Endalaus meðvirkni varðandi skussana í landbúnaði.

Síðan Alþingi ákvað á Þingvallafundi sínum 1974 að gefin skyldi "þjóðargjöf" til landgræðslu og uppbyggingar gróðurlendis á Íslandi svo að bætt yrði fyrir rányrkju og illa meðferð landsmanna á því, hafa farið fram ellefu Alþingiskosningar á Íslandi.

Þjóðargjöfin varð skammlíf og hafði étist upp á örfáum árum um 1980. Alla tíð síðan hefur verið haldið áfram að beita fé á ýmsa óbeitarhæfa afrétti.

Enn má sjá, meira en aldarfjórðungi eftir að sýndar voru myndir af hroðalega ofbitnum bújörðum, að sama ofbeitin og rányrkjan er við líði og ekkert hefur breyst.

Þegar komið var böndum á rányrkju á fiskistofnum með því að setja lög sem fólu í sér bæði hart eftirlit og heimildir til viðurlaga og framkvæmdar þeirra, var þvi alveg sleppt að Landgræðslan fengi heimildir til hliðstæðra aðgerða á landi.

Nú hefur komið fram að mikill meirihluti svínabænda fer ekki eftir lögum varðandi aðbúnað dýranna. En í stað þess að taka til hendi flytur landbúnaðarráðherra lofræðu um þessa bændur og er ekki hrifinn af því sjálfsagða framtaki Matvælastofnunar á upplýsingaöld að lofa vinnuveitendum sínum, þjóðinni, að sjá myndir af illum aðbúnaði dýranna.

Síðan Þjóðargjöfin var gefin 1974 hafa farið fram ellefu Alþingiskosningar án þess að neitt hafi gerst varðandi það að setja lög um það að hægt sé að beita viðurlögum varðandi rányrkju á landi og illa meðferð gróðurlendis.

Það bendir til þess að Jónas Kristjánsson hafi nokkuð til síns máls, að þjóðin sjálf beri ábyrgð á þessu eftir að hafa ellefu sinnum átt kost á því að kjósa Alþingi sem gripi til aðgerða en hafi í ekkert skiptið kosið aðra þingmenn en þá sem sýna endalausa meðvirkni hvað varðar það sem aflaga fer í landbúnaðinum.

Er það ekki bara slæmt hvað varðar það að skussarnir fái endalaust að halda áfram framferði sínu, heldur ekki síður gagnvart þeim mikla meirihluta bænda sem sýna ábyrgð og stunda sinn búskap með sóma.  

 

 


mbl.is „Birtum lista yfir skussana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekkert hugsandi yfir því Ómar, að svína og kjúklingabændur þurfa að takast á við stóraukna samkeppni við innflutning á sama tíma og þeir þurfa að endurnýja innréttingar til samræmis við nýjar og hertar reglugerðir, innréttingar sem þó voru settar upp á sínum tíma með löglegum hætti?

Að auki ekki búnir að jafna sig eftir mjög óábyrgt verkfall þeirra eftirlitsaðila sem nú er vitnað til í umræðunni um illa meðferð þeirra á dýrum.

Af hverju þessi skyndilega áhersla á dýravelferð á þessum búum?  

Ef frá er tekið að ný reglugerð býr til lögbrjóta úr þeim sem fór eftir þeirri gömlu, er þá eitthvað nýtt í dýravelferðarmálum sem kallar á allt þetta skussatal?

Hvað með öll þau hús sem eru orðin ólögleg ef miðað er við nýja byggingarreglugerð þó lögleg hafi verið þegar þau voru byggð?

Aðgengi fatlaðra, rýming við eldsvoða og svo maður tali nú ekki um blessuð börnin að tryggt sé að hægt sé að setja upp grindur við stiga svo þau rúlli nú ekki þar niður og jafnvel stórskaðist?

Eru þeir sem ekki krefjast þess að bætt sé úr strax, þá á móti fötluðum og börnum, jafnvel fötluðum börnum?

Ef menn reyna nú aðeins að draga hausinn út úr þessu dýraverndunarmoldviðri sem þjónar engum tilgangi öðrum en að afvegaleiða umræðu um aukinn innflutning á landbúnaðarafurðum, þá gætu þeir hugsanlega farið að ræða raunveruleikann í málinu. 

Hér er smá copy/paste (að hætti þaulsetins aðdáanda þessa bloggs) frá Jóni Bjarnasyni fyrrverandi ráðherra V.G. varðandi þau atriði sem ætti að vera að ræða en er ekki gert vegna þessarar "Think of the children"  https://en.wikipedia.org/wiki/Think_of_the_children umræðu sem m.a. þú Ómar glepst út í. Enda eitt af betur heppnuðu áróðurs og smjörklípubrögðum sem hefur sést hér lengi, þar sem sjálft ríkisútvarpið er hiklaust misnotað.

    http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/2040298/

Það er lágmarks krafa til íslenskra stjórnvalda að gerð sé fyrirfram úttekt á áhrifum slíkra milliríkjasamninga áður en þeir eru staðfestir:

Hvaða áhrifa hafa þessir samningar á kjötvinnslu og alla matvælavinnslu í landinu?

Hve mörg stöðrf eru í húfi ef innflutningur á unnum kjötvörum verður með þeim hætti sem samningurinn gerir ráð fyrir?

Hve mörg störf er raunhæft að  komi á móti þeim senm tapast?

Hvaða áhrif hefur þessi væntanlegi stóraukni innflutningur á viðskiptajöfnuð okkar við útlönd?

Vöruskiptahallinn fyrsta átta mánuði ársins nemur um 8 milljörðum króna.  Vöruskipti óhagstæð um 8 milljarða króna

Ekkert er í kortunum annað en sá vöruskiptahalli muni aukast.

Það er að leika sér að eldinum til framtíðar að kalla eftir auknum innflutningi á matvöru sem með góðu móti er hægt að framleiða hér á landi. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.10.2015 kl. 19:49

2 identicon

Við þetta má bæta spurningum eins og: Hvernig ætla menn að tryggja að velferð dýra sé fullnægjandi á þeim búum sem innflutta kjötið kemur frá?

Upplýsa neytendur um hættuna af salmonellu og kamfílóbakter mengun, sem er mun meiri víðast erlendis en hér?

Nú eða hættuna af vaxtaaukandi lyfjum sem enn eru sett í fóður víða erlendis þrátt fyrir nýtilkomnar reglur um annað?

Hvernig verður tryggt að verslunin noti ekki tækifærið til að "svína" á neytendum í kjölfar þess að hún drepur niður samkeppni frá innlendum aðilum í ljósi þess að hún hefur orðið uppvís að því að láta verðlækkanir frá svínabændum ekki ganga til neytenda?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.10.2015 kl. 20:02

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var kúarektor fyrir norðan fyrir 60 árum hjá fátækri frænku minni, einstæðri móður með tvö börn, sem neyddist til að hafa fjósið í afar óaðgengilegum kjallara undir íbúðarhúsinu.

Rafmagnið kom úr bæjarlæk og það þurfti að slökkva ljósin á íbúðarhæðinni til þess að hafa rafmagn fyrir mjaltavélina.

En þar voru gerðar kröfur um að mjólkin færi í fyrsta flokk og kröfur um þrif, rými og vellíðan fyrir blessaðar skepnunar sem æpa á þau ósköp, sem sjá mátti á myndum Matvælaeftirlitsins 60 árum síðar hjá þjóð sem er orðin ein sú ríkasta í heimi.

Ómar Ragnarsson, 13.10.2015 kl. 21:25

4 identicon

Það er nú kannski hægt að fara milliveginn.  Maður sér fréttir um pínulítil kaffihús sem þurfa samkvæmt gildandi reglugerðum að koma 11 vöskum fyrir í takmörkuðu rými til að uppfylla alla staðla um þrif og hreinlæti.  Reglugerðir sem henta margmilljóna þjóðum (og þó ekki) geta sligað minni þjóðir.  Það hentar kannski stærri þjóðunum og er örugglega leynt og ljóst markmið þeirra en minni þjóðirnar eiga ekki - og þurfa ekki - að fylgja þeim stærri í blindni.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.10.2015 kl. 08:58

5 identicon

reglugerð bætir ekki altaf aðbúnað dýra. oft sínist mér að fólk sem semur þær hafi ekki hundsvit á skepnum, altaf verið að troða meiri vinnu á matvælastofnun en hún fær ekki fjármagn til að filgja reglugerðini eftir. um hina frægu þjóðargjöf æá var hún svo villausasta aðgerð sem farið var útí strax fyrst árið eiðilögðust margir kílometrar af henni undir snjó kostaði morðfjár að halda henni við endaði með því að björgunarsveitir voru feingnar til að rífa leifarnar af henni hún þjónaði ekki tilgangi sínum var bara kosnaður fyrir ríkið. um ofbeit hvað er ofbeit ug hvað er upplástur og skógareiðíng vegna manna. hugsa að skógarhökk manna hafi meiri áhrif en svokkölluð ofbeit, leingst af voru afréttir ekki beittir en skógarhökk voru víða um leið skógar voru högnir minkaði vörn landsins fyrir veðri og vindi því var það besta fyrir landi að menn fóru að virkja þá þurftu menn ekki við í eldin  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 14.10.2015 kl. 09:20

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmiðlar eiga að sjálfsögðu ekki að halda hlífiskildi yfir dýraníðingum.

En að sjálfsögðu vilja búskussarnir það.

Þorsteinn Briem, 14.10.2015 kl. 16:00

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðvitað hefur Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og dýralæknir ekkert vit á landbúnaði.

Þorsteinn Briem, 14.10.2015 kl. 16:45

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.9.2015:

""Ég vona að það verði bara enginn óhress með þetta, að þetta séu tíðindi sem koma öllum til góða," sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í sjónvarpsfréttum um samning Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæma niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum."

Kemur bæði íslenskum bændum og neytendum til góða segir Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra um samning Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæma niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum

Þorsteinn Briem, 14.10.2015 kl. 16:54

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.9.2015:

"Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra telur það óboðlegt að svín líði fyrir úreltar framleiðsluaðferðir."

Þorsteinn Briem, 14.10.2015 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband