Súrnunarinnar sjaldan getið.

Það er vel að Íslendingar eigi aðild að viðburði á Parísarráðstefnunni, þar sem súrnunar sjávar er getið.

Í öllum rökræðunum með og á móti aðgerðum hér á landi hefur sjaldan verið getið um þetta atriði, sem er óumdeilanlega stórt atriði í því þegar mat er lagt á loftslagsmálin.

Öðru atriði er rétt að halda á lofti, en snýst um það að af mannavöldum sé ekki valdið svo stórfelldum breytingum í samsetningu lofthjúps jarðar, að með því sé að óþörfu verið að "rugga bátnum" ef svo má segja í viðkvæmu jafnvægi í náttúru og lífríki jarðarinnar.

Fyrir 20 árum voru lögð fram rök fyrir því að hlýnun lofthjúps jarðar að meðaltali á þeim 511 milljónum ferkílómetra sem yfirborð jarðarinnar er gæti orsakað kólnun á Norður-Atlantshafi vegna útsteymis létts, fersks bráðnunarvetns jökla og hafíss, sem gæti orðið til þess að þyngri saltur sjór Golfstraumsins sykki fyrr og sunnar niður í hringekju hafanna en hann hefur gert fram að þessu.

Í bær öllum tölvulíkönum um áhrif gróðurhúsalofttegunda síðustu áratugina má sjá bláan blett suðvestur af Íslandi sem stingur í stúf við rauða litinn á mestöllum lofthjúpi jarðarinnar.

Þegar þetta er skoðað blasir við hve mikilvægt það er að menn hægi á því ferli, sem mun annars færa okkur á næstu árum þann áfanga, að magn koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hafi tvöfaldast frá upphafi iðnbyltingar.  


mbl.is Hafið og norðurslóðir í brennidepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þrátt fyrir alla nútíma tækni þá er varla hægt að rækta korn á Íslandi

landnámsmenn fóru samt létt með það

var Golfstraumurinn sterkari árið 1000?

Grímur (IP-tala skráð) 5.12.2015 kl. 20:05

2 identicon

Fóru landnámsmenn létt með það? 

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 5.12.2015 kl. 20:56

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei.  Myta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2015 kl. 21:03

4 identicon

Sólin ákvarðar hnatthlýnun!

"Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna birta reglulega skýrslur sem eru sagðar sýna að jörðin sé að nálgast ógnvænlega hnatthlýnun af völdum aukinnar losunar koltvísýrings í andrúmsloftið.

Rannsóknir á sólinni sýna þvert á móti að koltvísýringur er ekki sekur um hitaaukninguna og það sem framundan er á næstu áratugum er ekki skelfileg hnatthlýnun heldur hnattrænt langtíma hitafall."

Habibullo Abdussamatov, Dr. Sc.
Head of Space research laboratory of the Pulkovo Observatory,
Head of the Russian/Ukrainian joint project Astrometria

http://www.gao.spb.ru/english/astrometr/abduss_nkj_2009.pdf

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.12.2015 kl. 21:38

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fallið svikabanka-fjármálakerfi svarta markaðsins ætlar að láta gjaldþrota fjármálabankakerfisrændar-þjóðir/fátækara-vanþróaþjóðir heimsins borga með innistæðulausu okurbankaráns-fjármagni, til að bjarga?

Er ekki eitthvað bogið við þessa blekkingarmynd?

Eða hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.12.2015 kl. 22:12

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er rétt að í mörgum spám um næstu þúsundir ára er gert ráð fyrir "hægfara" kólnun, en sú kólnun verður 30-50 sinnum hægari en sú hlýnun sem losun gróðurhúsalofttegunda veldur á næstu 100 árum.

Ómar Ragnarsson, 5.12.2015 kl. 23:16

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvað ættli íslendingar setji mörg þúund ef ekki miljónir lítra af skólpi í hafið á hverjum degi, af hverju ættli það sé ekki hreinsað svo vel að það sé nothæft aftur? Og það er bara á íslandi, hvað með restina af löndunum sem gera það sama. Þetta er gert hér í Las Vegas.

Súrnun hafsins hefur ekkert að gera með loftslagsbreytingar, það er hvaða rusli og skólpi er helt í hafið sem er gerandi súrnunar hafsins.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 6.12.2015 kl. 00:07

8 Smámynd: Þ. J.

 Sæll Ómar. Það væri mjög undarlegt og sannkallað áhyggjuefni ef að höfin væru að verða súr. Sjór er nefnilega þræl-alkalískur og inniheldur ímis steinefni sem koma í veg fyrir að sýrustig geti lækkað að einhverju gagni.

 Þá er einnig til að taka að vökvi tekur upp Co2 þegar hann kólnar en sleppir Co2 þegar hann hitnar.  Því ætti Co2 upptaka sjávar að vera minni ef að höfin hlýna.

Enda hefur komið í ljós að niðurstöður Feely & Sabine voru fengnar með Öskubusku-aðferðinni, Þ.e.a.s. niðurstaðan ákveðin fyrst og gögnum hagrætt þar til þau passa

193723

Rauði ferillinn er Feely&Sabine og grænu hringirnir eru mælipunktarnir sem þau völdu.

 Blái ferillinn er ph gildi samkvæmt öllum gögnum.

 Sem betur fer eru höfin ekki að súrna, og reyndar benda nýjustu rannsóknr til þess gagnstæða, enda passar það betur við svona hreint eðlisfræðilega.

Þ. J., 6.12.2015 kl. 02:01

9 identicon

"Sjór er nefnilega þræl-alkalískur... "

Sýrustig sjávar er milli 7,5 og 8,4. Má þá geta þess að hráki er 7,4 ph og blóð sömuleiðis.  Mannskepnan er sem sagt þræl alkalísk, eða hátt upp í það.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 6.12.2015 kl. 08:14

10 Smámynd: Þ. J.

 Já Þorvaldur Yfir 7 er alkalískt, þar fyrir neðan kemur neutral band.

Þó að mér sýnist nú reyndar að þú getir verið eitthvað súr smile , þá er það ekki rétt að segja að eitthvað sé að súrna þó að það verði aðeins minna basískt.

Þ. J., 6.12.2015 kl. 10:34

11 identicon

Hér er því miður ekki verið að tala um næstu þúsundir ára heldur næstu áratugi. Vinsamlegast athugið Dr. Habibullo Abdussamatov er yfirmaður geimrannsókna hjá Pulkovo geimrannsóknastöðinni, en Rússar hafa aðstoðað Bandaríkjamenn við geimrannsóknir síðustu árin. 

Hvet sérstaklega Ómar Ragnarsson til að lesa vísindaskýrslu Dr. Habibullo Abdussamatov, "THE SUN DEFINES THE CLIMATE", í stað þess að fullyrða út í loftið:

"Therefore we would expect the onset of the phase of deep minimum in the present 200-year cycle of cyclic activity of the Sun to occur at the beginning of solar cycle 27; i.e., tentatively in the year 2042 plus or minus 11 years, and potentially lasting 45-65 years."

http://www.gao.spb.ru/english/astrometr/abduss_nkj_2009.pdf

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.12.2015 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband