Fyrirsjáanleg harka.

Það er ekki nýjung hér á landi að sett sé á verkfall sem jafngildi útflutningsbanni. Það var á dagskrá hjá íslenskum verkalýðsfélögum 1978.

Hins vegar býður Rio Tinto upp á ýmsar nýjungar í kjaradeilunni í Straumsvík og má segja að þær hafi verið fyrirsjáanlegar miðað við feril þess fyrirtækis í gegnum tíðina og það hvernig það notar aðstöðu sína gagnvart þjóðum, einkum í þriðja heiminum, sem standa höllum fæti gagnvart svo stóru og voldugu fyrirtæki.

Eftir heils árs gagnslausar viðræður í kjaradeilunni fór svo að verkalýðsfélagið guggnaði á því að efna til verkfalls og aflýsti því eftir að Rio Tinto hótaði því að loka álverinu.

Það hreif, verksmiðjan er einfaldlega of stór til að loka henni í hugum starfsmanna, sveitarfélagsins og þeirra Íslendinga sem taka málstað þess.

Á þeim tíma sýndist mörgum, meðal annars mér, að um lokasigur Rio Tinto væri að ræða, enda ekki við neitt venjulegan viðsemjanda að eiga.

Af einhverjum ástæðum áttu starfsmennirnir samt erfitt með að sætta sig við algeran ósigur, ekki síst eftir að gefin var út allsherjar úrskurður yfirstjórnar Rio Tinto að tekið skyldi fyrir allar launahækkanir hjá því um víða veröld, og vitað var þar að auki, að ekki yrði hvikað frá kröfunni um að færa vinnu í verksmiðjunni frá fastráðnum starfsmönnum yfir í verktaka, sem að sjálfsögðu gat opnað á eitthvað í líkingu við það sem við sjáum nú um víðan völl og mansalið í Vík var angi af.  

Forsvarsmenn Rio Tinto eru ófeimnir við að spila út trompum sínum, nú síðast í morgun, þegar útskipun á áli heldur áfram eins og ekkert sé.

Líka hefur verið boðað að ekki verði hikað við að taka starfsmenn fyrirtækisins af launaskrá eftir því sem talið verði nauðsynlegt, og raunar felst í því höfuðatriði deilunnar, því að verði opnað á verktakavæðingu í Straumsvík verður eftirleikurinn auðveldur, fyrirtækið getur látið kné fylgja kviði og krafist þess að starfsmenn taki á sig tap vegna lágs álverðs, þótt þótt milu minna mengandi gagnaver bjóðist til að kaupa bæði orku og vinnuafl á mun hærra verði og skaffa miklu fleiri störf en álver miðað við orkueyðslu.

Rio Tinto er búið að byggja upp einstæða og sterka stöðu, mest vegna þess að innanlands ríkir enn svipað hugarfar og að allt sé óbreytt síðan 1970.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skelfur af ótta við að missa svona stóran vinnustað, öflugur hópur Íslendinga styður málstað fyrirtækisins, og hjá ráðandi valdaöflum á Íslandi ríkir óbiluð trúin á álframleiðslu sem það eina sem "geti bjargað" íslensku atvinnu- og efnahagslífi.

 

 

 


mbl.is Yfirmenn ganga í störf verkamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það eru engin rök í máli að segja eitthvað út í loftið eins og til að mynda þetta:

"Botninn mun detta úr túrismanum innan nokkurra ára."

Við höfum öll séð þessa fullyrðingu frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum árum saman.

Einnig að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka bráðlega.

Einmitt þveröfugt hefur gerst og ekkert að marka þessar fullyrðingar.

Þegar menn rökræða mál eiga þeir að beita rökum en ekki "ég held og mér finnst" og krefjast þess svo að aðrir beiti rökum í málinu.

Menn eiga sem sagt ekki að krefjast hærri launa vegna þess að einhverjir aðrir geti tapað á því, til að mynda ríkið.

Flestir Íslendingar hafa fengið miklar launahækkanir undanfarið vegna þess að þeir hafa farið í verkföll eða hótað því að fara í verkfall.

Vilji fyrirtæki hér á Íslandi ekki hækka laun eins og önnur fyrirtæki í landinu verður því einfaldlega lokað og starfsmennirnir fá sér vinnu í öðrum fyrirtækjum sem geta hækkað laun vegna þess að þau eru ekki rekin með tapi.

Starfsmennirnir eru ekki þrælar erlendra stórfyrirtækja eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja greinilega að þeir verði.

Og álverið í Hafnarfirði er ekki rekið með tapi vegna launa starfsmannanna.

Þorsteinn Briem, 24.2.2016 kl. 10:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.10.2013:

"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.

Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar
, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.

Álverð hefur
hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.

Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%]."

Þorsteinn Briem, 24.2.2016 kl. 10:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 24.2.2016 kl. 10:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.12.2013:

"Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álver í Helguvík nema að litlu leyti, að sögn forstjórans.

Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent
til að hægt yrði að ljúka samningum."

Landsvirkjun getur ekki aflað orku fyrir álver í Helguvík

Þorsteinn Briem, 24.2.2016 kl. 10:36

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.8.2015:

"Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan sendi starfsmönnum bréf í dag þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins."

"Rannveig segir í bréfinu að ... fyrirtækið hafi tapað samtals sjö milljörðum árin 2012 og 2013 og að hagnaður fyrirtækisins aðeins verið 0,3% arðsemi eigin fjár."

Þorsteinn Briem, 24.2.2016 kl. 10:39

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag, miðvikudag:

"Sam­kvæmt vinnu­markaðsrann­sókn Hag­stofu Íslands voru að jafnaði 192.500 manns á aldr­in­um 16-74 ára á vinnu­markaði í janú­ar síðastliðnum, sem jafn­gild­ir 81,7% at­vinnuþátt­töku.

Af þeim voru 187.200 starf­andi.

Hlut­fall starf­andi af mann­fjölda var 79,5% og hlut­fall at­vinnu­lausra af vinnu­afli einungis 2,8%.

Sam­an­b­urður mæl­inga í janú­ar 2015 og 2016 sýn­ir að í vinnuaflinu fjölgaði um 7.700 manns, at­vinnuþátt­tak­an jókst því um 1,6%.

Fjöldi starf­andi jókst um 10.400 og hlut­fallið af mann­fjölda um 2,8%.

At­vinnu­laus­um fækkaði um 2.600 manns og hlut­fall þeirra af vinnu­afl­inu minnkaði um 1,5%."

Þorsteinn Briem, 24.2.2016 kl. 11:02

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

12.6.2008
:

"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."

Þorsteinn Briem, 24.2.2016 kl. 11:09

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 24.2.2016 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband