Þjóðir í hlekkjum hugarfarsins.

Baldur Hermannsson gerði athyglisverða sjónvarpsþáttaröð fyrir um aldarfjórðungi sem hét "Þjóð í hlekkjum hugarfarsins og fjallaði um þjóðfélagsástandið á Íslandi á síðustu öldum.

Áhrif olíualdarinnar á þjóðir heims eru svo yfirþyrmandi, að nota má orðalagið "hlekki hugarfarsins" um það mál.

Þrátt fyrir ráðstefnur og fundi í allar götur frá ráðstefnuni í Ríó 1992, samþykktir og viljayfirlýsingar, miðar þjóðum heims lítt úr hlekkjum hugarfars olíuvinnslunnar.

Nærtækt dæmi um það eru Norðmenn og Íslendingar sem enn hafa ekki brotist út úr viðjum í þessum efnum, heldur halda því áfram í sameiningu að gefa leyfi til borana og rannsókna og vinnslu á nýjum olíusvæðum norðan heimsskautsbaugs.

Í blaðagrein þáverandi íslensks ráðherra um rannsóknarleyfi á Drekasvæðinu var ekki orð um vinnsluleyfið í fyrirsögn, heldur varð að leita að tveimur orðum um það, "..og vinnslu.." aftarlega í greininni.

Ráðherrann í næstu stjórn á undan stærði sig af því að vera olíumálaráðherra Íslands.

Báðar þjóðir fela sig á bak við það, að í kröfum um að minnka notkun jarðefnaeldsneytis er vinnsla jarðefnaeldsneytis ekki innifalin og báðar stefna að því að berja sér á brjóst og monta sig fyrir skerf sinn umhverfismálum.

Sem gerir það siðleysi enn meira en ella að stunda rányrkju á kostnað komandi kynslóða með tvíþættum afleiðingum: ´Ástandi lofthjúpsins og velta því yfir á afkomendur okkar að vinna úr þeim hrikalegu viðfangsefnum sem sóun auðlinda jarðar hefur í för með sér.

Frændþjóðirnar við Norður-Atlantshaf eru þjóðir í hlekkjum hugarfarsins, því miður.  

 

 

 


mbl.is Veita umdeild olíuvinnsluleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt olía frá gríðarstóru olíuskipi, sem sykki eða strandaði hér við Ísland, og jafnvel fleirum en einu, legði ekki fiskistofna hér í rúst, fáum við Íslendingar hátt verð fyrir íslenskan fisk erlendis meðal annars vegna þess að fiskurinn er úr hreinu hafi.

Og fiskistofnar hér við Ísland eru endurnýjanleg auðlind en olían ekki.

Þorsteinn Briem, 19.5.2016 kl. 17:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fari mikil olía í sjóinn hér við Ísland frá gríðarstóru olíuskipi, eða -skipum, gæti olían  lagt stærstu nytjastofna okkar Íslendinga í rúst áskömmum tíma.

Hrygningarstöðvar þorsks eru aðallega við Suðurland og Suðvesturland og þaðan berast afkvæmin með hafstraumum á Vestfjarðamið.

Og hafstraumarnir fara einnig norður fyrir landið.

Þorsteinn Briem, 19.5.2016 kl. 17:06

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 19.5.2016 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband