Ein af mörgum glæsilegum íslenskum konum

Á síðustu árum hef ég hvað eftir annað dáðst að því hve margar frambærilegar og glæsilegar íslenskar konur hafa komist til mannvirðinga og áhrifa.  Margar þeirra hafa sótt sér frama í sveitastjórnum og hrifið mig á mannfundum með skörulegum málflutningi.  Ingibjörg Þórðadóttir er ein af þessum glæsilegum konum sem komið hafa mér á óvart á mannamótum.  Í fyrirlestri í samkomu hjá starfsfólki RUV jós hún af gnægtarbrunni á sviði nútímafjölmiðlunar og naut þar mikillar reynslu sinnar í störfum sínum hjá BBC.  Nú hefur hún komist til enn meiri mannvirðingar og skal enga undra.  Í krefjandi viðfangsefnum okkar aldar er það helsta von mannkyns að fleiri glæsilegar og hæfileikaríkar konur geti lagt hönd á plóg við að leysa þau tröllvöxnu verkefni sem við blasa.


mbl.is Krafsar í fjölmiðlaglerþakið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Algjörlega sammála.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 23:33

2 identicon

Persónulega finnst mér það vera til minnkunar að kyn sé nefnt sérstaklega á nafn.

Hvers vegna er sífellt verið að minna á hinn sjálfsagða rétt kvenna að sinna störfum sem þær hafa í áratugum saman sinnt?

Að spjótum sé ekki beint að því óréttlæti sem bæði kynin verða fyrir í hinu daglega lífi er kannski vísbending um hver borgar launin?

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband