Kústurinn, - þarfasti þjónninn.

"Upp með kústinn og þurrkurnar" gæti verið slagorð daga eins og dagsins í dag. Kústurinn er lykilverkfæri. Það er svona tíu sinnum fljótlegra að hreinsa allan snjó af bílnum með honum en með sköfu.Snjómokstur

Þar að auki er hægt að sópa snjó á mjög fljótvirkan hátt af þeirri leið sem maður gengur að bílnum og í kringum hann.

Kústurinn er bæði fljótvirkari og fer betur með bakið en skófla.

Myndirnar hér á síðunni eru teknar á stuttri kvöldstund, líkast til um tíu mínútum. Snjóhreinsun, gangstígur

Fyrst er að sópa frá útidyrum í báðar áttir og að bílnum og umhverfis hann, þannig aða maður geti verið á venjulegum skóm án þess að vaða snjó og verða blautur.

Útidyrnar þarna eru nýtískulegar, opnast sjálfar, en hönnuðirnir reiknuðu ekki með íslenskum aðstæðum þar sem snjó skefur inn í farið í hríðarvindi og dyrnar hætta að virka eða opnast og lokast á víxl. Snjóhreinsun, kústur og þurrkur

Það er miklu léttara að sópa snjó með kústi en moka með skóflu, maður stendur uppréttari og fer mun betur með veikt bak og klemmda afltaug út í hægri handlegg en ef bograð er með skóflu.

Kústurinn kemst miklu auðveldlegar inn í bílinn og er til taks ef hann festist í snjó. Snjóhreinsun, 2 bílar

Síðan að hreinsa bílinn á örskotsstund.

Þarna er verkefnið að hefjast og lykilatriðin sjást, uppréttar þurrkur og kústur.

Í stað þess að bölva ófærðinni og því að verða kaldur og blautur á fótunum, vandræðast yfir þurrkum, sem eru frosnar við rúðuna, og því hve seinlegt er að skafa snjó og ís, þarf engar áhyggjur að hafa af kústinum, köldum fótum né seinlegu og oft illa unnu verki.

Á einni myndinni sést munurinn á bílnum, sem kústurinn fór um, og bílnum við hliðina.

Á eftir yfirferðinni með kústinum er fljótlegt að skafa af rúðum.

Kústurinn lengi lifi!

Það skondna við ást mín á kústinum er það að í hálfa öld áttaði ég mig ekki á gildi hans né heldur því að rétta þurrkurnar upp á veturna.

Ekki fyrr en ég sá alla bíla í Stokkhólmi með uppréttar þurrkur í janúarferð þangað.


mbl.is 30 bíla röð, árekstur og góðverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband