Að hætta við að .....

Í yfirlýsingu sinni í dag nefndi Ólafur Ragnar tvö atriði, sem hefðu breyst síðan hann ákvað að hella sér í forsetaslaginn: að ólguna frá því fyrir mánuði hefði lægt - og að komnir séu fram frambjóðendur sem þekki og skilji forsetaembættið og verkefni þess.

Hann minntist ekki á þörfina á því að fá víðsýnan forsetaframbjóðanda sem með framtíðarsýn í takt við tröllaukin verkefni allra þjóða í umhverfis- náttúruverndar og smálefnum mannréttinda og lýðræðis.  

Forsetinn hætti við að vera í framboði í nýjársræðu en hefur endurskoðað það tvisvar.

Hugsanlega átti hann einhvern þátt í að lægja öldur fyrir mánuði með snöfurlegu og hárréttu inngripi í fyrirætlanir fyrrverandi forsætisráðherra.

En spurning er hvort hann hafi skapað fullar sættir.

 

Að sætta sig við sættir við að sætta

er sýn gild.

Að hætta við að hætta við að hætta

er hrein snilld?


mbl.is Ólafur var kominn í öngstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknar nú sest er sól,
Simmi burtu genginn,
hann er frægur heims um ból,
hann er verri en enginn.

Þorsteinn Briem, 9.5.2016 kl. 17:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn:

Sigrún Magnúsdóttir mætti ásamt eiginmanni sínum Páli Péturssyni. Forseti Íslands mætti einnig.

Þorsteinn Briem, 9.5.2016 kl. 17:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir sýna engan veginn að erfitt verði að mynda nýja ríkisstjórn eftir næstu alþingiskosningar.

Framsóknarmaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson er einfaldlega valdasjúkur eins og framsóknarmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Steini Briem, 19.4.2016

Þorsteinn Briem, 9.5.2016 kl. 17:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 13.4.2016:

Píratar 29%,

Vinstri grænir 20%,

Samfylkingin 9%,

Björt framtíð 5%.

Samtals 63% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 34% og þar af Framsóknarflokkur 7%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Steini Briem, 19.4.2016

Þorsteinn Briem, 9.5.2016 kl. 17:47

5 Smámynd: Elle_

Forsetinn skýrði sitt mál og alveg rökrétt, eins og í apríl þegar hann bauð sig aftur fram.  Eins leiðinlegt og verður að missa hann, traustan mann sem hugsaði um þjóðarhag fyrst og fremst, alltaf, getur hann nú hætt eins og hann ætlaði og verið alveg rólegur.

Elle_, 9.5.2016 kl. 19:58

6 identicon

Hvaða ´fullu sættir´ hefði forsetinn átt að skapa? Sættir milli hverra?

Hættu þessari stríðni Ómar.Segðu okkur bara hreinskilnislega hvaða forsetaframbjóðenda þú leggur til að við kjósum og gjarnan mættirðu bæta við hversvegna.

Agla (IP-tala skráð) 9.5.2016 kl. 20:03

7 identicon

Nú mun Ólafur Ragnar láta af embætti 1. ágúst n.k. og annar forseti taka við.

Eigum við ekki að leyfa honum að sitja á friðarstóli það sem eftir er embættisferils hans?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 9.5.2016 kl. 20:36

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hörður jú það segi ég líka.

Agla auðvitað kýs Ómar Andra Snæ, það er örugglega hans maður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2016 kl. 20:41

9 identicon

Miðað við fyrri skrif Ómars, er líklegt að hann styðji Andra, hins vegar ljóst af sömu heimildum að hann vill helst ekki Davíð í embættið. Tíminn á þá eftir að leiða í ljós hvort hann lendir í því að með því að kjósa Andra, tryggi hann kosningu Davíðs. Það væri allavega ekki auðvelt val fyrir hann væru líkur á því.

ls (IP-tala skráð) 10.5.2016 kl. 10:33

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei sennilega ekki.  En svona er lífið, eintóm refskák og við neyðumst til að taka þátt í því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2016 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband