Við erfiðustu aðstæðurnar á versta tíma ársins.

Bresku drengirnir fjórir sem ætla sér að ganga lengstu leið yfir Ísland, horn í horn frá NA-horninu til SV-hornsins færast eins erfitt verkefni í fang og hugsast getur.

Mestu velur að framundan er dimmasti og illviðrasamasti hluti ársins.

Göngugörpum fyrri tíðar hefur vegna misjafnlega vel, og Guðmundur Eyjólfsson, sem gekk á sínum tíma frá Hornvík til Vopnafjarðar eftir miðju hálendinu, fyrstur manna til að gera slíkt án aðstoðar, lenti í miklum erfiðleikum, en gekk þó á miklu skaplegri tíma vetrarins, þegar dag var farið að lengja.

Útlendingar, sem hafa reynt svona vetrargöngur yfir jöklana eða hálendið, hafa oftar en ekki orðið að gefast upp og verið bjargað þegar í ógöngur var komið.

Hjá þeim hafa tjöld rifnað eða fyllst af snjó í ofsveðrum, nema hvort tveggja væri, og einn þeirra sagði, þegar rætt var við hann eftir svaðilförina: "Það var þrennt sem kom mér algerlega á óvart: Snjórinn, rokið og kuldinn."

Ofangreint skrifa ég ekki til þess að vera með sérstakar hrakspár um ætlun ungu Bretanna.

Þvert á móti er ég aðeins að benda á staðreyndir, sem þeir verða að hafa hugfastar svo að vel fari.  

 


mbl.is Táningar ganga þvert yfir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bítlar nútímans?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.12.2015 kl. 23:43

2 Smámynd: Þorkell Guðnason

Sjálfboðaliðar íslensku björgunarsveitanna þurfa líklega ekki að óttast verkefnaskort í framtíðinni, ef hvatningin ber árangur.

Þorkell Guðnason, 6.12.2015 kl. 01:08

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég myndi ekki hafa skrifað þennan pistil ef ég væri áhyggjulaus.

Ómar Ragnarsson, 6.12.2015 kl. 01:38

4 identicon

Steingrímur gerði þetta, en reyndar að sumarlagi.

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 6.12.2015 kl. 03:36

5 identicon

Ef þetta eru vanir menn og vel útbúnir þá er í lagi

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 6.12.2015 kl. 03:40

6 identicon

Þetta eru hefðbundir Breskir viðvaningar sem fylgja þeirri Bresku hefð að gera hlutina The Hard Way. Viðvaningar því þeir ætla að ganga fjallaskíðum sem henta djöfullega í svona flatlendisplamp. Bretar eru hinsvegar þektir fyrir að komast upp með að gera hlutina án mikillar kunnáttu og bæta það upp með miklu streði. En legsteinar þeirra liggja víða....

Til að ferðalag af þessu tagi og á þessu árstíma gangi upp þá þarf tvennt, -skóflur og tíma.

-Skóflur og sagir til snjóhúsagerðar og tíma til að grafa snjógryfjurnar bíða af sér vond veður. -"Unsupported" hlýtur að fela í sér að þeir noti ekki skála.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 6.12.2015 kl. 09:48

7 identicon

Þegar ég vann hjá Slysavarnafélaginu reyndum margoft að lýsa aðstæðum fyrir svona hópum og oftar en ekki ráðlögðum við þeim að hætta við eða breyta ferðaplönum. Þeir horfðu bara í gegn, hristu hausinn og gáfu í skyn að við værum ekki í lagi, þeir væru öllu vanir með topp búnað og reynslu. En í um það bil helmingi tilfella þurfti að sækja liðið þegar tjaldið og búnaðurinn var farinn sína leið og þeir höfðu aldrei upplifað annað eins, margir voru hermenn, pólfarar og hörku fjallamenn en því miður, þetta var yfir öllum þekktum viðmiðum.

Þór Magnússon (IP-tala skráð) 6.12.2015 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband