Var það líka "óðs manns æði" í Osló?

Það má deila um hvar eigi að reisa nýjan Landsspítala. Fyrir mörgum árum var byrjað að færa rök fyrir því á þessari bloggsíðu að því að það ætti frekar að reisa hann á stað, þar sem hægt væri að reisa hann nánast allan í heilu lagi frá grunni en ekki að stunda "bútasaum."

En sennilega er komið fram yfir þann tímapunkt sem hægt er að snúa við og þá er aðalatriðið að halda sig við það að spítalinn sé á einum stað, hvar sem hann er.

Sem dæmi um óhagræðið af núverandi óreiðu er að farnar eru 100 bílferðir á dag á milli Borgarspílans og Landsspítalans, en það gerir 36 þúsund ferðir á ári.  

Hvað snertir fyrirmynd að fyrirmyndarspítala er einkum tekið mið af sjúkrahúsinu í Osló sem ku vera hið besta í Evrópu og var reist frá grunni að undanskilinni einni lítilli frístandandi byggingu rétt hjá spítalanum.

En Norðmönnum þótti það aldrei "óðs manns æði" að reisa sinn frábæra spítala á einum stað, heldur var einn heilsteyptur, haganlega og vel skipulagður spítali forsendan fyrir því.


mbl.is „Óðs manns æði“ sé allt á sama stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumir hafa misst vatnið á fæðingardeild Framsóknarflokksins út af því að flugvöllur verði ekki skammt frá Landspítalanum við Hringbraut.

En sumum, til að mynda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Ómari Ragnarssyni, finnst hins vegar allt í lagi að færa Landspítalann frá flugvellinum á Vatnsmýrarsvæðinu á annan stað á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008 var hægt að reisa nýtt og stórt sjúkrahús á Landspítalalóðinni við Hringbraut og lóðin hefur ekki minnkað eftir Hrunið.

Steini Briem, 16.8.2015

Þorsteinn Briem, 1.11.2015 kl. 18:29

2 identicon

Sæll Ómar.

Óðs manns æði er það að byggja nýjan Landspítala;
þeir duga fermetrarnir sem fyrir eru til verkfalla.

Nær væri að stofna sjóð fyrir þá peninga sem ætlaðir
eru í þá firru og greiða reglulega úr þeim sjóði
næstu 10 árin í von um að stofnun þessi geti starfað
skammlaust.

Húsari. (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband