sparifjáreigendum, þeirra á meðal lífeyrissjóðum og auðtrúa fólki.   

Ómar Ragnarsson, 13.8.2015 kl. 23:03

16 identicon

Ómar, mínum orðum var ekki beint til þín. Þú ert heiðursmaður!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 23:08

17 Smámynd: Ívar Pálsson

ESB-lönd munu sannarlega ekki koma okkur til "hjálpar" úr þessari sjálfskipuðu klemmu, að kaupa makrílinn okkar sem þau vildu að væri 0-3% af heild en við tókum réttilega 17% og eru þó tvær milljónir tonna í okkar sjó núna. Við erum alveg ein í eyðimörkinni og stjórnin ákvað að hella vatninu í sandinn.

Ívar Pálsson, 13.8.2015 kl. 23:55

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandsríkin sætta sig við að íslensk fiskiskip fái um 12% af makrílkvótanum.

Hins vegar sætta Norðmenn sig ekki við það.


Og þeir eru helstu keppinautar okkar Íslendinga í sölu á sjávarafurðum.

Þorsteinn Briem, 14.8.2015 kl. 00:01

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

Þorsteinn Briem, 14.8.2015 kl. 00:07

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."

Þorsteinn Briem, 14.8.2015 kl. 00:08

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 14.8.2015 kl. 00:14

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2008 (fyrir Hrun):

"Við Íslend­ing­ar erum skuldug­asta þjóð í heimi og hrein­ar skuld­ir okk­ar eru rúm­ir 1.800 millj­arðar króna.

Þegar all­ar eign­ir hafa verið tekn­ar með í reikn­ing­inn og dregn­ar frá skuld­un­um er niðurstaðan sú að hvert manns­barn á Íslandi skuld­ar tæp­ar sex millj­ón­ir króna."

Íslendingar skulda mest í heimi

Þorsteinn Briem, 14.8.2015 kl. 00:36

24 identicon

þettað eru eðlileg viðbrögð russa. miðað við aðstæður. hvorki e.b.e né bna hafa sínt mikkla samkend híngað til hvervegna skildu þeir byrja núna. meiri líkur á að evrópubandalagið, reini að þrýsta á íslensk stjórnvöld um að samþykja nauðasamnínga um makrílin á þeirra forsendum. finnst það góðar fréttir að við skildum ekki svara russum í sömu myndsem þó væri freistandi 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 14.8.2015 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband