Hliðstæða stórra fiskvinnslufyrirtækja.

Ferðaþjónustan er margslunginn atvinnuvegur sem Íslendingar eru í raun að kynnast til hlítar í fyrsta sinn. 

Þarfirnar eru misjafnar. Einstæð náttúra á víðernum landsins krefst friðunar og varðveislu ósnortins umhverfis með sem mestri kyrrð og friði. 

Á hinn bóginn er þörf fyrir góð og stór hótel og aðra aðstöðu og þæginda fyrir ferðamenn utan marka þjóðgarða og friðaðra svæða og sú þörf kemur nú í ljós þegar ferðamönnum hefur fjölgað jafn mikið og raun ber vitni. 

Muninum á góðum hótelum í byggð og einföldum fjallakofum og skálum í óbyggð má líkja við muninn á fullkomnum og stórum fiskvinnslustöðvum í grennd við myndarleg hafnarmannvirki annars vegar og einföldum og litlum mannvirkjum við smábátahafnir hins vegar.

Fara þarf að með mikilli gát í mannvirkjagerð, staðsetja þau í réttu og viðeigandi umhverfi og verður það vonandi gert á Brunasandi. 

Ferðaþjónustan er nú orðin stærsti atvinnuvegur landsins. Svo er að sjá sem sumir grípi þessa staðreynd alls ekki. Þannig nefndi formaður atvinnuveganefndar Alþingis aðeins sjávarútveginn og orkuiðnaðinn sem helstu auðlindir landsins í viðtali nýlega, rétt eins og ferðaþjónustan væri ekki til. 


mbl.is Risahótel á Brunasandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn halda því enn fram að það geti eingöngu verið útflutningur sem þeir geta kysst og kjassað, til að mynda þorskurinn.

Þorsteinn Briem, 11.9.2015 kl. 10:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn mærir sífellt ríkisfyrirtækið Landsvirkjun og Leifur Þorsteinsson hefur ásamt fjölmörgum sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu.

Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á Íslandi eru hins vegar einkafyrirtæki.

Þorsteinn Briem, 11.9.2015 kl. 10:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landsvirkjun er ríkisfyrirtæki og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja láta reisa hér á Íslandi erlendar verksmiðjur, svo stórar að enginn komist yfir þær nema fuglinn ljúgandi og taka verði með sér nesti þegar menn fara þar í ferðalög stafna á milli, eins og í sovéskum verksmiðjum.

Fasistar
sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju.

Þorsteinn Briem, 11.9.2015 kl. 10:31

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.5.2013:

"Þetta ætti að segja manni, sem vill kenna sig við hægristefnu eða markaðshyggju, að stóriðjustefna sé eitthvað sem hann á að láta eiga sig."

"Hvernig stendur á því, í ljósi alls þess sem að ofan greinir, að það hafa verið hægrimenn sem hafa barist fyrir stóriðju en vinstrimenn gegn henni?

Er þetta ekki allt saman einn stór misskilningur?
"

"Og ættu umhverfissinnar ekki að taka upp markaðshyggju sem vopn í sinni baráttu?"

Opið bréf til hægrimanna: Hættum stóriðjustefnunni - Ungir sjálfstæðismenn

Þorsteinn Briem, 11.9.2015 kl. 10:33

5 identicon

F U N H E I T  F R É T T!

Fjóla fjalldrottning hefur afalað sér kórónuni, eftir að hún sá lömbin koma af fjalli að loknu köldu sumri. "Bévítans eymingjar" sagði hún og segist axla ábyrgð á að hafa fært þeim fóðurbæti á fjöll upp, með engum árangri! Risasórir refir spranga nú hins vegar um afrétti. "Ég vissi ekki að tófur ætu fóðurbæti! Svo hef ég alltaf verið lúmskt hrifinn af Djeims Bond - lifur og létt dæet" slagorðinu" segir drottningin, sem ætlar að flytja inn til Stínu Plast.

- "Farið hefur fé betra" sagði Kalmann oddviti. Það kemur í ljós um áramót hvort hann meinti lömbin eða fjalldrottinguna.... kiss

Úr Hrepparígi, ársfjórðungsritit, aukablaði - óritskoðað

Stína Plast (IP-tala skráð) 11.9.2015 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband