Engin þjóðaratkvæðagreiðsla var í Þýskalandi á valdatíma nasista.

Hvernig væri nú að fara rétt með staðreyndir um þjóðaratkvæðagreiðslur og nasismann? 

Adolf Hitler komst til valda eftir þeirri aðferð, sem Páll Vilhjálmsson telur hina einu réttu, þ. e. með kosningu eftir reglum fulltrúalýðræðisins. Nasistar buðu fram í þingkosningum og notuðu annars vegar þingfylgi sitt með samningamakki og refskap og hins vegar ofbeldi og yfirgang utan þings til þess að ná völdum.   

Þannig fékk Hitler vald sitt, og þetta vald notaði hann við fyrsta mögulega tækifæri til að láta þingið setja neyðarlög sem færðu honum í raun einræðisvald, gerð hann að æviráðnum "Foringja" og útrýmdi lýðræði í landinu.

Engar þjóðaratkvæðagreiðslur voru í Þýskalandi allan valdatíma nasista né heldur í aðdraganda þeirrar valdatöku, og engin þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um Hitler sjálfan. 

Valdataka hans varð til í gegnum fulltrúalýðræðið.

Eina pólitíska atkvæðagreiðslan var í Saar-héraðinu 1935 um það hvort íbúarnir vildu hafa héraðið í Þýskalandi eða í Frakklandi.

Þetta hérað er svo örlítið brot af Þýskalandi að atkvæðagreiðslan þar snerti aðeins brot af þjóðarinnar.  

 

P.S. Fimbulfambið um böl þjóðaratkvæðagreiðslna heldur áfram hér á blogginu og fullyrt að þær valdi stjórnleysi hvar sem þær eru við hafðar.

Ekki er nefnt eitt einasta land í Evrópu þar sem slíkt ástand er og eru þó nokkur ríki í álfunni sem hafa ákvæði í stjórnarskrár sínum um þjóðaratkvæðagreiðslum, sem þykja þó með einna stöðugast stjórnarfarið.

Sviss er frægt fyrir atkvæðagreiðslur sínar en þó með eitthvert stöðugasta stjórnarfar sem þekkist á byggðu bóli.  Reglur um atkvæðagreiðslur eru strangar og fastmótaðar, þannig að það líða nokkur misseri eða jafnvel ár frá því að fyrst er farið af stað með þær þar til þær eru haldnar.   


mbl.is Of fráleitt til að móðgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sögukunnáttu sögukennarans í Garðabæ virðist heldur ábótavant. Eða beið hún lægri hlut fyrir persónulegri skoðun hans?

Sigurður Hrellir, 10.9.2015 kl. 20:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir "hægrimenn":

Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.

Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.

Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu flestum tilfellum í einkaeigu.

Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.

Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.

Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.

Þorsteinn Briem, 10.9.2015 kl. 21:11

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.11.2011:

"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.

Blái liturinn
táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"


Þorsteinn Briem, 10.9.2015 kl. 21:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."

Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í hnotskurn.

Þorsteinn Briem, 10.9.2015 kl. 21:14

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 10.9.2015 kl. 21:36

8 identicon

"Engar þjóðaratkvæðagreiðslur voru í Þýskalandi allan valdatíma nasista né heldur í aðdraganda þeirrar valdatöku, og engin þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um Hitler sjálfan." Þetta er að öllu leiti rangt.

Hitler notaði þjóðaratkvæðagreiðslur á mjög áhrifaríkan hátt og fór þar að fordæmi Napoleons. Fjórar þær helstu voru:  1933 um úrsögn Þjóðverja úr Þjóðabandalaginu og afvopnunarráðstefnunni. 1934 um sameiningu kanslara- og ríkisforsetaembættana og Hitler sem ríkisleiðtoga. 1936 um utanríkismálastefnu þýsku stjórnarinnar, Rínarlöndin. 1938 um innlimun Austurríkis í Þýskaland.

Þjóðaratkvæðagreiðslur og héraðsatkvæðagreiðslur Hitlers voru áhrifaríkt verkfæri til að viðhalda þeirri blekkingu að í Þýskalandi væri virkt og blómlegt lýðræði.

Hábeinn (IP-tala skráð) 10.9.2015 kl. 23:02

9 identicon

Hindenburg var þjóðkjörinn forseti. Hann greiddi götu Hitlers til valda enda var hann lítill aðdáandi Weimar lýðveldisins. Þjóðverjar hafa verið lítið gefnir fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur eftir stríð, man ekki eftir neinni nema e.t.v. í Saarlandi.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.9.2015 kl. 23:06

10 identicon

"Sviss er frægt fyrir atkvæðagreiðslur sínar en þó með eitthvert stöðugasta stjórnarfar sem þekkist á byggðu bóli.  Reglur um atkvæðagreiðslur eru strangar og fastmótaðar, þannig að það líða nokkur misseri eða jafnvel ár frá því að fyrst er farið af stað með þær þar til þær eru haldnar"    Og þingið er ekki bundið af þeim. Þær eru því frekar skoðanakönnun. Svissneska þingið hefur ekki alltaf farið eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna.

Hábeinn (IP-tala skráð) 10.9.2015 kl. 23:10

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2004:

"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."

"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."

"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.

Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."

Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940

Þorsteinn Briem, 10.9.2015 kl. 23:25

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá árinu 1944 til 2010 voru engar þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi, ekki einu sinni um aðild Íslands að NATO eða Evrópska efnahagssvæðinu, en frá árinu 1908 til 1944 voru hér sex þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 10.9.2015 kl. 23:35

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 10.9.2015 kl. 23:38

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er samt ekki aðalmálið.

Aðalmálið er, að svo virðist sem umtalsverður meirihluti þjóðarinnar vilji fá vald til að knýja fram þjóðaratkvæði.

Þetta hefur ítrekað komið fram bæði í könnunum og kosningum þar um.

Það að öfga-hægrimenn á 4.áratug hafi augljóslega misnotað þjóðaratkvæðagreiðslur breytir því ekkert að meirihluti íslensku þjóðar vill fá þannig lög að hægt sé að krefjast þjóðaratkvæðis.

Það er skrítið af mönnum sem sífellt hafa ,,þjóðarvilja" á sinni tungu, - að vilja svo ekkert hlýta þjóðarvilja þegar á reynir.

Þjóðin, - það er ég, sagði einhver í gamla daga og Páll er í raun að segja það enn í dag.

Spurningin með komandi þjóðaratkvæðisákvæði er náttúrulega:  Hversu rúmur réttur skal vera til að knýja fram þjóðaratkvæði.

Virðist vera ferli í gangi til að þrengja eins og hægt er að því atkvæði.  Því það er alveg spurning hvernig á að hafa ferlið og formið í kringum umrætt.

Mér segir svo hugur um að framsókn, sjallar og ÓRG komi málum svo fyrir að komandi þjóðaratkvæðisákvæði verði svo þröngt að það verði beisiklí óvirkt. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.9.2015 kl. 00:30

15 identicon

Þjóðaratkvæðagreiðsla um ýmis mál yrði bara spurning um hvað höfuðborgarsvæðið vildi, meirihlutinn. Á að leggja fé í Herjólf eða mislæg gatnamót á Miklubraut? Sundabraut eða göng fyrir austan? Flutningur starfa frá höfuðborgarsvæðinu eða til þess? Kvótaúthlutanir eftir íbúafjölda? Afnám lífeyrisbóta eða tekjuskatts? o.s.frv.

Pólitískur áhugi og samfélagsvitund flestra ristir grynnra en sérhagsmunagæslan hjá flestum sem ekki starfa af hugsjón í pólitík. Hugsjónafólkið reynir að taka ákvarðanir út frá langtíma hagsmunum heildarinnar. Almenningur tekur ákvarðanir út frá stundarhagsmunum einstaklinganna.

Það er ekki að ástæðulausu að konur fengu ekki kosningarétt í Swiss fyrr en 1971. Og þjóðaratkvæðagreiðslur gætu oft orðið spurning um hversu langt meirihlutinn vill ganga í að brjóta á minnihlutanum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 11.9.2015 kl. 02:24

16 identicon

Í flugvallarmálinu er landsbyggðin sammála höfuðborginni.  Fámennur hópur stjórnmálamanna ætlar hins vegar að henda flugvellinum án þess að hafa hugmynd um hvar ætti að pota honum niður annars staðar.  Það þarf enginn að segja mér að dæmið hafi verið reiknað til enda þegar endinn er hvergi í augsýn.  Samt böðlast menn áfram í nafni heildar og framtíðar.  Þverpólitísk samstaða bullukollanna - þ.m.t. Pírata - á kostnað almennings. 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.9.2015 kl. 09:05

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tal sjalla, framsóknar og ofsa-hægrimanna núna um vankanta þjóðaratkvæðagreiðslna er soldið sérstakt ef haft er í huga, - að nefndir aðilar sáu ekkert athugavert við þjóðaratkvæði þegar þeir töldu sig geta komið höggi á Jafnaðarstjórnina.

Núna vilja þeir hinsvegar helst banna þjóðaratkvæði eða hafa svo þröngt að það ákvæði yrði de faktó óvirkt.

Í raun voru framsjallar og forseti að misnota þjóðaratkvæði á tíma Jafnaðarstjórnarinnar.  Þetta var algjört lýðskrum og flestir sammála um það núna.

Ofansagt breytir því ekkert að margoft hefur komið fram að meirihluti kjósenda vill ákvæði um þjóðaratkvæði og þá hefur svo verið að skilja að meirihlutinn, þjóðin, vilji hafa þann rétt sem rúmastann.

Þetta hefur oft komið fram þróðbeint, beint og óbeint.

Spurja má hvort þessi krafa hafi ekki alltaf búið í íslenskum kjósendum alveg frá því uppúr 1900.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.9.2015 kl. 09:23

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. ofanlýt undirliggjandi krafa kjósenda um þjóðaratkvæði hefur oft verið svo áberandi, að ég hef stundum furðað mig á afhverju enginn flokkur hefur sett það í forgrunn kosningauppleggs.  Það hefði þýtt mikið fylgi.

Píratar fatta þetta bara núna.

Svo virðist vera, sýnist mér, að erfitt geti verið að reyna að hindra þessa kröfu.  Sést strax að hægri-menn eru lentir í mikinn vanda í málflutningi.  Þeir eru komnir í stríð við þjóðina. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.9.2015 kl. 09:26

19 identicon

Þjóðin þarf ekki annað en að horfa á Pírata í borginni til að fatta Pírata.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.9.2015 kl. 09:37

20 identicon

minnir reindar að athvæðagreiðslan um að saar héruðin hafi verið í samníngum frakka og þjóðvérja en ekki einhliða áhvörðun þjóðvérja. hitler var svosem eingin eingill enn ekki h<fði hann þíngmeirihluta þegar hann varð sameinaði embætinn. það má seigja að hann hafði pólutískt nef  vandræðin birjuðu ekki fyr en gamli kanslarin dó.  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 11.9.2015 kl. 10:47

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Talandi um þjóðaratkvæði og sona, að færð hafa verið talsvert sterk rök að því, að núverandi ákvæði í íslensku stjórnarskrá hafi haft til fyrirmyndar ákvæðið í stjórnarskrá Weimarlýðveldisins.

Vegna þess að Bjarni Ben eldri kom mikið að núvarandi stjórnarskrá og hann var einmitt menntaður í Weimar og hvort hann hafði ekki kynnt sér Weimar stjórnarskrá alveg sérstaklega.

Þetta var svona redding þetta ákvæði.

Enda átti alltaf að endurskoða stjórnarskrána.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.9.2015 kl. 10:54

22 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir yfirhalninguna, Ómar. Ég sagði ekki að Hitler hefði komist til valda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég sagði ekki heldur að píratar væru nasistar.

Hitt sagði ég að Rousseu, nasistar og Píratar vísa í hráan þjóðarvilja og vilja leiða hann fram.

Ég vek athygli á því að ákall um þjóðarvilja er iðulega gerður þegar upplausnarástand ríkir.  

Lýðræðisþjóðir með stöðugt stjórnarfar leita ekki uppi hráan þjóðarvilja, heldur fella þær stjórnarfar sitt að reglum þingræðis og fulltrúalýðræðis.

Páll Vilhjálmsson, 11.9.2015 kl. 13:40

23 identicon

Rosalega hefur þú mikinn sans fyrir hefðinni Páll.  Veistu kannski hvaða framsóknarmenn það eru sem bíða á hliðarlínunni og vilja búa til hótel úr spítalanum?

http://ruv.is/frett/sigmundur-vill-nyjan-spitala-fra-grunni

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.9.2015 kl. 14:15

24 Smámynd: Einar Karl

Einn er það sem hefur talað mjög hátíðlega um "þjóðarvilja" og lofað Ísland og Íslendinga fyrir að standa öðrum þjóðum fremur í því að fylgjaþeim vilja, en það er átrúnaðargoð Páls Vilhjálmssonar Ólafur Ragnar Grímsson.

Einar Karl, 11.9.2015 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband