Og þetta var flokkur Abrahams Lincons.

Ein og hálf öld er liðin frá Þrælastríðinu í Bandaríkjunum. Það snerist um réttindabaráttu blökkufólks sem Abraham Lincoln forseti, leiðtogi Republikana, hafði fórnað lífi sínu fyrir.

Á þessum 150 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar én samt hefði Lincoln varla órað fyrir því hvert flokkur hans myndi leita til að afla sér fylgis, en tengd frétt á mbl.is segir sína sögu um það.

Í aðdraganda kosninganna virðist yfirburðafylgi Donalds Trumps eflast við það að gefa æ svakalegri yfirlýsingar.

Það er eitt af of mörgum dæmum um það á hvaða mið flokkur Lincolns og fylgismenn hans freistast til að róa, því miður.  


mbl.is Repúblikanar dekktu húðlit Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri náttúrulega stílbrot ef Ómar Ragnarsson myndi skrifa pistil sem hefði eitthvað sögulegt sannleiksgildi.

Umhyggja fyrir svörtum þrælum var ekki ástæða ameríska borgarastríðsins, ranglega nefnt þrælastríðið á Íslandi. Ástæðurnar voru fyrst og fremst þær, að suðrið vildi að fylkin hefðu sjálfdæmi um lagasetningar, og að nota mætti þræla í norðurríkjunum.

Norðrið vildi alls ekki að svartir þrælar myndu grafa undan atvinnuöryggi hvítra verkamanna. Með öðrum orðum, norðrið vildi ekki sjá svarta verkamenn vinna störf hvítra. Það var nú öll umhyggjan fyrir svörtu fólki.

Þessi bloggpistill Ómars er í raun nákvæmlega sami gjörningur og Rebúblikanar eru sakaðir um. Ómar reynir að dekkja Rebúblikana í áróðursskyni.

Hilmar (IP-tala skráð) 30.12.2015 kl. 21:45

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Þaö snerist um réttindabaráttu blökkufólks..." er það eina sem ég segi um borgarastyrjöldina í Bandarókjunum eins og allir geta lesið..

Í athugasemd hér að ofan er ég sagður ljúga þessu. Og ítrekuð fyrri ummæli um að allir mínir pistlar séu lygar einar.

Ómar Ragnarsson, 31.12.2015 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband