"Reiðhjól á fullri ferð"

Á Degi íslenskrar náttúru er nauðsynlegt að "lyfta umræðunni á örlítið hærra plan" svo notuð sé fræg setning Nóbelskáldsins og horfa yfir sviðið á heimsvísu ekki síður en á landsvísu.

Íslensk náttúra er einstæð gersemi á heimsvísu og ómetanlega dýrmæt fyrir allt mannkynið, en hún er líka hluti af náttúru og lífríki jarðar, sem ógnað er af mannavöldum. 

Allt mannkynið andar að sér sameiginlegu andrúmslofti, sem þjóðir heims menga  nú með afdrifaríkum afleiðingum.

Á þessari öld verða óhjákvæmileg orkuskipti um allan heim, og því lengur sem dregið er að grípa til aðgerða, - því harkalegri verða vandamálin, sem við ætlum afkomendum okkar að takast á við.

Á 90 kílómetra hraða fyrir tæpum mánuði á reiðhjóli niður Botnastaðabrekkuna í átt að Bólstaðarhlíð eftir að hafa verið margar klukkustundir að basla á móti vindi upp brekkur og yfir tvo fjallvegi, sem þá voru að baki, byrjaði að gerjast hugmynd, sem nú er að komast í framkvæmd:   Stuðlag í anda séra Friðriks þar sem lífi og fjöri og stuði er teflt gegn viðfangsefnum sem virðast óframkvæmanleg til að uppfylla háleita drauma.

Hjólakeppnin mikla um hringveginn fyrr í sumar, afrek fjölda fólks, heillaði mig mjög og hafði hughrif, einkum það af hvaða krafti og bjartsýni það lagði af stað í þessa miklu þrekraun. 

Uppgjöf og aðgerðarleysi eru trygging fyrir því að ekkert verði gert og allt fari á versta hugsanlega veg.

Þess vegna er ekki annað í boði en að ráðast til atlögu við vandamálin af takmarkalítilli bjartsýni og eldmóði.

Á tímum net- og tölvusamskipta verður að horfast í augu við þann veruleika, að svona átak ber ekki fullan árangur nema að nota ítrustu samskiptatækni á alþjóðavettvangi til að koma boðskap á framfæri við sem flesta.

Þar með verður að sætta sig við það að nota það tungumál, sem mestum árangri skilar og nær til flestra, ensku.  Það er bara þannig. 

Þess vegna er textinn, sem hefur nú orðið til við sérstaklega samið lag, á ensku til að byrja með, en næsta verkefni er að gera við fyrsta tækifæri íslenskan texta um þetta efni við lagið.

Þetta er fyrsti texti á ensku sem ég geri, - af brýnni nauðsyn, og ég stefndi að því að klára hann fyrir Dag íslenskrar náttúru og birta hann þá. 

Í fyrradag söng ég textann inn við erlent lag sem "demo", en Vilhjálmur Guðjónsson sá um undirspilið með bakröddum til bráðabirgða. 

Reiðhjólin eru tákn aðgerðarinnar "Orkuskipti - koma svo!", sem hjólaferð frá Akureyri til Reykjavíkur var hluti af,  en í textanum víkkar sjónarhornið hratt og í lok hans hefur verkefnið allt á heimsvísu verið dregið fram i nokkurs konar ákalli til þeirra þriggja kynslóða á mismunandi aldri, sem nú byggja jörðina og verða að grípa til aðgerða: 

 

BICYCLES ON THE RUN. 

 

We are the generations that start cleaning up the Earth !

We are the generations that will give new vision birth

by spurting over obstacles up every slope and hill

with endurance and ever growing strength and faith and will ! 

 

Jibbíæó! Come on, let´s have fun !  

Jibbíæei! Come on, let´s have fun !

Bicycles on the run !

      

With power from new solar cells we ligth the brightest beam !

With power from our deepest hearts, because we have a dream !

By using all our wit and brain we sweep through storm and rain

to undertake enormous task, although it costs us pain !

 

Jibbíæó ! Daughter and son !  

Jibbíæei ! Come on, let´s have fun !

El-cycles on the run !

 

Across the ocean, over valleys, thundering through the sky

to promised land of love and peace our minds are flying high !

Let´s bring to every continent sustainable developement

here and there and everywhere up throught the atmosphere !

 

Jibbíæó! Father and mom !  

Jibbíæei!  Come on, let´s have fun !

El-cars are on the run !

 

We are the rangers, pledged to save the nature of the Earth ! 

We are the generations that will give its life new birth !

Let´s rinse the water, clean the air to give us healthy breath, 

fighting for environment against it´s bitter death !

 

Jíbbíæó! Come on, let´s have fun !  

Jibbíæei! Come on, let´s have fun !

Clean energy on the run !

 

Jibbíæó! El-cars on the run !  Jibbíæei! Solarcars on the run !

Jibbíæó! Love and peace on the run !  Jibbíæei!  Good food on the run !

Jibbíaó!  Good health on the run !   Jibbíæei!  Earth´s life on the run ! 

 

 

 


mbl.is „Ósmekklegt að rifja upp dauðsföll“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015-2020, júní 2015:

"Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur í samstarfi við verkfræðistofuna Mannvit unnið að því að endurskoða fyrstu hjólreiðaáætlun Reykjavíkur, sem tók gildi árið 2010.

Nú liggja fyrir drög að nýrri og endurbættri hjólreiðaáætlun fyrir 2015-2020, í tveimur hlutum, sem lögð verður fram til endanlegrar samþykktar í borgarráði í september og kynnt í Samgönguviku sem er 16.-22.september.

Markmið hjólreiðaáætlunarinnar er að styðja við auknar hjólreiðar á þann hátt að haldið verði áfram með uppbyggingu á heildstæðu hjólreiðastígakerfi, ásamt því að farið verði í aðgerðir sem miðast við að auka hvata til hjólreiða eins og, fjölgun reiðhjólastæða, merkingar á stígum, auka hjólreiðar barna og unglinga og þeirra sem hjóla til vinnu o.fl."

Þorsteinn Briem, 16.9.2015 kl. 01:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hjólavefsjáin er gagnvirkur vefur á vegum Ride The City sem sýnir borgarbúum á einfaldan hátt hvernig hjólafólk kemst frá A til B á sem fljótlegastan og öruggastan hátt.

Borgarbúar geta slegið inn upphafsstað og leiðarenda og vefurinn sýnir um leið fljótlegustu leiðina, öruggustu leiðina, vegalengd og ferðatíma.

Jón Gnarr borgarstjóri afhenti Open Street Map á Íslandi götugögn Reykjavíkurborgar án endurgjalds til að leiðavalið byggi á bestu upplýsingum hverju sinni."

Þorsteinn Briem, 16.9.2015 kl. 01:50

5 identicon

Ómar! Hjartans hamingjuóskir með daginn, lifðu heill!

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 09:43

6 identicon

Já, til hamingju með daginn Ómar og "Ómar for President!"

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 10:25

7 Smámynd: Morten Lange

Góð tilþríf, Ómar  !

Ég er sammála aðalhugsunin, en ekki að öllu leyti áherslur og leiðir. Þetta snýst ekki svona mikið um að skipta um tækni. (En rafmagnsreiðhjól eru að vísu mikill framför miðað við bæði dísel-, bensín- og rafmagnsbíla. )
Held að sagt sé E-bike frekar en El-bike. Og reyndar er kannski besta lausnin pedelec, sem eru flokkuð sem reiðhjól, og ekki skráningarskyld, ólíkt öflugri ragmagnsreiðhjól.

Minnst er á hjólaráðstefnu í fréttinni. Hún var haldin af frjálsum félagasamtökum : http://www.lhm.is/hjolum-til-framtidar-2015 í samstarfi við fjölda aðila, meðal annars Reykjavíkurborg.  Upptökur og glærur verða aðgengilegar og gögn frá fyrri ráðstefnum sannkallaður fjarsjóður sem ég mæli með að kíkja á :-)

Morten Lange, 24.9.2015 kl. 09:58

8 Smámynd: Morten Lange

Hef meiri á hjarta, en verð að taka það seinna. ( Ef kerfið er ekki búið að loka fyrir athugasemdir)

Morten Lange, 24.9.2015 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband