Hraðar breytingar, meðal annars vegna léttingar jökulsins?

Um síðustu aldamót spáðu íslenskir jarðfræðingar því að eldvirkni myndi aukast mjög undir Vatnajökli og nágrenni hans ef hann léttist hratt vegna hlýnunar loftslags.

Þeir byggja þessar spár meðal annars á því, að áætlað er að þegar stóri ísaldarjökullinn hvarf að mestu fyrir 11 þúsund árum, varð eldvirkni á svæðinu norðan jökulsins 30 sinnum meiri en vitað er um að hún hafi verið á undan og eftir.  Súkka á Bárðarbungu

Spáin hefur gengið eftir. Eldgos hafa orðið undir jöklinum eða við jaðar hans árin 1996, 1998, 2004, 2011 og 2014, alls fimm á 19 árum.

Auk þess virðist virkni vera að aukast í Skaftárkötlum og annar þeirra að stækka.

Ég man hvað Skaftárhlaupið 1970 þótti fréttnæmt og flaug Rúnar Gunnarsson, kvikmyndatökumaður Sjónvarpsins sérstaklega austur til að taka myndir af því úr lofti og af jörðu.

Síðan hafa hlaupin komið jafnt og þétt. Hlaupið 1995 var sérlega stórt og hlaupið nú næstum tvöfalt stærra.

Engin leið er að segja til um það hvort breytingarnar við Eystri Skaftárketil eru í samræmi við spár jarðfræðinga um aukna eldvirkni.

Ekki hefur orðið eldgos í kötlunum, sem fært hefur verið til bókar, en hver veit nema að þarna sé konin undir litla systir Grímsvatna.

En meðgöngutíminn fyrir fæðingu eldfjalls gæti orðið allt frá nokkrum árum upp í hundruð þúsunda ára.

Myndin að ofan er tekin í árlegum vorleiðangri Jöklarannsóknarfélagsins á Bárðarbungu 2009, en í hverjum leiðangri er hugað að Skaftárkötlum sem liggja á milli höfuðeldstöðvanna Grímsvatna og Bárðarbungu.

Horft er til norðvesturs yfir Vonarskarð í átt til Tungnafellsjökuls.   


mbl.is Ketillinn hefur stækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég er nú ekki viss um að þessi kenning eigi við enn sem komið er hvað sem síðar verður. Það hefur líka verið talað um að eldvirknistímabil hér á landi gangi yfir í lotum. Þannig var talsvert virknistímabil í Vatnajökli snemma á síðustu öld hér á landi og voru þeir þó stærri og þykkari en nú.

Grímsvötn gusu til dæmis ekkert næstu árutugina eftir gos 1938, þrátt fyrir hlýtt tímabil þá og jöklarýrnun.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.10.2015 kl. 20:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.11.2014:

"Nú er áætlað að heildarútblástur allra eldfjalla á jörðu sé um 300 milljón tonn af CO2 á ári (0,3 gígatonn). Gosið í Holuhrauni er því búið að losa meir en eitt prósent af árlegum skammti eldfjallanna.

Þá má velta fyrir sér hvort þetta sé mikið magn í samhengi við losun mannkyns af koltvíildi vegna bruna á olíu, kolum og jarðgasi.

Mannkynið losar um 35 gígatonn af CO2 á hverju ári. Til samanburðar losa eldfjöllin aðeins um eitt prósent af losun mannsins á ári hverju.

Þetta er vel þekkt staðreynd, en samt sem áður koma stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar oft fram með alvitlausar staðhæfingar um að eldgos dæli út miklu meira magni af koldíildi en mannkynið."

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 16.10.2015 kl. 22:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.4.2014:

"Höfn í Hornafirði stendur nú 15 sentímetrum hærra en árið 1997 og ástæðan er minna farg af bráðnandi jökulþekju.

"Áætlað er að þegar Vatnajökull hefur hopað allur muni land undir honum miðjum rísa um rúma 100 metra og allt að 20 metra við Höfn í Hornafirði.

Fargléttirinn við bráðnun jökulsins mun stórauka eldvirkni
, enda á kvikan þá greiðari leið upp á yfirborðið."

Þorsteinn Briem, 16.10.2015 kl. 22:16

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Talið er að suðurströnd Íslands hafi færst fjóra kílómetra suður í Kötluhlaupinu 1918.

Þá myndaðist Kötlutangi sem var syðsti punktur Íslands í nokkra áratugi, uns hafið hafði nagað hann burt og borið efnið vestur með ströndinni og meðal annars bætt vel í ströndina hjá Vík í Mýrdal.

Á landnámsöld
, og allt til 1179, var Hjörleifshöfði að minnsta kosti að hluta umlukinn sjó og fyrir vestan hann var Kerlingarfjörður, hin ágætasta höfn, sem fylltist í Kötluhlaupi árið 1179 (Höfðárhlaupi).

Þessi tvö litlu dæmi sýna hve mikilvirk jökulhlaupin eru í því að mynda sandana á Suðurlandi — Kötluhlaup, Skaftárhlaup, Skeiðarárhlaup — en Katla hefur stundum hlaupið undan Sólheimajökli og myndað þannig Skógasand og Sólheimasand, auk þess sem hún hefur hlaupið niður í Þórsmörk og þannig lagt til aura Markarfljóts.

Þar fyrir utan bera jökulárnar kynstur af framburði til sjávar ár og síð
, frá Hvítá í vestri til Jökulsár í Lóni í austri."

Vísindavefurinn - Hvers vegna er suðurströnd Íslands sandströnd eða sandeyrar frá Djúpavogi að Þorlákshöfn?

Þorsteinn Briem, 16.10.2015 kl. 22:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 16.10.2015 kl. 22:27

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér er verið að fjalla um meginlínur, ekki sveiflur í tíðni eldstöðva eins og Grímsvatna, sem kemur í bylgjum. Á árunum 1996 til 2014 hefur samt gosið meira í og við jökulinn en alla 20. öldina fram til 1996.

Ómar Ragnarsson, 17.10.2015 kl. 02:36

7 identicon

ef fargið léttistá vatnajökli eikst líkur á elgosum. skilt að höfna hafi hækkað um 15.sm.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 17.10.2015 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband