Mikið tjón ef gögn glatast. Þjófurinn er oft fórnarlamb.

Í morgun leit út fyrir að fyrir tilviljun hefðu verið samtímis í bakpoka mínum sem stolið var í Landsbankanum í gær, bæði svört lenovo tölva og stór grár tölvulykill með afrit af stórum kvikmynda- og bókahandritum auk ljósmynda og kvikmynda.

Þetta voru afar slæmar fréttir og þess vegna bloggaði ég um það.

Nú hefur komið í ljós að grái tölvulykillinn var ekki í pokanum.

En samt eru mikil gögn í tolvunni sem eru verðmæt og afrakstur mikillar vinnu, og þess vegna var óhjákvæmilegt að kæra stuldinn til lögreglu, því að annars er ekki heimilt að nota myndskeið úr öryggismyndavél bankans við að reyna að upplýsa málið og bjarga þessum miklu verðmætum.

Meðal þeirra er bókar- og kvikmyndahandrit af verkinu "Emmy, stríðið og jökullinn", sem að baki liggur margra ára vinna.

Því er skorað á þann, sem hefur þetta verðmæti undir höndum að koma því til mín, og mun ég þá fella málið niður. 

Á bak við þjófnaði liggur oft harmsaga, þar sem þjófurinn er fórnarlamb hins raunverulega þjófs. Þannig gæti legið í þjófnaði á bakpoka mínum í anddyri Landsbanka Íslands, sem greint er frá á facebook síðu minni í kvöld.

Ég var búinn að hjóla með bakpokann eftir borginni endilangri og það var kærkomið, að geta lagt hann frá sér örskamma stund. 

Það nöturlega við þennan þjófnað er, að ég var sérstaklega á varðbergi gagnvart hjólinu, sem ég var á, og stóð læst utan við útidyrnar, og bakpokanum, sem ég lagði þannig frá mér, að hvort tveggja, hjól og bakpoki, væri í sjónlínu þar sem ég beið eftir því að kæmi að mér hjá gjaldkera inni í bankanum.

Þegar kæmi að mér, ætlaði ég að setja bakpokann á mig á leið til gjaldkeras og frá honum að hjólinu.  

En þjófurinn nýtti sér örfá augnablik þar sem ég varð að ganga nokkur skref til að sjá hvar ég væri í röðinni í biðinni eftir að komast til gjaldkerans. 

Vitni á staðnum og öryggismyndavélar, öryggisvörður nálægt, - óvenju bíræfinn þjófnaður. En kannski djarfur vegna ástands þess sem tók þessa miklu áhættu.

Fyrir rúmum áratug var framinn enn bíræfnari þjófnaður þegar dýrri myndavél var stolið frá mér þar sem hún var inni í læstum bíl í læstri bílageymslu í kjallara Útvarpshússins! 

Var þetta óvenju bíræfinn þjófnaður, - nokkuð, sem átti ekki að geta gerst. 

Þjófurinn náðist með því að nota mynd af honum sem öryggismyndavél hússins nam.

Í ljós kom að hann var fíkniefnaneytandi, sem hafði farið í meðferð nokkrum misserum áður, en var nýfallinn úr himnaríki hins nýviðreista manns niður til heljar fíkninnar.

Hann fór með myndavélina til dópsalans síns og fékk greiddar skitnar 30 þúsund krónur fyrir hana, svona rétt fyrir næsta skammti og aðeins brot af virði ránsfengsins.

Hann þorði ekki fyrir sitt litla líf að segja til nafns dópsalans.

Ég hafði mikla samúð með þessum ógæfusama manni, örlögum hans og harmsögu, og ef hann hefði skilað mér ránsfengnum, hefði ég dregið kæruna til baka.

Sé svipað komið fyrir þeim sem tók bakpokann minn í dag, myndi ég bjóða hið sama, og hvernig sem aðstæðurnar kunna að vera, myndi ég ekki erfa þetta atvik við þann eða þá sem þarna voru að verki.

Einkum er það tölvan, tölvulykillinn fyrrnefndi og gögnin og skjölin í þeim, sem mikilvægt er að bjargað verði frá glötun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á bænum Reyni, sem stendur sunnan undir vesturodda Akrafjalls, bjó um árið 1700 einn frægasti sonur Akraness, Jón Hreggviðsson "snærisþjófur af Akranesi", einn kunnasti sakamaður landsins.

Jón var aðalpersónan í skáldverki Halldórs Laxness, Íslandsklukkunni."

Markaðs- og atvinnuskrifstofa Akraneskaupstaðar

Þorsteinn Briem, 3.10.2015 kl. 01:27

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gangi þér vel að ná ránsfengnum, keðja Sigurður Öryggisvörður Haga Smáralind.

Sigurður Haraldsson, 3.10.2015 kl. 08:30

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ómar

Ég vona að þér auðnist að endurheimta þessi verðmætu gögn, en í frásögn þinni hnaut ég um tvö atriði sem þú nefnir:

"Í ljós kom að hann var fíkniefnaneytandi, sem hafði farið í meðferð nokkrum misserum áður"

og

"Hann þorði ekki fyrir sitt litla líf að segja til nafns dópsalans"

Þessi tvö atriði leyfi ég mér að fullyrða að eigi við meirihluta afbrotamanna þeirra, sem gripnir eru hér á landi glóðvolgir og það virðist bara látið viðgangast, líkt og ekkert sé sjálfsagðra.

Mín skoðun er sú að við höfum ekki ráð á þessari endurteknu linku og sérstaklega er það engum til góðs - hvorki glæpamanni né fórnarlambi.

Það væri í raun og veru fallegt og rausnarlegt ef við (ríkið) byðum þeim er á þurfa að halda og vilja snúa við blaðinu, upp á sérhæfða meðferð við fíkninni, en þó undantekningalaust aðeins í eitt skipti.

Hvað seinna hornklofann varðar, þá er sú hefð varhugaverð sem virðist vera að skapast hjá lögreglu að taka þær skýringar góðar og gildar að smyglarar eða afbrotamenn þori ekki að segja til höfuðpaurs og nánast virða þeim það til vorkunar og refsilækkunar, í stað þess einmitt að herða og bæta í dóma þeirra er halda hlífiskildi yfir "undirheima foringjum"

Jónatan Karlsson, 3.10.2015 kl. 10:22

4 identicon

Ég vona að gögnin endurheimtist. Og þetta er þörf áminning um að taka öryggisafrit. Þó maður viti að það lágmarki tjónið við svona þjófnað eða bilanir þá er maður allt of kærulaus oft á tíðum. Maður fer samviskulega af stað en með tímanum líður alltaf lengra og lengra á milli. Svo skeður eitthvað og margra mánaða vinna, fjölskyldumyndir o.fl. hverfur. Ferlega fúlt.

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.10.2015 kl. 12:56

5 identicon

Mikið finnst mér fyrsta kommentið við þennan pistil a) glæsilega skrifaður og b) sérlega viðeigandi. Sérlega.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 3.10.2015 kl. 16:59

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert sem sagt ekki "Palli" núna, "Þorvaldur S".

Þorsteinn Briem, 3.10.2015 kl. 17:26

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvernig væri nú að þú skrifaðir hér undir þínu fulla nafni og kennitölu, fyrst þú ert hér aðallega í því að birta athugasemdir undir hinum og þessum "nöfnum" um hvað þér finnst um þá sem það gera, "Þorvaldur S"?!

Þorsteinn Briem, 3.10.2015 kl. 17:36

8 identicon

Palli?

Hvernig væri að þú drullaðist sjálfur til að skrifa undir nafni og kennitölu, "Steini Briem"?

Og sá víðáttuþvættingur að þú birtir eingöngu staðreyndir en ekki skoðanir eer nákvæmlega það; þvættingur. Val á svokölluðum staðreyndum birtir nákvæmlega skoðanir þess sem þær setur fram.

Svo má minna á að einhver sem kallar sig "Steina Briem", og kemur jafnan fram kennitölu- og nafnlaust, er sá eini sem eigandi þessarar bloggrásar hefur áminnt og hótað að setja út vegna ofuráherslu á að setja fram sem flestar "staðreyndir" í sem flestum póstum til að opinbera skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Eru þær flestar sama marki brenndar og sá úrtöluþvættingur að ég komi fram til að sverta "Steina" þennan undir ýmsum nöfnum.

Hvað kennitölubirtingu snertir hef ég lært að varhugavert er að setja svoleiðis fram til að ekki geti hvaða geðsjúklingur eður vitfirringur komið labbandi heim til mín og bankað upp á. Á slíkum er enginn hörgull, eins og dæmin sanna.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 3.10.2015 kl. 19:29

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrstu athugasemd undirritaðs hér að ofan vísaði ég til skrifa um einn frægasta íslenska þjófinn og hans harmsögu, "Þorvaldur S".

Þar að auki hef ég birt á minni fréttasíðu á Facebook þessa bloggfærslu Ómars Ragnarssonar nokkrum sinnum, svo og fréttir um þetta mál í fjölmiðlum.

Og það getur skipt miklu máli fyrir hann, þar sem þúsundir Íslendinga skoða þessa fréttasíðu undirritaðs og deila þaðan mörgum fréttum og bloggskrifum.

Þú hefur hins vegar ekki birt eitthvað um þennan þjófnað á þinni Facebook-síðu:

https://www.facebook.com/tobbo.thor?fref=ts

Hins vegar birtir þú hér alls kyns skæting í minn garð undir alls kyns "nöfnum" en ég birti hér fyrst og fremst staðreyndir undir eigin nafni, mynd og kennitölu, eins og allir geta séð.

Punktur.

Þorsteinn Briem, 3.10.2015 kl. 21:40

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem:

 

Steini Briem

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 3.10.2015 kl. 21:47

11 identicon

Steini þessi heldur sem sagt áfram þvættingi í minn garð án kennitölu; hvað hann telur guðlast og helgispjöll af hálfu annarra. Eða getur einhver séð kennitölu í því sem hann vísar til? Og heldur enn áfram að bulla um að ég hnýti í hann undir alls kyns nöfnum!! Nú, ef hann trúir því þá get ég svo sem ekkert gert til að hnekkja því, enda er það svo sem aðrir órar sem frá honum koma. Hins vegar veit þessi náungi, sem kallar sig Steina, glöggt hver ég er og sýnist þá kennitölukjaftæðið óþarft. Og enn þarf ekki að rekja fyrir skynsömum mönnum að val "staðreynda" birtir fyrst og fremst skoðanir þeirra sem "staðreyndirnar" velur. Alltént gætir Steini þessi þess vandlega að birta ekki aðrar "staðreyndir" en þær sem henta hans málstað. Er það út af fyrir sig skiljanlegt en lítið leggst fyrir sveitunga þeirra Gísla, Eiríks og Helga að gefa þar með í skyn að aðrar staðreyndir fyrirfinnist ekki og aðrar skoðanir en þær sem byggðar séu á vali hans á staðreyndum séu að engu hafandi.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 3.10.2015 kl. 22:34

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú mæli lög, Hábeinn.

Kunnáttumenn tjáðu mér fyrir tveimur árum að nauðsynlegt væri að taka tvö afrit af öllu sem geymt væri á tölvu og setja á harða diska.

Að vísu á ég enn afrit af mörgu en alls ekki nógu mörgu, og alls ekki nógu vel röðuðu og flokkuðu. 

Afleiðingarnar af tölvuþjófnaðinum eru þörf áminning.

Ómar Ragnarsson, 4.10.2015 kl. 00:26

13 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

ég er með afritunar og þjófavörn sem kallast Backblaze. Þeir bjóða uppá ef tölvunni er stolið að ræsa staðsetningu á henni. Einnig sem að gögn eru afrituð til þeirra og hægt að ná þeim þannig aftur ef þau tapast af einhverri ástæðu. Kostar $5 á tölvu.

Vefsíðan þeirra. https://www.backblaze.com/

Jón Frímann Jónsson, 4.10.2015 kl. 01:40

14 identicon

Í viðtali við rannsóknarlögreglumann fyrir nokkrum árum kom fram að þjófum vantar aðallega pening fyrir áfengi, tóbaki, apótekvörum og mat.

GB (IP-tala skráð) 4.10.2015 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband