Blökkusöngkonur: Fágætir listamenn.

Aretha Franklin hefur verið kölluð drottning Soul-tónlistarinnar. Ekki þarf að hlusta lengi á söngkonur nútímans til þess að heyra hve mikil áhrif hún hafði.

Einhver ánægjulegasta dagskrárgerð í ljósvakamiðli, sem mér hefur hlotnast að gera síðustu árin, var 40 mínútna þáttur um blökkusöngkonur þar sem lífshlaup Nínu Simone var rauður þráður.

Nina var undrabarn í´píanóleik og kom fyrst fram í kirkju í Filadelfíu. Þar rak hún sig strax á mismunun kynþátta, því að meina átti foreldrum hennar að sitja fremst í kirkjunni, því að fremri hlutinn var ætlaður hvítu fólki eingöngu.

Sú stutta harðneitaði þá að spila, og fékk sínu framgengt.

Kynþáttamismunun varð til þess að eyðileggja þann draum hennar að verða konsertpíanisti þótt hún stæðist allar kröfur þar að lútandi.

Hún neyddist til að spila og syngja á búllum, en það átti eftir að reynast happ, því að þar vakti hún athygli sem skilaði henni upp í eitt af efatu aæti bandaríska vinsældalistans með lagið "I love you Porgy."

Eitthvert ólíklegasta lag til vinsælda í miðju rokklagaflóðinu.

Ég minnist enn þeirrar ógleymanlegu sutndar þegar ég sat einn í litla Prinzinum mínum og hlýddi sem bergnuminn á þetta lag með henni þar sem það hljómaði í Kananum.

Hvet alla til að hlusta á það í ró og næði í upprunalegri útgáfu á YouTbe.

Ein blökkukona og eitt píanó.

Nokkrum dögum fyrir andlátið var Nína sæmd heiðursnafnbót og fékk afsökunarbeiðni hjá tónlistarstofnuninni, sem hafði hafnað henni 40 árum fyrr. 

Veröldin hefði orðið fátækari án hennar og allra hinn blökkusöngkvennanna. 

 

      


mbl.is Obama táraðist yfir söngnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband