Jafnlöng refsing og batatími brotaþola?

"Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" var setning, sem átti að lýsa refsikerfi í fornöld. 

Þetta hefur samt þótt ófær aðferð við mat á refsingu á síðari öldum. 

En engu að síður kemur hún upp í hugann varðandi brot í keppni í íþróttum þegar ákveðið er um lengd keppnisbanns vegna brota, sem kippir leikmönnum úr keppni vikum og mánuðum saman.  

Væri það mjög óréttlátt ef hinn brotlegi yrði sjálfur látinn taka áhættuna af því að brjóta gróflega á keppninauti sínum með því að hann yrði dæmdur jafn lengi frá keppni og sá, sem hann braut gegn? 

 


mbl.is Líður illa yfir tæklingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi regl var upphaflega sett brotamanni til verndar; til asð tryggja það að refsingin yrði ekki miklu þungbærari en afleiðingar brotsins. Og nútímamenn eru vaxnir upp úr því að refsing sé hefnd, allflestir nema Bandaríkjamenn sem enn vilja réttlætinu fullnægt. Virkar sú stefna þeirra svo vel að hvergi á byggðu bóli situr hærri prósenta þjóðarinnar bak við lás og slá. Þó mætti kannski sætta sig við það ef þeir sem lausir eru léti þá vera að glæpast vegna þess að þeir sjái fyrir sér afleiðingar þess. En er það svo? Er bandarískt þjóðfélag glæpalaust?

Ætli grófum tæklingum myndi fækka ef menn færu almennt í jafnlangt leikbann og meiðslahlé þess ábrotna yrði? Þann dag sem tukthúslimum í BNA fer að fækka í beinni afleiðingu strangra refsinga fyrir brot þar munu strangar refsinga vegna grófra knattrána í knattspyrnu virka. En ekki fyrr.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 20:48

2 identicon

Verst að hann var ekki með boxhanska, þá værir þú ekki að pæla í refsingum en hugsaðir með spenningi til þess hvort þessum frábæra íþróttamanni tækist að brjóta tvo fætur í næsta leik.

Er það ekki ein réttlætingin á ofbeldisíþróttum þar sem keppendur enda margir hálf heiladauðir og vankaðir að fótbolti sé líka hættulegur? Er þetta þá ekki bara eftir bókinni og hið besta mál?

Vagn (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband