Mikið í pípunum?

Lítil verðbólga síðustu misseri skýrist af lækkandi verði á olíu á heimsmarkaði og gríðarlegri fjölgun ferðamanna, sem hefur hækkað gengi krónunnar um 16% ef marka má frétt í útvarpi í gær.

En í sömu frétt kom fram að verslunin hefði í meginatriðum svikið landsmenn um ábatann af skattalækkunum og gengishækkun.

Ef olíuverð fer að hækka aftur og gengi krónunnar getur ekki hækkað meira má búast við að mikið sé í pípunum eins og það er stundum orðað, varðandi þrýsting á verðhækkanir og vaxandi verðbólgu.

Verður fróðlegt að sjá framvinduna í þeim efnum.


mbl.is Bensín ekki dýrara síðan í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gríðarlegur afgangur af vöru og þjónustuviðskiptum við útlönd og hefur verið síðustu sjö ár (nálægt 1.000 milljörðum í plús). SÍ hefur haldið aftur af styrkingu krónunnar, og þar með kaupmætti mældum í erlendum vörum, með uppkaupum á gjaldeyri. SÍ ætti því að vera vel í stakk búin til að hemja verðbólgu ef hún fer af stað. Vöru og þjónustuafgangur við útlönd sjö ár fyrir hrun, þegar bullandi góðæri var að sögn sérfróðra, var aftur á móti -550 milljarðar.

https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Efnahagur/Efnahagur__utanrikisverslun__3_voruthjonusta__voruthjonusta/UTA05002.px/chart/chartViewColumn/?rxid=d68a5182-f7a0-4bbf-842c-4335b52869a7

Engilbert (IP-tala skráð) 20.5.2016 kl. 11:07

2 identicon

Gott að hafa olíuhækkanir til að kenna um lélega hagstjórn á íslandi. Nú þarf framsóknarmaddaman að hysja upp um sig, og afnema verðtrygginguna

þorsteinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.5.2016 kl. 13:08

3 identicon

Gjaldeyrishöftin eiga einnig sinn þátt í lítilli verðbólgu.

Með afnámi hafta mun skapast mikil eftirspurn eftir gjaldeyri. Td þurfa lífeyrissjóðirnir að verja amk 800-900 milljörðum í erlendar fjarfestingar til verjast gengisfalli krónunnar.

Afnámi gjaldeyrishafta verður að gefa langan tíma. Það skýtur því skökku við ef ríkisstjórnin ætlar að ljúka málinu fyrir haustið.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.5.2016 kl. 14:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Afnám verðtryggingar lækkar ekki vexti hér á Íslandi.

Evra sem gjaldmiðill okkar Íslendinga gerir það hins vegar.

Þorsteinn Briem, 20.5.2016 kl. 19:49

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.3.2016:

"Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra segir að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið en aðrir ekki."

"Því hefur verið haldið fram að það sé nauðsynlegt að hafa krónu vegna útflutningsfyrirtækjanna.

Útflutningsfyrirtækin hafa hins vegar fyrir löngu yfirgefið krónuna. Þau starfa fyrir utan krónuhagkerfið þannig að þau rök eiga nú ekki vel við.

Þegar gengi krónunnar hrynur rýrna eignir launafólks en eignir þeirra sem geyma sín verðmæti í erlendri mynt hækka í verði.

Það er þetta óréttlæti sem ég held að hafi blasað við um nokkurn tíma en verður miklu augljósara eftir þessa atburði."

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins - Engar siðferðilegar stoðir fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 20.5.2016 kl. 19:51

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 20.5.2016 kl. 19:52

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 20.5.2016 kl. 19:57

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 20.5.2016 kl. 19:58

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 20.5.2016 kl. 20:00

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef verslanaeigendur hér á Íslandi lækka ekki verð á fatnaði með afnámi tolla geta þeir að sjálfsögðu ekki kvartað lengur yfir að það hafi ekki verið gert.

Fólk sem hér býr getur hins vegar í fjölmörgum tilfellum keypt fatnað erlendis en það kaupir þar ekki matvörur eins og margir sem búa í Noregi gera í Svíþjóð.

Því yrði allt vitlaust hér ef eigendur matvöruverslana lækkuðu ekki verð á þeim vörum með fullu afnámi tolla.

Þorsteinn Briem, 20.5.2016 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband