"Eitthvað annað" var lykillinn.

Allan fyrsta áratug þessarar aldar var af hálfu ráðandi afla talað með fyrirlitningartóni um "eitthvað annað" en stóriðju sem grunn undir betri kjörum.

Nú liggur fyrir að á undra fáum árum hefur "eitthvað annað" í formi ferðaþjónustu og skapandi greina skapað tugi þúsunda nýrra starfa og uppgang í efnahagslífinu.

Stórlækkun eldsneytisverðs hefur líka verið drjúg búbót og hækkun gengis krónunnar er fyrst og fremst hægt að þakka þessu tvennu auk þeirrar handstýringar sem gjaldeyrishöftin hafa falið í sér, en getur reynst varasöm og hemill á efnahagslífið til lengdar.


mbl.is Kaupmáttur aukist um 11,6% á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.3.2016:

"Landsframleiðsla jókst að raungildi um 4% á árinu 2015 og er nú 5% meiri en árið 2008. Neysla og fjárfesting drógu hagvöxtinn áfram en þjóðarútgjöld jukust um 6,3%.

Einkaneysla jókst um 4,8%, samneysla um 1,1% og fjárfesting jókst um 18,6%.

Útflutningur jókst um 8,2% á sama tíma og innflutningur jókst um 13,5% og dró utanríkisverslun úr hagvexti þrátt fyrir 155 milljarða króna afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum á liðnu ári."

"Einkaneysla sem hlutfall af landsframleiðslu var 50,1% á liðnu ári sem er lægsta hlutfall síðan mælingar hófust árið 1945. Þetta hlutfall hefur verið mjög lágt frá árinu 2008."

"Sjöunda árið í röð er afgangur af viðskiptum Íslands við útlönd. Afgangur vöru- og þjónustuviðskipta nam 7% af landsframleiðslu á liðnu ári og 6,2% á árinu 2014.

Á árunum 1998–2008 var viðskiptahalli að árinu 2002 undanskildu og framlag til landsframleiðslu því neikvætt þau ár."

Landsframleiðslan árið 2015 - Hagstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 24.5.2016 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband