Eins og varað var við.

Við upphaf ferðar breska gönguhópsins, sem nú hefur bæst í hóp hinna fjölmörgu útlendinga sem hafa farið flatt á því að ganga þvert yfir Ísland að vetrarlagi, voru talin upp helstu atriðin sem mæltu á móti því að reyna þetta.

Einnig nefnd dæmi um fyrri tilraunir í svipuðum dúr.

Tímasetningin var efst á blaði þess sem mælti á móti því að reyna þetta, svartasta skammdegið með verstu veðurskilyrði ársins alla jafna.

Um þetta leyti árs er lægsti loftþrýstingur jarðar skammt suðvestur af Íslandi en næst hæsti loftþrýstingur jarðar yfir Grænlandi.

Ég minnist aðeins eins janúarmánaðar á Íslandi, árið 1997, þegar stillur voru í hálfan mámuð. 

En raunin varð núna, eins og varað var við, alþekkt illviðri vegna óveðurslægða í röðum, og vonandi verður ofætlan bresku piltanna og kvikmyndin um hana með fælingarmátt sem (veðra)víti til varnaðar.


mbl.is Ótrúleg upplifun þrátt fyrir óhöpp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þótt það sé frómt að vona að þessi ferð verði öðrum víti til varnaðar vitum við báðir að það mun ekki gerast. Það að eitthvað hefur ekki tekist hefur aldrei komið í veg fyrir að einhver annar reyni. Urðu þannig ferðalok Mallorys til þess að stöðva Hillary? Örög Lilliendahls til að stöðva Orville og Wilbur?

Það sem gera mætti væri að gera slíkum ævintýramönnum að setja tryggingar fyrir hugsanlegum björgunarkostnaði þannig að menn stæðu jafnréttir eftir.

En ófarir eins draga ekki kjark úr öllum öðrum; það er margreynt.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 29.12.2015 kl. 20:14

2 identicon

Það er bar ekki hægt að höndla svona lið á sama hátt og venjulega ferðamenn

Það er búið að kalla Björgunarsveitirnar (hetjurnar okkar) 3x út af þessum fíflum

Grímur (IP-tala skráð) 29.12.2015 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband