Margbrotnir bardagamenn.

Sumum bardagaíþróttamönnum er hættara við að beinbrjóta sig en öðrum.

Oft er þetta vegna þess að bein þeirra eru einfaldlega ekki nógu sterk, en fyrir kemur að óhappi er um að kenna, og einnig er mikilvægt að hendur og úlnliðir séu nógu vel reifaðir undir boxhönskum.

Rothögg McGregors var beinskeytt og eldsnöggt gagnhögg, sem Jose Aldo hljóp á án þess að sjá það koma.

Slík högg eru oft þau hörðustu allra.

Sumir af bestu boxurum heims áttu í vandræðum með veikbyggðar hendur.

Einn þeirra var Arturo Gatti sem var afar höggþungur. Oscar DeLa Hoya sem barðist við alla þá bestu á ferli sínum, sagði að Gatti hefði verið sá höggþyngsti.

Í einum hinna frægu bardaga sinna við Mickey Ward handarbraut Gatti sig í miðjum bardaga.

Hann lét samt ekki á neinu bera heldur tókst að leyna þessari afleita ástandi sínu nógu lengi til að vinna á stigum.

Þegar Ken Norton vann Muhammad Ali óvænt í fyrsta bardaga þeirra kjálkabrotnað Ali í bardaganum en kláraði hann samt.

Eftir á var deilt um hversu snemma þetta gerðist, en atvikið þótti samt sýna hörku og viljastyrk Alis.

Rocky Marciano nefbrotnaði illa í einum titilbardaga sinna, en beit á jaxlinn og rotaði andstæðinginn.

Jack Johnson rotaði Stanley Ketschel í titibardaga og nokkrar tennur úr Ketschel fundust grafnar inn í hanska Johnsons eftir bardagann.

Svipað gerðist þegar Joe Louis rotaði Paolino Uzcudon í höggi sem hann sagði síðar að hefði verið "the hardest punch I´ve ever trown."

Og þurfti þó nokkuð til. 

  


mbl.is Handarbrotnaði McGregor í rothögginu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumum er hættara við að beinbrjóta sig en öðrum.  Það segirðu satt Ómar.

http://ruv.is/frett/thrir-bladberar-slasast-i-halkunni-sidustu-daga

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.12.2015 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband