Fikt, bæði til góðs og ills.

Fikt, grunnþráin til að kanna það ókunna, og upplifa eitthvað nýtt, er afar mikilvægur þáttur á þroskaskeiði barna og unglinga.

Að sama skapi er gagnstæð hegðun, óttinn við að gera mistök með því að fikta, oft afar hamlandi hjá hinum eldri.

Í æsku var Thomas Alfa Edison hættulegur sér og öðrum vegna hins villts huarfugs síns, sem síðar reyndist ómetanlegt þegar búið var að beisla og beina því á rétta braut.

Eitt sinn var ég á stórri samkomu þar sem hljómflutnings- og myndasýningarkerfið var stopp vegna tæknibilunar sem enginn viðstaddur tæknimaður gat lagað fyrr en 9 ára gamall drengur gaf sig fram og leysti vandann á augabragði.

Áður en fram komu nógu litlar og ódýrar ratsjár til að hafa í litlar flugvélar var slíkt talið óleysanlegt.

Einn framleiðandi leitaði þá uppi nokkra nýútskrifaða afburða nemendur úr háskólum sem höfðu aldrei komið nálægt ratsjám og þeir leystu verkefnið af því að þeir komu að þessu með autt blað með opnum huga án nokkurra fyrirfram mótaðra mótbára né fordóma og voru óhræddir við að fikta og fara nýjar brautir.

 

 

 


mbl.is Meðalaldur tölvuþrjóta 17 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband