Þriðja byltingin í "nærflugi".

Nýju Dash 8 Q400 skrúfuþoturnar, sem Flugfélag Íslands fær í byrjun næsta árs, bera með sér þriðju byltingua, sem orðið hefur í því farþegaflugi, sem kalla mætti "nærflug", - en það felur í sér innanlandsflug og flug til Grænlands og Færeyja.

Fyrsta byltingin varð fyrir 70 árum þegar byrjað var að fljúga á DC-3, önnur byltingin þegar Fokker skrúfuþoturnar komu 1964, og nú er þriðja byltingin í vændum, sem er það gagnger, að hún gæti fært nærflugið út til Skotlands og vesturstrandar Noregs, því að nýju vélarnar geta flogið allt að 25% hraðar en Fokker F50 vélarnar, komist til Færeyja á 1 klst og 20 mín og til Björgvinjar og Glasgow á 2 klst og 20 mín. 

Það munar um minna en slíka styttingu flugtíma.

Auk hraðaaukningarinnar taka nýju vélarnar 40% fleiri farþega en Fokkerinn, og afkastaaukningin er því svo mikil, að hægt verður að fækka ferðum milli Reykjavíkur og Akureyrar úr fjórum á dag niður í þrjár en samt hægt að flytja fleiri farþega samanlagt.     


mbl.is Nýtt útlit hjá Flugfélagi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... nýju vélarnar geta flogið allt að 25% hraðar en Fokker F50 vélarnar."

Innanlandsflugið verður hugsanlega fært frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar með skemmri flugtíma í innanlandsfluginu og hraðlest á milli vallarins og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 29.12.2015 kl. 12:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2015:

"Ef svo fer fram sem horfir gæti hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar verið komin í gagnið eftir átta ár.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa möguleikann til skoðunar."

"Fluglestin - þróunarfélag ehf. hefur uppi áform um hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar.

Það yrði raflest sem nær 250 kílómetra hraða og því tæki ferðin suður með sjó 15-18 mínútur.

Að hraðlestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Kadeco og Efla."

Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) eftir átta ár

Þorsteinn Briem, 29.12.2015 kl. 13:09

3 identicon

Minn ágæti Stein Briem, gleymdu hraðlestinni. Of dýrt, yrði fjárhagslegt "black hole". Gleðilegt nýtt ár.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.12.2015 kl. 16:05

4 Smámynd: Hvumpinn

Það yrði náttúrulega ekki stytting á flugtíma að nota Dash 8 400 í stað þotu

til Glasgow eða Bergen, heldur lenging. Og það er 77 sjómílum lengra til Bergen en Glasgow, sem er rúmlega korteri lengri flugtími.

Hvumpinn, 29.12.2015 kl. 17:48

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er að sjálfsögðu að bera Q400 saman við Fokker 50, en ekki þotu. En Q400 lendir mitt á milli þotu og F50 í hraða. Svo má ekki gleyma þeim möguleiki að fljúga Q400 frá Reykjavík.

Q400 flýgur 77 sjómílur á 8-9 mínútum á þeim hluta leiðarinnar til Björgvin, sem telst viðbót við vegalengdina til Glasgow, en það er í farflughæð sem er hin sama á báðum leiðum.  

Ómar Ragnarsson, 29.12.2015 kl. 19:05

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

spyr sá er ekki veit.

hve lengi væri 757 að fljúga til Bergen?
er þetta ekki lítið undir þeim tíma?

Brjánn Guðjónsson, 29.12.2015 kl. 21:17

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Vonandi verða þessar nýju vélar til mikilla bóta. Varðandi allt tal um hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur, ef innanlandsflug færðist þangað, vantar aðeins inn í umræðuna að mínu mati hvað í ósköpunum væri þá verið að gera með Umferðarmiðstöðina í Vatnsmýrinni. Væri ekki nær að flytja hana einnig á einhvern stað sem í framtíðinni gæti talist einhverskonar borgarmiðja. Það eru nefnilega ekkert mörg ár í það að Vatnsmýrin verði talin til jaðarbyggða Reykjavíkur. Þar á samt að henda upp tugmilljarðasjúkrahúsi, sem jafnframt verður í jaðarbyggð Reykjavíkur, eftir ekki svo langan tíma, en þetta er sennilea komið fulllangt út fyrir efni pistilsins hér að ofan. Hlakka til að taka mér far með nýju vélunum hjá Flugfélagi Íslands.

Góðar stundir, gott og farsælt nýtt ár, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.12.2015 kl. 22:53

8 identicon

http://www.icelandair.is/frettir/frett/icelandair-hefur-flug-til-aberdeen-i-skotlandi/

ls (IP-tala skráð) 30.12.2015 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband