Í sömu sporum og 1851?

1850 var á döfinni að gera stjórnarskrá fyrir Ísland. Árið eftir kom saman nokkurs konar stjórnlagaþing, sem aðeins örfáir Alþingismenn voru fulltrúar í, og hlaut þessa stjórnlagaþing nafnið Þjóðfundur.

Þegar fulltrúa konungs þótti líklegt að Þjóðfundurinn myndi semja nýja stjórnarskrá fyrir Ísland, sleit hann fundinum gegn frægustu mótmælum Íslandssögunnar, þegar Þjóðfundarfulltrúarnir tóku undir með Jóni Sigurðssyni: "Vér mótmælum allir!"

Þar með var hafin fyrir alvöru barátta Íslendinga fyrir því að semja sjálfir sína stjórnarskrá frá grunni, og sú barátta stendur enn, því að harðsnúin valdaöfl, fyrst dönsk, en síðan íslensk, hafa staðið í vegi fyrir því.

1874 afhenti Kristján 9. Íslendingum dansksmíðaða stjórnarskrá sem var nokkurn vegin sú sama og Danir höfðu fengið 1849, og fyrstu 30 greinarnar því nær eingöngu gerðar til að friðþægja þáverandi Danakonungi.

1904 fengu Íslendingar innlendan ráðherra og fullveldi 1918 í konungssambandi við Dani.

1944 var stjórnarskránni breytt við stofnun lýðveldis eins lítið og unnt var til bráðabirgða með loforði um nýja stjórnarskrá, samda af Íslendingum, sem fyrst eftir lýðveldisstofnun.

Þetta var haft svona til þess að fá fram sem hæst hlutfall samþykkis kjósenda við lýðveldisstjórnarskrána.

Stjórnarskrárnefnd 1945 mistókst að semja nýja stjórnarskrá og í framhaldinu komu stjórnarskrárnefndir 1953 og 1983, sem mistókst þetta líka.

Einu bitastæðu en takmörkuðu breytingarnar voru gerðar 1959 eftir hatrömm átök um þær.

Sameining deilda Alþingis í eina deild, mannréttindaákvæði og lítils háttar breytingar á kjördæmaskipan er það eina, sem gert hefur verið 1959.

Stjórnarskrárnefnd 2005 mistókst eins og hinum fyrri nefndum að uppfylla loforðið frá 1943-44.

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 sem vildi nýja stjórnarskrá á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs með yfirgnæfandi meirihluta, hefur enn verið að engu höfð.

1851 voru Jón Sigurðsson og hans menn ekki búnir að klára sína stjórnarskrá. 

2011 urðu þó tímamót varðandi það að setja fram heila nýja íslenska stjórnarskrá, en samt virðumst við enn í svipuðum sporum og Jón forseti og hans enn 1851, og Davíð Oddsson útskýrir það þannig, að "stjórnarskráin vilji ekki láta breyta sér."

Alveg ný og frumleg yfirfærsla frá Trampe greifa 1851. 


mbl.is „Stjórnarskrá vill ekki láta breyta sér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband