Mikil búbót og hægt að spara enn meira.

Stórfelld lækkun eldsneytisverðs hefur verið mun drýgri búbót fyrir fyrirtækin, heimilin og efnahagslífið í heild en margan grunar.

Og það er hægt að gera enn betur. DSCN7413

Í næsta mánuði verður liðið ár frá því að ég hóf tilraun með að nota rafreiðhjólið Náttfara í stað bíls þegar ég kæmi því við.

Í upphafi stóð ég frammi fyrir löngum lista af mótbárum:

Það eru svo fáir þurrviðrisdagar að þetta gengur ekki upp.

Það er alltof vindasamt og kalt.

Það eru 10 kílómetrar frá heimili mínu niður að Hlemmi. Tekur allt of langan tíma.

Ég þarf yfirleitt að vera með það mikið með mér, tölvur og tæki, að þetta gengur ekki.

Ég er með veik hné og þau þola þetta ekki.

Allar þessar mótbárur hafa reynst rangar. Ég hef getað hljólað langflesta daga þessa tímabils.

Rigning hefur ekkert að segja og heldur ekki snjór eða vindur nema þegar allra verst er.

Það tekur aðeins 10 mínútum lengri tíma fyrir mig að fara þessa tíu kílómetra en á bíl.

Ef á þarf að halda get ég verið með þrjár töskur á hjólinu sem rúma alls 120 lítra. Get farið að ísskápsdyrum með allt og hlaðið hjólið í skrifstofuherbergi.  

Vegna þess að það er handgjöf á hjólinu get ég sparað hnén á þann hátt að ég ofgeri þeim ekki og eftir að ég byrjaði að hjóla á þennan hátt er ég orðinn skárri í hnjánum en ég hef verið í ellefu ár. Hressandi útivera og hæfileg áreynsla og hreyfing eftir óskum.

Og ég hef sparað á annað hundrað þúsund krónur í orkukostnað og borga engin opinber gjöld eða tryggingar.

Viðhald á reiðhjóli og afskriftir eru brot af því sem er á bíl.

 


mbl.is Spara milljarða í bensín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Áfram brunar Ómar minn,
á ógnarlegum hraða,
alltaf hleypur kapp í kinn,
kallinn lætur vaða.

Þorsteinn Briem, 24.2.2016 kl. 16:52

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þú ert frábær Ómar. laughing

Ragna Birgisdóttir, 24.2.2016 kl. 19:30

3 identicon

Nota mín eigin reiðhjól (ekki rafreiðhjól) í þremur löndun. Ísland, Sviss og Grikkland. Það væri kostnaðarsamt að eiga bíl í þessum löndum. Auk þess sparar það mér að fara í þessa svo kölluðu “rækt”, sem er einnig ídíótískt dýr.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.2.2016 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband