Jafnvel margra alda gamlar óuppgerðar sakir.

Í kvöld hefst Evróvision-söngvakeppnin. Hún er dæmi um viðleitni til þess að þjóðir álfunnar geti átt sér sameiginlegan grundvöll og þátttaka Ástralíu og Ísraels er dæmi um, að hugsunin um áhrif Evrópu nær út fyrir álfuna.

Full þörf er á fyrirbæri sem þessu, en það leiðir líka hugann að því hve erfitt það er að viðhalda friði og jafnvægi.

Í ófriði á Balkanskaga í upphafi og aftur við lok síðustu aldar kom í ljós, að það, sem kalla má "óuppgerðar sakir" frá því fyrir mörgum öldum, er oft sem fleinn í sambúð þjóða og þjóðabrota.

Stríðsglæpir í Kosovo og annars staðar á Balkanskaga í lok aldarinnar byggðust á eftirmálum atburða fyrir sjö öldum.

Stofnun Ísraelsríkis var afleiðing af brottrekstri Gyðinga frá Palestínu fyrir næstum tveimur árþúsundum.

Hefndarhugur er eitthver skæðasta og illvígasta fyrirbærið í hug manna og þjóða og endurnýjun átaka milli múslima og kristinna manna sem hófust upphaflega fyrir meira en tólf hundruð árum er dæmi um það hve skammt hefur miðað í baráttu fyrir sönnum friði í aldanna rás.


mbl.is Ekki hægt að treysta á frið í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar stóðu forfeður þínir á Sturlungaöldinni? Með hverjum börðust þeir á Örlygsstöðum? En í Flóabardaga?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 10.5.2016 kl. 09:38

2 identicon

Var virkilega ástæða til að banna fána í þessari keppni?  Hvaða búrókrati fann eiginlega upp á þessu vandamáli heima hjá sér?

http://www.visir.is/banna-valda-fana-i-keppninni/article/2016160509495

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.5.2016 kl. 09:44

3 identicon

Er í lagi að labba um á ósamstæðum sokkum í Evrópu?  Er til regla um það líka?  Bann jafnvel?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.5.2016 kl. 15:11

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef Elín Sigurðardóttir vill ekki að Þjóðverjar og aðrir í Evrópusambandinu samþykki reglugerðir fyrir okkur Íslendinga sem við tökum engan þátt í að semja er hún væntanlega í hinum gríðarstóra stjórnmálaflokki Jóns Vals Jenssonar, þar sem enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."

Jón Valur Jensson, 9.8.2014

Þorsteinn Briem, 10.5.2016 kl. 15:27

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt af aðildarríkjum Staðlasamtaka Evrópu (CEN).

"The National Members of CEN are the National Standards Organizations (NSOs) of the 28 European Union countries plus three countries of the European Free Trade Association (EFTA) [Íslands, Sviss og Noregs].

There is one member per country."

Staðlasamtök Evrópu - European Committee for Standardization (CEN)

Þorsteinn Briem, 10.5.2016 kl. 15:28

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 10.5.2016 kl. 15:30

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Svíþjóð er aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 10.5.2016 kl. 15:32

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Til­raun­ir kín­verska fjár­fest­is­ins Huangs Nu­bos til þess að kaupa jörðina [Grímsstaði á Fjöllum] fóru út um þúfur um árið og hef­ur jörðin verið aug­lýst til sölu á Evr­ópska efna­hags­svæðinu."

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Útlendingar geta eignast allar jarðir hér á Íslandi og helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa strax í fyrramálið ef þeir nenna því.

Þorsteinn Briem, 10.5.2016 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband