Sannleiksbroddur í full harkalegum ummælum.

Einu sinni var íslenskur ráðherra sem sagði að þekktur erlendur efnahagssérfræðingur, sem var gagnrýninn á íslenska efnahagsstefnu 2008 ætti að fara í endurhæfingu.

Það reyndust full harkaleg ummæli svo ekki sé meira sagt, eins og kom á daginn nokkrumm mánuðum seinna.

Ummæli Bill Clintons um pólska og ungverska ráðamenn eru kannski full harkaleg en fela þó í sér sannleiksbrodd.

Í sumum löndum í Austur-Evrópu hafa stjórnlyndir og mjög þjóðernissinnaðir menn lengi átt nokkur hljómgrunn og Adolf Hitler þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að þar kæmust til valda fasistar í aðdraganda innrásarinnar í Sovétríkin 1941. Þeir voru þegar komnir til valda. 

Að sönnu er langur vegur frá því að slíkir menn nái svipuðum völdum í þessum ríkjum nú og þá, en ákveðnar viðvörunarbjöllur hringja þegar fréttist af ýmsum tilburðum þar til að kæfa frjálsa skoðanamyndun í nafni nauðsynjar á "sterkri stjórn."

 


mbl.is Bill Clinton leiti sér hjálpar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju mátti ekki veifa fána Palestínu í evrópsku gaularakeppninni?  Þeir voru ekki einu sinni að taka þátt?  Hver var eiginlega að springa úr frekju þar á bak við tjöldin?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.5.2016 kl. 12:43

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Upprifjun á viðbrögðum manna við aðvörunarorðum, mæltum í aðdraganda hrunsins er ekki skemmtileg fyrir þá sem brugðust illa við ábendingum. Eins og vikið er að í fyrstu efnisgrein í pistli þínum.

Gaman væri að rifja upp af hvaða tilefni Guðmundur L. Ólafsson gerði grín að einhverjum seðlabankastjóra sem varaði við miklum lántökum. Kanntu þá sögu?

Flosi Kristjánsson, 19.5.2016 kl. 14:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flosi Kristjánsson á sennilega við þetta:

Þorsteinn Briem, 19.5.2016 kl. 14:53

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2009:

"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.

"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.

Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.

"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.

Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."

Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við

Þorsteinn Briem, 19.5.2016 kl. 14:54

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flosi Kristjánsson gæti einnig átt við þetta:

Þorsteinn Briem, 19.5.2016 kl. 14:59

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 19.5.2016 kl. 15:00

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmargir hægrimenn, sem lengi hafa djöflast gegn Ríkisútvarpinu, hafa mestan áhuga á að starfa hjá íslenska ríkinu, Reykjavíkurborg, þeirra stofnunum og fyrirtækjum.

Þannig var til að mynda Davíð Oddsson á launaskrá Reykjavíkurborgar og ríkisins þar til hann hrökklaðist út i Móa og Friðrik Sophusson var forstjóri Landsvirkjunar, ríkisfyrirtækis sem íslenskir hægrimenn mæra í bak og fyrir.

Þorsteinn Briem, 19.5.2016 kl. 15:14

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn mærir sífellt ríkisfyrirtækið Landsvirkjun og fjölmargir sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu.

Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á Íslandi eru hins vegar einkafyrirtæki.

Fasistar
sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju.

Fasismi

Þorsteinn Briem, 19.5.2016 kl. 15:17

9 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Lilja Mósesdóttir í dag, 21 maí 2016

HVAÐ er í GANGI ?

 

 

12 klst. · 

 

ægammar keyptu með miklum afslætti á brunaútsölu eftir hrun. Stjórnvöld sem ekki skattleggja allar innistæðulausar bólueignir (eignir kröfuhafa og aflandskrónueigna) við „losun hafta“, eins og ég lagði m.a. til í nóvember 2008, eru ekki að gæta hagsmuna almennings og heldur ekki að leysa snjóhengjuvandann varanlega. Skattlagning er ekki brot á eignarrétti hrægamma og því eina færa leiðin til að losa okkur undan oki þeirra. Gæti stjórnvöld ekki hagsmuna almennings með skattlagningu snjóhengjunnar kemur til kasta forseta Íslands að senda lög um losun hafta í þjóðaratkvæðagreiðslur. Það er því mikilvægt að kjósa forseta sem mun senda slík lög í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og gert var í Icesave málinu. 
Hrægömmum sem keyptu eftir hrun verðlitlar kröfur á föllnu bankana og verðlausar aflandskrónueignir tókst með aðstoð AGS, ríkisstjórnarflokkanna eftir hrun, seðlabankans og innlendra sérfræðinga að tryggja sér hagstæðustu leiðina við „losun hafta“. Ávinningur íslenska stjórnkerfisins er klapp á bakið frá „alþjóðasamfélaginu“ fyrir að standa vörð um hagsmuni hrægamma og ríkulegir bónusar til sérfræðinga hrægammanna. Samstarfsaðilar hrægammanna á Íslandi og fjölmiðlar þeirra lögðu mikið á sig í aðdraganda síðustu kosninga til að tryggja kjör flokka sem ekki ógnuðu hagsmunum þeirra. Það tókst og hrægammarnir fengu 400-500 milljörðum meira í sinn hlut við uppgjör föllnu bankanna, þar sem þeim var aðeins gert að greiða stöðugleikaframlag en ekki stöðugleikaskatt. 
Frá hruni hefur skuldsetti hluti þjóðarinnar verið neyddur með aðstoð lífeyrissjóðanna að fjármagna ávöxtun verðlítilla eigna hrægamma sem hafa verið lokaðar inni í hagkerfinu. Ávöxtunin í formi vaxta og verðtryggingar er hærri en nokkur samanburðarþjóð treystir sér til að standa undir. Evrópumetið í ávöxtun fjármagns hefur étið upp eignir skuldsettra heimila og fyrirtækja ásamt því að ræna lífsgæðum frá unga fólkinu okkar. Unga fólkið hefur því ekki haft sömu tækifæri til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði og nýta menntun sína á vinnumarkaði eins og kynslóðarinar á undan henni. „Losun hafta“ nú mun ekki losa þjóðina undan vaxtaokrinu, þar sem lokka á hrægamma til að halda áfram að ávaxta fé sitt á Íslandi með evrópumeti í vaxtastigi – þökk sé Seðlabanka Íslands sem kann engin önnur ráð við efnahagsvanda. Auk þess þarf að tryggja lífeyrissjóðunum, sem ekki falla undir „losun hafta“, viðunandi ávöxtun eftir mikla rýrnun sjóðanna í hruninu. 
Losun aflandskróna út úr hagkerfinu er gleðiefni fyrir hrægamma sem keyptu aflandskrónueignir á brunaútsölu eftir hrun og íslenska fjárfesta sem hafa skráð eignarhaldið á erlend aflandsfélög. Þessir aðilar geta nú farið út úr hagkerfinu með „eignir sínar“ á meðan íslenskur almenningur, fyrirtæki og lífeyrissjóðir sitja eftir innan fjármagnshafta. Hér er í raun verið að verðlauna þá Íslendinga sem nota aflandsfélög til að fela eignarhald sitt til að sniðganga lög og skatta. 
Í nýjasta frumvarpinu um losnun hafta er viðurkennt að ekki verði hægt að losa út allar aflandskrónueignir, þar sem íslenska þjóðin hefur ekki efni á að fjármagna útstreymi 319 milljarða og annarra krónueigna á leið úr landi. Það verður því áfram hætta á að seðlabankinn missi stjórn á útstreymi innistæðulausa bólufjármagnsins við losun hafta. Það mun leiða til lækkunar á gengi krónunnar, aukinnnar verðbólgu og þyngri vaxtabryði skuldsettra heimila og fyrirtækja. Slíka áhættu hafa stjórnvöld ekkert umboð til að taka og eiga því að grípa til skattlagningar til að eyða vandanum     Fokkings snillingar enn eina ferðina.

Ragna Birgisdóttir, 21.5.2016 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband