"Nú get ég."

"Nú get ég" er setning úr gamalli gamansögu, sem ég man reyndar ekki lengur nógu vel til endursagnar, en þessi setning þótti til marks um oflæti manns, sem hafði látið annan mann vinna fyrir sig verk, sem hann vildi í lokin eigna sér.

1991 réðust Bandaríkjamenn með samþykki Rússa og helstu þjóða heims gegn her Saddams Hússeins í Kúveit og rak hannn úr landi.

2003 réðust Kanar öðru sinni gegn Saddam og stofnuðu til þess hernaðarbrölts og ófriðar í landinu sem nú hefur magnast og margfaldast.

Fyrir nokkrum árum stóðu Kanar fyrir svonefndu "Arabísku vori" í Líbíu, Egyptalandi og Sýrlandi, tókst að fella Gaddafí í Líbíu og Mubarak í Egyptalandi en misstu atburðarásina í báðum löndum úr höndum sér þannig að í Líbíu virðist niðustaðan þveröfug við það sem ætlunin var.

Í Líbíu gerðu flugsveitir NATO meira að segja loftárásir með samþykki eða hlutleysi aðildarþjóðanna, þeirra á meðal Íslendinga.

Í Sýrlandi studdu Kanar uppreisnarmenn gegn Assad, meðal annars með vopnasendingum, sem nú þykir sjáanlegt að hafi ratað að stórum hluta til ISIS.

Í Sýrlandi og Írak hafa Kanar síðan staðið að loftárásum, rétt eins og í Líbíu.

Bandaríkjamenn hafa öðrum þjóðum fremur staðið að því að réttlæta lofthernað í öllum þessum tilvikum til þess að þjóna hagsmunum sínum, og þar með er komin á ákveðin hefð fyrir svona viðbrögðum, sem Rússar nýta sér nú til þess að halda skjólstæðingi sínum við völd í Sýrlandi og vera þar í lykilaðstöðu og með pálmann í höndunum, ef einhvert getur gert það á svæðinu.

"Nú get ég" segir Pútin og Kanar geta lítið við því sagt, því að þá myndu þeir kasta grjóti úr stóru glerhúsi.

Bandaríkjamenn hafa haft sitthvað upp úr krafsinu í Egyptalandi og Írak, en fóstrað Frankensteina í Líbíu og Sýrlandi og nú er komið að Pútin að nýta sér fordæmi Vesturveldanna og hafa það upp úr krafsinu í Sýrlandi að viðhalda áratuga taki sínu á stjórn þess lands og láta Assad komast upp með hryðjuverk að vild.

 


mbl.is Sökuð um „gjöreyðingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband