Minnir á gamla sögu frá Sovéttímanum.

Margir þjófnaðir er frumlegir, bíræfnir og óvenjulegir, en með miklum ólíkindum er að stela heilum vegi eins og frést hefur að hafi gerst í Rússlandi.

Enn magnaðra er að hinn seki skuli hafa verið yfirmaður fangelsa á svæðinu.

Þetta minnir á beitta gamansögu frá tímum Sovétríkjanna um möguleikann á því að brjótast inn í Kreml daginn fýrir kosningar og stela úrslitunum.


mbl.is Handtekinn fyrir að stela vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta minnir nú bara á lögregluna á Íslandi í dag.  Réttast væri að strengja gulan borða utan um lögreglustöðuna en við höfum víst engan til að taka það verk að sér.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 08:23

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ekki hefur nú umferðin um veginn verið mikil, ef hægt er að dunda við það í heilt ár að plokka upp hellurnar.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 15.1.2016 kl. 14:13

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef ekið eftir rússneskum vegum sem er svo illa á sig komnir að þeir myndu lítið breytast þótt yfirborðinu væri stolið.

Ómar Ragnarsson, 15.1.2016 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband