Niðurstaða á ráðstefnu fyrir áratug: Lækirnir munu þorna upp.

Fyrir um áratug var haldin fróðleg ráðstefna um Skaftá. Þá var í ráði að veita ánni yfir í Langasjó á þremur forsendum og það réttlætt með því að um stórkostleg jákvæð umhverfisáhrif yrði að ræða.

1. Áin hefði þangað til allt fram á okkar tíma hvort eð er runnið yfir í Langasjó og verið að hjálpa til við að færa ána í fyrra horf.

2. Með Skaftárveitu í Langasjó væri hægt að veita vatni þaðan yfir í Tungnaá og yrði sú veita líkt og Norðlingaölduveita (réttara nafn: Þjórsárfossavirkjun) hagkvæmasti virkjunarkostur landsins.

3.  Með því að veita Skaftá yfir í Langasjó myndi linna sandburði niður ána í Skaftárhlaupum og lækjunum í Landbroti þar með bjargað.

Alveg var litið framhjá því í þessu sambandi að með þessu myndi Langisjór, sem hugsanlega er fegursta fjallavatn landsins, sviptur heiðbláma sínum, gerður aurbrúnn og fylltur upp af sandi á undraskömmum tíma, kannski einni öld.

Einnig var það rangt að Langisjór hefði aðeins verið án Skaftár síðustu aldir og innrensli Skaftár í vatnið yrði "hefðbundið fyrirkomulag", heldur hefur vatnið verið án Skaftár í 11 þúsund ár síðan ísöld lauk, því að Skaftá féll í vatnið einungis þegar jöklarnir skriðu lengst fram á kuldatímanum 1500-1900.

Í þriðja lagi áætluðu vísindamenn, sem um það fjölluðu á ráðstefnunni, að jafnvel þótt Skaftá yrði veitt í Langasjó, myndu Tungulækur og Grenlækur þorna rólega upp á 50 til 100 árum.

Á Skaftáreldasvæðinu er í gangi einhver tröllaukasta og magnaðasta náttúruaflasýning veraldar (the greatest show on earth) sem skiptist í tvo fasa, jarðeldafasa og sandburðarfasa.

Eldgjárgosið 934 og Skaftáreldar 1783 voru jarðeldafasar þar sem hraun rann yfir sand, og búast má við þeim næsta eftir nokkur hundruð ár þegar hraun mun renna yfir sand. Á milli voru sandburðarfasar og slíkur fasi stendur yfir nú þar sem sandur berst yfir hraun.

Varðandi svo einstæða sýningu náttúrukrafta gildir að grípa sem minnst inn í og leyfa sýningu náttúruaflanna að heilla þá, sem hana fá að sjá.

Hafa má til hliðsjónar viðbrögð við skógareldum í Yellowstone þar sem ákveðið var 1988 að láta þá afskiptalausa nema varðandi það að bjarga húsum og mannvirkjum.

Hliðstæð viðbrögð gagnvart Skaftáreldum og Skaftárhlaupum væri að einskorða viðbrögð við að bjarga mannvirkjum í byggð.

Við það mætti bæta ráðstöfunum sem gætu framlengt líf lækjana í Landbroti.

 


mbl.is Lækir eru að þorna upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nokkuð samála ómari með langasjó eflaust er verið að mínka sandburðin í þórisvatn alveg nóg að hafa vandan á einum stað. gæti veri möguleiki að hafa sandfleitu við norlíngaölduveitu þanig að grugið fari niður farveg þjórsár en ekki inní þórisvatn. að setja gruggið inní langasjó leisir engan vanda bara frestar honum. en nátúruverdar menn eru skrýtnir það má ekki stípla hagavsatn til að binda grugið þess í stað fer það niður á haukadalsheið sem ollum miklum usla langað til menn setu upp varnargarða til að hafa sandin í kafi. það er ekki alt feingið með útsíninu landið á að ganga fyrir ef mögulegt eref maðurinn hefði ekki gripið inní með uppgræðslu og varnarvirkjumværi stór hluti suðurlands eyðimörk í dagþökk sé skinsömum mönum létum við nátúruna ekki ráða för í öllum tilfellum.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 14.5.2016 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband