" Svona er Ísland í dag."

Að mörgu leyti hafa búið tvær þjóðir í landinu frá landnámi, annars vegar "sauðsvartur almúginn,", fátækt bændafólk og leiguliðar stórbænda, kirkju og konungs á 90% bújarða ásamt vinnuhjúum í vistarbandi, niðursetningum og umrenningum, - en hins vegar íslenska yfirstéttin, hinn íslenski aðall, stórbændur, embættismenn, kaupmenn og útgerðarmenn.

Almúginn var í meirihluta meðal þjóðarinnar, en þjóðfélagsskipanin og valdakerfið komu í veg fyrir að þessi meirihluti gæti nýtt sér meirihlutaaðstöðuna.

Á okkar tímum hafa nútíma tæknivæðing og margföldun framleiðni orðið til þess að hinn lægra setti hluti þjóðarinnar, almúgi okkar tíma, sem býr við fátækt og á jafnvel varla til hnífs og skeiðar um hver mánaðamót og getur hvorki greitt lán né húsaleigu, er orðinn minnihluti þjóðarinnar.

Það er þetta fólk sem er reyrt í skuldafjötra fátæktargildrunnar og rekur sig á það, að hið margrómaða lýðræði virkar hvað eftir annað gegn því vegna þess að hinn betur megandi meirihluti beitir valdi sínu og aðstöðu til að hygla sér og sínum hagsmunum.

Dæmin eru mýmörg um forréttindi meirihlutans, afturkræfar og miklar kjarabætur, skattalækkanir og tugamilljarða skuldalækkanir á sama tíma sem slikt fer að mestu fram hjá minnihlutanum.

Hluti fyrirtækja og heimila getur nýtt sér að eiga aðgang að erlendum gjaldeyri.

En - svona er Ísland í dag" eins og Jón Ársæll orðaði það.

 

 


mbl.is Geta ekki greitt lán né húsaleigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumir taka sjensinn á að mennta sig eða stofna fyrirtæki. Aðrir vilja frekar sleppa öllu veseni og fyrirhöfn. Tryggja þarf jöfn skipti í samfélaginu, við hinir áhugalausu, metnaðarlausu og lötu eigum að fá jafnt og hinir. Stöðugt er barið á okkur og óðfluga stefnir í að aumingjaskapur verði ekki eftirsóknarverður á Íslandi og börn okkar sjái sig tilneidd að mennta sig eða sýna metnað og dug. Öll eigum við þátt í að gera "lottópottinn" stóran og því á vinningurinn að skiptast jafnt á milli allra.

Davíð12 (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 16:51

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kirkjan stuðlaði að jafnræði:

1. Leiguliðum hennar buðust betri kjör en hjá stórbændum.

2. Prestar hennar, sem voru hlutfallslega miklu fleiri en nú, komu mörgum vel gefnum ungum mönnum til náms (dæmi: Þorsteinn Erlingsson skáld) og þar með oft inn í prestastéttina, og þótt hún væri mun fátækari en nú, gaf það færi á frekari blöndun inn í ættir mennta- og efnamanna.

3. Fátækrahjálp á biskupsstólunum var mikil, einkum í harðindum, og stuðlaði með fátækratíundinni að vissri úrlausn erfiðustu framfærslumála.

Ekki má svo gleyma hjálp hreppanna við illa stadda bændur.

Jón Valur Jensson, 15.1.2016 kl. 18:20

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Prestarnir voru ekki aðeins "hlutfallslega" miklu fleiri en nú, heldur einfaldlega miklu fleiri en nú (og hlutfallslega margfalt fleiri).

Jón Valur Jensson, 15.1.2016 kl. 18:25

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einmitt, látið niðursetninginn og umrenninginn Ómar Ragnarsson hafa það!

Þorsteinn Briem, 15.1.2016 kl. 18:35

6 identicon

Að mörgu leyti hafa búið tvær þjóðir í landinu frá landnámi, annars vegar þeir sem þora, geta og vilja sem sjá og nýta sér tækifærin sem bjóðast og svo hinir sem hafa afsakanir.

Davíð12 (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 20:32

7 identicon

Æjjj hvað hann davíð12(ára) er eitthvað sár og bitur augljóst hvorum hópnum hann tilheyrir. Hann getur lesið um alla glæpamennskuna eftir hvað 100 ár þegar gögnin verða opinber og þá að handan.

Golíat (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 23:39

8 identicon

Það er þægilegt að geta afsakað sig og falið bakvið skýrslu sem verður opinberuð eftir 100 ár og ímyndaða glæpi sem þar á að vera að finna. En við þurfum ekki að bíða 100 ár til að sjá hvers vegna Golíat litli er eins og hann er, það er augljóst þó hann sjái það ekki sjálfur.

Davíð12 (IP-tala skráð) 16.1.2016 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband