Margar hliðstæður í flugsögunni. Til dæmis Comet.

Allt frá upphafi flugsins hafa orðið óhöpp og slys vegna þess að flugvélar eða einstakir hlutar þeirra hafa liðast í sundur eða brotnað.

Stundum hefur verið um hönnunargalla að ræða, stundum mistök í viðhaldi og stundum hefur verið sett of mikið álag á einstaka flugvélarhluta.

Dæmi um hið síðastnefnda var þegar tímamótaflugvélin Beechcraft Bonanza V35 reyndist vera með mjög lúmskan galla varðandi álag á hið fræga V-laga stél hennar.

Hann olli því að smám saman fór að fjölga atvikum þegar stélið gaf sig og datt af svo að vélin varð stjórnlaus.

Í flugi getur komið fyrir að því er hagað þannig að álag á einstaka hluta vélannar verði meira en vélin er hönnuð til að þola.

Ef margir fljúga viðkomandi vélum vitnast oft ekki um þessi einstöku atvik sem á endanum geta leitt til þess að vélarhlutarnir gefa sig.

Þetta var lagað á Bonanza-vélunum með því að styrkja stélið og hafa með því reglulegt eftirlit.

Í upphafi þotualdar í farþegaflugi urðu stórslys, sem töfðu þróun þess flugs um nokkur ár, en það var þegar fyrstu farþegaþoturnar í áætlunarflugi, sem voru af Comet-gerð, fórust ein af annarri af afar dularfullum orsökum.

Það var ekki fyrr en hægt var að ná flaki einnar þeirra upp af hafsbotni við eyjuna Elbu í Miðjarðarhafi sem með langvinnum tímamótatilraunum tókst að komasta að því, að vegna málmþreytu í skrokk vélarinnar myndaðist í þeim brestur á flugi, þegar skrokkurinn þandist út vegna minnkandi loftþrýstings utan vélarinnar, og það þurfti ekki nema þennan eina brest í samskeytum ofan á skrokknum til þess að skrokkurinn splundraðist.

Mannskætt flugslys varð við Japan hér um árið þegar mistök við viðgerð aftast á skrokknum leiddu til þess að smám saman myndaðist þar veikleiki, sem á endanum varð til þess að þar varð brestur og ekki vær hægt að hafa nægilega stjórn á þotunni.

Í svona tilfellum leiðir rannsókn oftast til þess að komist er að orsök slyssins.

En það getur stundum tekið langan tíma eins og í fyrstu farþegaþotuslysunum, þegar marga mánuði tók að raða skrokknum saman og setja heila skrokka í langvinnt þrýstipróf þar sem líkt var eftir álaginu á skrokkinn í hvert skipti sem þotan varð fyrir áhrifum loftsþrýstingsbreytingarinnar, sem fylgir því að fljúga allt frá jörðu upp í 30 þúsund feta hæð og síðan niður aftur.

Comet-þoturnar fórust þegar þær voru komnar í farflugshæð eða því sem næst.

Kannski er slysið yfir Sínaí-skaga af svipuðum toga.   


mbl.is Gert að senda Airbus í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Veiki hlekkurinn í Comet vélinni voru nýstárlegir ferhyrndir gluggar. Sprungur mynduðust út frá hornum þeirra.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2015 kl. 19:15

2 identicon

Það er líka flugslysið sem varð árið 1991 - Nigeria Airways Flight 2120, sem fuðraði eiginlega upp - https://en.wikipedia.org/wiki/Nigeria_Airways_Flight_2120

Margret Th (IP-tala skráð) 2.11.2015 kl. 08:51

3 identicon

Fiber festingarnar á stéli Airbus eiga að vera feiki sterkar en hafa þó gefið sig. Eitt sinn hjá stressuðum aðstoðarflugmanni sem ofstýrði vélinni þannig að lóðrétta stélið fór af og vélin hrapaði.  Einnig geta og hafa komið fram veikleikar í festingunum (delaminate) slíkt gæti farið framhjá eftirliti ef það er lélegt. 

Líklegt er þó af fréttum að eitthvað hafi gert aðstæður óbærilegar um borð og því hafi vélin verið látin lækka flugið afar hratt. Hugsanlega hefur hún splundrast einfaldlega vegna of mikils hraða. 

Skýringin kemur næstum örugglega í ljós ef ekki verður fiktað í rannsókninni af pólitískum öflum. Mjög ótrúverðar yfirlýsingar í gangi hjá flugfélaginu að ekki komi til að um bilun hafi verið að ræða. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.11.2015 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband