Af sem áður var.

Árið 2007 heyrði ég sögu af ungum hjónum, sem eftir að hafa orðið fyrir miklum þrýstingi af hálfu viðskiptabanka síns, fóru á stúfana og léku sér að því að taka meira en 30 milljón króna lán, hugsanlega 50 milljónir á núverandi verðlagi og þetta tók ekki nema rúma viku.

Þau keyptu stóra íbúð, miklu stærri en þau þurftu, amerískan pallbíl og áttu þá afgang til þess að kaupa ferð til Karabíska hafsins til þess að hvíla sig eftir erilsama viku!

Allt gekk þetta ljúflega í gegn vegna dagskipunar ofan frá í bankanum til þjónustufulltrúanna um að lána sem allra mest og fá í staðinn því meiri bónus vegna vel unninna starfa sem lánin voru stærri og fleiri.

Nú er eins og þetta hafi snúist við ef marka má ýmsar sögur af því hvernig ótrúlegasta fólk kemst ekki í gegnum greiðslumat, því sjálfu til mikillar undrunar. 

Það má með sanni segja, að auðræðið, lang sterkasta aflið í lífi þjóða heims, taki oft á lítt skiljanlegan hátt á sig margvíslegar myndir.


mbl.is Þingmaður stóðst varla greiðslumat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrjátíu milljóna króna lán tekið í ársbyrjun 2007 jafngildir nú um 49 milljóna króna láni, þar sem verðbólgan hér á Íslandi hefur frá þeim tíma verið um 62%.

Þorsteinn Briem, 10.9.2015 kl. 17:34

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 10.9.2015 kl. 17:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 10.9.2015 kl. 17:38

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árið 2014: Alls 760.

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árin 2006-2014: Alls 8.136.

Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar milli landa eftir kyni, ríkisfangi og landsvæðum 1986-2014

Þorsteinn Briem, 10.9.2015 kl. 17:48

5 identicon

Þessi ungu hjón 2007 geta eins hafa verið með margföld þingmannalaun. Og ekkert í pistlinum sem segir að vandræði hafi verið með greiðslur af láninu. Sagan er því um það að fólk eigi mis erfitt með að fá lán og það er í mikilli undrun og furðu kallað að auðræðið, lang sterkasta aflið í lífi þjóða heims, taki oft á lítt skiljanlegan hátt á sig margvíslegar myndir frekar en að aðstæður fólks séu mismunandi. 

Krafan í hruninu var að greiðslumatið yrði þannig að þó verðbólgan tæki stökk þá héldi fólk heimilunum. Tekið var fyrir 100% lán, lánsveð og ýmis brögð sem fólk notaði til að hækka greiðslumatið. Nú virðist fólk aftur vera á því að í lagi sé að taka sjensinn og miða lánin við það að ástandið haldist stöðugt næstu áratugina. Hefðu þær reglur sem unnið er eftir í dag verið fyrir hrun þá hefðu fáir misst heimili sín.

Getum við treyst því að ekki verði verðbólguskot á næstu áratugum? Á að leifa fólki að taka lán sem gætu auðveldlega kostað það heimilið fyrir fermingu fyrsta barns bregðist loðnuvertíð? Á að afnema öryggisbelta- og hjálmaskildu? Forræðishyggjan er snúið mál í frjálsu samfélagi.

Hábeinn (IP-tala skráð) 10.9.2015 kl. 17:48

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 10.9.2015 kl. 18:04

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hjónin, sem um ræðir, voru hvorki með miklar tekjur né eignir, enda fóru þau á hausinn í Hruninu. 

Ómar Ragnarsson, 10.9.2015 kl. 19:45

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sem betur fer var það lögfest árið 2013 sem skilyrði fyrir lánveitingum til neytenda að þeir hafi staðist greiðslumat. Einmitt til að fyrirbyggja að sögur eins og þær sem hér er sögð frá árinu 2007 og er langt frá því að vera einsdæmi, geti endurtekið sig í jafn stórum stíl í framtíðinni.

Afleiðingin er sú að nú fær enginn lán sem hann hefur ekki efni á. Sé þessari varnarlínu haldið og ekki leyft að höggva í hana, mun leiða til þess að bankar neyðist til að bjóða lán á viðráðanlegum kjörum, því annars geta þeir einfaldlega ekki lánað út. Banki sem getur ekki lánað út fer á hausinn, og þegar þeim er stillt þannig upp við vegg er augljóst að þeir munu frekar velja að lækka kostnaðinn heldur en að líða undir lok.

Svo hefur kvartað undan því að fólk sem er að borga svo og svo mikið í leigu standist ekki greiðslumat fyrir láni til kaupa á sama eða svipuðu húsnæði. Það segir einfaldlega til um að þá er viðkomandi fólk að borga allt of háa leigu! Fyrst hún er hærri en það ræður við að borga samkvæmt greiðslumati hlýtur það þá að vera að skera við nögl öll önnur lífsgæði á meðan.

Lausnin á þessu vandamáli er til ef einhver hefur áhuga á að hlusta á hana. Hún er sú að setja reglur um greiðslumat á leigusamninga líka, alveg eins og lánssamninga. Þá yrði ekki heldur hægt að krefja fólk um hærri leigu en það getur raunverulega greitt, og þeir sem vildu leigja út húsnæði myndu þá neyðast til að þurfa að gera það á viðráðanlegum kjörum fyrir almenning, rétt eins og lánveitendur. Það myndi færa leigjendur á sama stað og lántakendur hvað þetta varðar, og girða fyrir að bankarnir geti hrakið þá sem þeir hafa gert heimilislausa með nauðungarsölum út á leigumarkaðinn og haldið áfram að ræna það með því að leigja því sömu eignirnar og þeir rændu af því.

Greiðslumat er ekki vandamál, heldur eðlilegur hluti af lausninni, en til þess að sú lausn virki þarf hún hinsvegar að gilda jafnt fyrir alla. Allar undanþágur gera ekkert nema búa til glufur sem veikja vörnina.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2015 kl. 21:01

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú hafa verið gjaldeyrishöft hér á Íslandi í sjö ár.

Í fjórfrelsinu, sem á að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES), felast hins vegar frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsir fjármagnsflutningar og sameiginlegur vinnumarkaður.

Þar að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna í meðal annars félagsmálum og jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum.

Íslensk stjórnvöld verða því að aflétta gjaldeyrishöftunum eins fljótt og auðið er.

Á meðan
hér eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn hins vegar að töluverðu leyti stjórnað gengi íslensku krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.

Falli
hins vegar gengi krónunnar eftir að gjaldeyrishöftunum verður aflétt hækkar hér verð á innfluttum vörum, aðföngum og þjónustu, eins og margoft hefur gerst.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 10.9.2015 kl. 21:05

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér á Íslandi eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og margir Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að reyna að fá Íslendinga til að leggja fyrir og minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Þorsteinn Briem, 10.9.2015 kl. 21:06

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Steini. Á Wikipedia síðunni sem þú vísar til eru jöklabréf útskýrð þannig að þau séu skuldabréf í krónum gefin út af erlendum aðilum.

Getur þú útskýrt hvers vegna skuldir erlendra aðila í útlöndum eru eitthvað vandamál fyrir Íslendinga og íslenskt efnahagslíf?

Ef þú getur það eru verðlaun í boði.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2015 kl. 21:13

13 Smámynd: Már Elíson

Þögn....Eiginlega vandræðaleg þögn....Hvar er St....??

Már Elíson, 10.9.2015 kl. 21:36

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 10.9.2015 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband