´´Hrein og endurnýjanleg orka."

Geislavirk efni safnast upp í fyrsta skipti á Íslandi, nánar  tiltekið í borholutoppum við Reykjanesvirkjun. Í frétt um málið er sérstaklega tekið fram að um "náttúruleg geislavirk efni" sé að ræða.

Sem sagt: Þrátt fyrir allt "náttúruleg" geislavirk efni, sem rímar vel á Degi íslenskrar náttúru.

Í áratug hefur mikið magn brennisteinsvetnis lagst frá Hellisheiðarvirkjun, svo að jafnvel hefur farið yfir svonefnd heilsuverndarmörk í austustu byggð höfuðborgarsvæðisins.

Rafeindatæki hafa skemmst og fallið á eðalmálma.

Arsen hefur fundist í Þingvallavatni undan suðurströnd þess, þar sem útfallsvatn frá Nesjavallavirkjun rennur frá henni til norðurs.

En áfram er sunginn söngurinn um "hreina og endurnýjanlega orku".  


mbl.is Geislavirkni finnst á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þegar þú prumpar gefur þú frá þér lofttegund sem er 20 sinnum virkari gróðurhúsalofttegund en koldíoxíðið sem bílarnir blása frá sér. Eplið í ískápnum þínum gefur frá sér blásýrugas, geislavirkni mælist í húsgögnum frá skandinavíu og kartöflur innihalda eitrið sólanín. Það er vandlifað þegar orðin nægja til að hræða.

Vagn (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 23:10

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.1.2013:

"Morgunútvarpið hefur fjallað um brennisteinsvetni í andrúmsloftinu i vikunni, það er að segja mengun frá Hellisheiðarvirkjun sem berst yfir íbúðabyggð - til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.

Mengunin getur valdið fólki óþægindum og til að mynda eru vísbendingar um að sala á astmalyfjum aukist í kjölfarið á mengunartoppum frá virkjuninni.

En brennisteinsvetni hefur áhrif á fleira og meðal annars er ýmiss konar tækjabúnaður viðkvæmur fyrir þessari mengun - til dæmis rekja tæknimenn í Útvarpshúsinu margvíslegar bilanir til mengunarinnar."

Brennisteinsvetni skemmir tæki

Þorsteinn Briem, 16.9.2015 kl. 23:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.1.2013:

"Ef geisla- og DVD-spilarar hætta skyndilega að virka og skruðningar heyrast í hljómflutningstækjum heimilisins má ef til vill rekja bilunina til brennisteinsmengunar.

Sama mengun veldur því að jólasilfrið hefur undanfarin ár verið ansi svart.

Brennisteinsmengun í andrúmslofti
hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu frá því að jarðvarmavirkjanir voru teknar í gagnið á Hellisheiði árið 2006.

Brennisteinsvetni myndar nýtt efnasamband þegar það kemst í snertingu við silfur þannig að það fellur á málminn."

"Algengt er að það sé ástæðan þegar komið er með biluð raftæki í viðgerð, segir Arnar Sigurður Hallgrímsson, rafeindavirki hjá Sjónvarpsmiðstöðinni."

"Arnar Sigurður segir dæmi um að fólk komi með sömu tækin aftur og aftur vegna þessa vandamáls."

Brennisteinsvetni skemmir hljómflutningstæki

Þorsteinn Briem, 16.9.2015 kl. 23:17

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.4.2013:

"Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis gaf út skýrslu í mars síðastliðnum um mælingar á brennisteinsvetni í Kópavogi.

Í niðurstöðu heilbrigðisnefndarinnar segir að vaxandi styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu áhyggjuefni en langtíma áhrif lágs styrks brennisteinsvetnis á heilsufar hafa lítið verið rannsökuð."

Kópavogur lýsir yfir áhyggjum af loftgæðum

Þorsteinn Briem, 16.9.2015 kl. 23:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.3.2012:

"Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýjanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði."

"Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska," segir Stefán og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg."

Þorsteinn Briem, 16.9.2015 kl. 23:21

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru geislavirk efni í ótal mörgu sem við kaupum, t.d. rafmagnstækjum, mælitækjum og fl. Við umgöngumst þessa hluti daglega allt okkar líf og engin talar um það, enda varla ástæða til.

Hræðslan við þetta er enn einn anginn af nútímasjúkdómi sem kallast vistkvíði og hefur heltekið sumt fólk, sérstaklega í velmegunarlöndunum svokölluðu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.9.2015 kl. 00:34

11 identicon

Þvaður Gunnar. mengunin er óásættanleg frá virkjun sem okkur var seld sem mengunarlaus.

GB (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 11:17

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kynntu þér málið, GB. Þetta eru alfa og beta geislar, ekki gamma geislar.

Auðvitað er sjálfsagt að fylgjast vel með þessu, enda í fyrsta sinn sem þetta finnst hér. Menn töldu að þetta finndist ekki hér á landi, en annað hefur s.s. komið í ljós.

"Alfa geislar eru helíumkjarnar og svo afllitlir að þeir komast ekki í gegn um þunnan pappír.


Beta geislarnir eru rafeindir og komast í gegn um pappír, en ekki plast, gler eða álplötur.

Gamma geislarnir eru orkumiklar fótónur sem erfitt er að stöðva nema með blýplötum. Það eru þessir geislar sem eru vandmeðfarnir.

Efnið í útfellingum í holutoppum áReykjaanesi geislar frá sér alfa og beta geislum, en ekki gamma." (Ágúst H. Bjarnason)

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.9.2015 kl. 12:26

13 identicon

Strangt til tekið þá skapar öll orkuöflun mengun og engin er endurnýjanleg. Þannig að það verður skilgreiningaratriði hvenær orkan er endurnýjanleg. Þarf uppsprettan að endast í 10 milljarða ára? Milljón? Þúsund? Hundrað? Fimmtíu? Og hversu lítil mengunin má vera til að kallast mengunarlaus. Milligramm á gígavatt? Megavatt? Kílóvatt?

Það er auðvelt að taka trúanlegar þjóðsögur þegar þær passa inn í sjálfskapaða þekkingu og sannfæringu. Þá verður aukaatriði að rannsóknir sýni aðra niðurstöðu. Þannig lifa rafmagnstæki í næsta nágrenni við uppsprettur hveramengunar góðu lífi, samkvæmt rannsóknum. En í tug kílómetra fjarlægð finnur fólk vott af lykt og rafmagnstækin leysast upp fyrir augunum á þeim, samkvæmt þjóðsögunni. Á einum vinnustað fór að bera á auknum veikindum og vildi fólk kenna um sendimastri sem símafyrirtæki hafði reist í nágrenninu. Þess var krafist að hið hættulega geislandi mastur yrði fært fjær vinnustaðnum. Það var ekki gert en hefði sennilega verið auðvelt, allavega auðveldara en hefði verið búið að leggja að því og tengja.

Vagn (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband